Samtíðin - 01.09.1960, Síða 14
10
SAMTÍÐIN
allt dótið í töskuna og kveikti sér í sígar-
ettu. En það liefði hún ekki átt að gera,
því að nú hringsnerist allt fyrir augunum
á henni. Það var rétt svo, að henni tókst
að leggjast á hnén á gólfið, áður en hún
ryki um koll. Hún heyrði, að drepið var
á dyr, og lág, varfærin rödd spurði: „Get
ég nokkuð Iijálpað yður, frú? Á ég að
koma inn til yðar?“
Hún andvarpaði í örvæntingu sinni:
„Nei, þér verðið helzt að lofa mér að vera
einni í næði.“ Svo heyrðist drattandi fóta-
tak, sem dokaði við, en fjarlægðist síðan.
LITLU SÍÐAR reis hún upp, alveg
dauðþreytt. Hún þerraði svitastokkið enn-
ið og munninn með vasaklútnum, en
fleygði honum síðan í ruslakörfuna. Svo
stóð hún upp. Hún riðaði á beinunum og
greip i þvottaskálina til að hafa eitt-
hvað að styðjast við. Síðan leit hún i
spegilinn. Aldrei hafði hún verið svona
ömurleg á svipinn. Fertug lilaut hún að
vera, á þvi var enginn vafi. Olivia Raner
var ekki degi yngri en fertug!
Hún opnaði handtöskuna og kannaði
inniliald hennar. Þar var ekki annað en
föt, góð föt, en ekki sérlega mikið af þeim.
„Ég hef sýnilega ekki ætlað að vera mjög
lengi að heiman.“ Meira gull! Burstar
með gylltu skafti og baki. Flöskur og dós-
ir með gylltu loki. Hún opnaði eina þeirra
fyrir forvitni sakir. Hún var tóm, hara
til skrauts. Átti hara heima i þessari dá-
samlegu handtösku. Hún fann líka krem-
dós i töskunni, stóra venjulega krukku
og pakka af andlitsþurrkum. Þar var
einnig tannbursti, tannkrem og sápa. Hún
tók allt þetta upp úr töskunni, burstaði
þvi næst tennurnar og þvoði sér vel og
vandlega um hendurnar. En engin ilm-
vötn voru þarna, ekkert andlitsvatn, ekk-
ert baðsalt, engar ljósmyndir, engin
sendibréf — ekkert!
Hún starði niður i töskuna og hrukk-
aði ennið. Tauið var ekki sem bezt sam-
an brotið. Það leit út fyrir, að allt þetta
hefði verið látið i töskuna í mesta flýli.
Hún andvarpaði djúpt, lokaði töskunni
og hugsaði þreytt: „Það er víst hezt, að
ég fari héðan, áður en liún kemur og
spyr: Get ég nokkuð hjálpað yður?“
Hún liraðaði sér út úr litla klefanum og
gekk framhjá umsjónarkonunni án þess
að mæla orð frá vörum. Konan hafði
opnað munninn til að segja eitthvað við
hana, og henni var það fullljóst, að hún
hefði átt að staldra við. En hún hélt leið-
ar sinnar. Nú var liún aftur komin út í
biðsalinn. Hún leit upp til stóru klukk-
unnar. Hún var á mínútunni 12. Henni
kom i hug, að liún hafði ekki liugmynd
um, livaða dagur var i dag, hvað þá ár
eða árstíð, enda þótt hún gæti dregið þá
ályktun af klæðaburði annarra og sjálfr-
ar sin, að annaðhvort hlyti að vera vor
eða liaust. Hún nam staðar við blaðasöl-
una og keypti sér dagblað. Mánudagur í
apríl. Hún renndi augunum kæruleysis-
lega yfir fyrirsagnirnar. Hún hafði ekki
mikinn áhuga fyrir heimsmálunum í dag.
En lienni varð starsýnt á eina af fyrir-
sögnunum: „Fleiri slys um páskana en við
hafði verið húizt.“ Eftir því að dæma var
annar í páskum i dag.
Um leið og hún gekk framhjá járn-
brautarveitingastofunni, fann hún kaffi-
ilminn. Þá fann hún allt í einu, hve mátt-
laus hún var af hungri, og hún fór að
titra í linjánum. Hún vatt sér inn, renndi
sér hljóðlega upp á einn af háu stólun-
um, sem stóðu meðfram veitingaborðinu
og bað um kaffi og brauðsnúð. Hún neytti
þessa ofur hægt. Það bragðaðist vel.
Hún titraði ekki lengur. Svo fékk liún sér
annan kaffibolla og kveikti sér i sígar-
ettu. Hún sá svipmynd sína í speglinum
bak við veitingaborðið og hrosti lítið eitt.
Augu hennar liöfðu fríkkað. Það var
komin lögun á varir hennar. Fallegur