Samtíðin - 01.09.1960, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.09.1960, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN Smásaga bak viö gluggatjöld einunn C^yjóljóaóttir: HVÍT BLðM KONA situr við glugga og horfir út. Hún er kölluð Lilla, en það skiptir nú litlu máli. Hún horfir á skýjafarið. Það er sólskin og stormur, galsi i veðrinu eins og ungum gæðingi. Inni i stofunni er aflur á móti kyrrstaða, eins og sólskinsgolan flækist i gluggatjöldunum og komist aldr- ei alla leið inn. Gluggatjöldin eru þung, úr dýru efni og> útflúruð. Konan horfir á þau með vanþóknun, þar sem þau belgj- ast út af storminum, þessi lilægilegu gluggatjöld. Seinna, það er að segja þeg- ar hún er skilin við manninn sinn, ætlar hún að hafa öðruvísi tjöld — livít og létt — og hvítar rósir í gluggunum. Hún hafði alltaf þráð hvítar rósir. En Jósep þoldi ekki blóm. Hann þoldi eklc- ert viðkvæmt. Sigríður frænka hafði átt rósir, þegar Lilla var lítil telpa. Líklega liafði hún alið þessa blómalöngun með sér siðan. Dagarnir, þegar liún fékk að lieimsækja Sigríði frænku, voru henni minnisstæðastir af öllu frá bernskuár- unum: Að sitja á legubekknum eða á þykku gólfábreiðunni og vera langt frá öllu arginu heima, finna hvernig rósailm- ui'inn hlandaðist súkkulaðilylctinni úr eldhúsinu. Og hvað allt var skínandi lireint lijá henni Sigriði, meira að segja rúðurnar í gluggunum. Heima hjá Liliu, þar sem gluggarnir voru niðurgrafnir, voru rúðurnar alltaf óhreinar. Þar voru sífelldar skælur og skammir, fólkið of margt og peningarnir of litlir. En Lillu tókst furðanlega að skella skolleyrunum við rifrildi systkinanna, þreytu móður sinnar og ofstopa föður sins. Hún liugs- aði um framtiðina, og áður en flétturn- ar hennar voru klipptar, hafði hún ákveð- ið að eignast einhvern tíma stórt hús og hvítar rósir. Hún hafði að visu eignazt húsið, en rósirnar fylgdu ekki með. Því var bezt að fara héðan. Já. Hún hallaði sér aftur i stólnum og hvarflaði augunum um stofuna. Þessar viðhjóðslegu, þykku gólfábreiður, sem liún liafði slitið skónum sínum á i þrjú löng ár! Og Jósep! — Jósep! Það var ólíkt meira ryk i honum en gólfáhreiðun- um! Lilla lokaði augunum. Giftast til fjár. Það voru ljót orð. Hið síðasta, sem Dag- björt, æskuvinkona hennar, hafði horið henni á brýn i slyttingi. En Dagbjört vissi nú ekki, hvernig þeim gat liðið, sem áttu sér annan eins uppreisnaranda og liún sjálf. Dagbjört átti gott. Hún mundi aldr- ei giftast til fjár. Dyrabjallan lcvað við, hátt og hvellt. Unga konan hrökk við, eins og hún hefði verið staðin að einhverjum ófi'ómleika. Og hin virðulega frú, sem gekk til dyra, stakk furðulega í stúf við stúlkuna, sem hafði staðið við gluggann, sömuleiðis kon- una, sem stóð úti fyrir. Það var ein þeirra kvenna, sem ekki er gott að sjá aldur á, sem erfiðleikar og einhæf kjör liafa gert að miðaldra konum, áður en þær eru i raun og veru orðnar fullorðnar. Þær voru systur, þessi kona og Lilla, en gagnólík kjör höfðu steypt þær í ólík mót. Þegar systir Lillu hafði setzt í einn djúpa stólinn og þreytan í fasi hennar var farin að hrjótast út, varð Lillu hugs- að til þess, þegar hún hafði sjálf fengið að setjast i djúpu stólana hjá Sigríði frænku. „Aumingja Anna“, hugsaði hún og var þó ekki viss um, hvort hún vorkenndi

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.