Samtíðin - 01.09.1960, Page 12
8
SAMTÍÐIN
annarri konn. Þau hjónin hafa lent í á-
kafri orðasennu út af þessu, og maður-
inn hefur gerzt svo frekur að ásaka kon-
una um njósnir í háns eigin skrifborði!
Hann virðisl hafa verið þarna í algerðri
sókn, en aumingja konan, særð og af-
hrýðisöm, hefur farið lialloka. Því skrifar
hún mér og spyr, livort ekki sé rétt að
beita mann siim liörku og leggja út í „kalt
stríð“ við liann.
SVAR: Kæra frú. Þú ert ekki sú fyrsta,
sem finnur annarlegt ástarbréf hjá eigin-
manni. Þetta er auðvitað ákaflega óvið-
kunnanlegt, en þó gætu legið til þess
ástæður, sem kvnnu að milda málstað
mannsins þíns. Ef þér þykir vænt um
hann og hann er |>ess maklegur, skaltu
fvrir alla muni heldur sýna honum ástúð
en fara i „kalt strið“ við hann. Þetta
lcann að reynast örðúgt fyrst í slað. En ef
maður þinn er ekki alveg forstokkaður,
hlýtur hann að meta góðvild þína og um-
burðarlyndi og bliðkast og batna. Ásak-
anir og kuldi er hins vegar viss með að
stía ykkur sundur, og það gelur leitt til
margs ills. Ég vona, að úr þessu rætist
— Þín Freyja.
•k Kjörréttur mánaðarins
LAMBASMÁSTEIK. — Smábitað
lambakjöt er brúnað í matarolíu eða
smjöri. Þegar kjötið er orðið brúnað, eru
látnir i pottinn nokkrir dropar af ediki,
ögn af hvítlauk og venjulegur laukur eft-
ir smekk, 1 tómat, 1 glas af hvítvíni og
kanel á hnífsoddi. Þetta er látið malla
við hægan hita undir loki, þar til kjötbit-
arnir eru orðnir meyrir. Saltað er eftir
smekk. Soðnar kartöflur eru bornar með.
EFTIRMATUR: Bláberjahjúpur. — %
kg bláber, % lítri af rjóma, 2 egg, 2 msk.
sykur, vanillustöng eða dropar og þeytt-
ÞÚSUNDIR kvenna og karla telja sér kvenna-
þaetti Freyju í SAMTÍÐINNI ómissandi.
ur rjómi. — Bláberin, sem hafa verið
sykruð eftir vild, eru svo látin í smurt,
eldfast fat, og yfir þau er hellt hjúpnum,
sem búinn er þannig til: Rjóminn er lát-
inn sjóða með % vanillustöng. Síðan er
þetta tekið af eldavélinni og eggjarauð-
unuin hrært út í. Þá er sykrinum og stif-
þeyitum eggjahvítunum hlandað saman
við. Því næst er rétturinn settur inn í ofn
og hakaður liálftíma. Svo er liann látinn
kólna og borinn fram með þeyttum rjóma.
*
Tíu bnönríi
NIRFILSINS
1. Hafðu peningavasa á nærbuxum þín-
um
2. Læðstu frá vinuin þínum án þess að
borga þinn lilut.
3. Stígðu laust til jarðar lil að forðast
skóslit.
I. Sofðu í nærhiixunuin til að hafa pen-
ingana sem næst þér.
5. Opnaðu ekki fyrir neinum, ef rukk-
ari skyldi vera við dyrnar.
ö. Hætlu að tala við konu þína til að
venja hana af að vera að betla um pen-
inga,
7. Varastu að sofna, ef þjófur skyldi
koma og seilast til nærhuxir ' a ans.
8. Þvoðu þér vandlega á vinnustað
til að spara sápuna heima lijá þér.
9. Sittu mikið á bókasöfnum til að
spara þér ljós og liita heima.
10. Fastaðu sem oftast til að spara þér
mat.
VEL KLÆDD kona kaupir tízkufatnaðinn
Iljjá Báru
Austurstræti 14. — Sími 15222.