Samtíðin - 01.11.1962, Qupperneq 7

Samtíðin - 01.11.1962, Qupperneq 7
9. blað 29. árg Mr. 287 v Movember 1962 SAMTIÐIN HEIIV3ILISBLAÐ TBL SKEIVIIVITLMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTIÐIN kemur út mánaöarlega nema i janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurðui Skúlason, Reykjavík, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 75 kr. (erlendis 85 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt mót- taka í Rókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. Beinu vegirnir drepa fólkið UMFERÐARSLYSIN í heiminum valda mönn- uni miklum áhyggjum um þessar mundir. Með síauknum bílakosti og vaxandi hraða verða l>au ae tíðari. Við fslendingar þekkjum þau vel af eigin reynd. Menn renna augum naumast svo yfir síður íslenzks dagblaðs, að ekki blasi þar v>ð óhugnanlegar fyrirsagnir um umferðarslys a götum bæjanna eða þjóðvegunum, og fjöldi n>ynda af stórskemmdum ökutækjum sýnir ljós- lega, hve gífurlegt tjón er oft og einatt um að r®ða. Læknar og hjúkrunarkonur vita gerzt um þau lemstur, er stjórnendur ökutækjanna og farþegar þeirra verða fyrir. En hvað segja stórþjóðir Evrópu um um- ferðarslysin hjá sér? Hér á borðinu fyrir fram- an mig liggur víðlesnasta dagblað Parísar með svolátandi fyrirsögn yfir þvera síðu: Það eru beinu vegirnir, sem drepa f ó 1 k i ð ! Höfundur byrjar grein sína mcð þessari al- varlegu athugasemd um árvekni frönsku þjóð- arinnar í umferðarmálunum: Ef íbúar borgar eins og I’rovins dæju allir 1 einu vetfangi af slysförum, myndi öll franska l'jóðin verða skelfingu lostin. En þó að jafn- 'nargt fólk farist af umferðarslysum á einu ari hér í landi og hafni í kirkjugörðunum, láta nienn sér fátt um það finnast. Það eru hinir 'okulu, opinberu löggæzlumenn, sem horfa daglega upp á þessar ógnir. Þeir sveitast undir ahyggjum af ógætnum ökumönnum og öðrum galausum vegfarendum. I greininni eru geigvænlegar upplýsingar. fJar stendur: Hér eru tölur, sem enginn fransk- Ur bílstjóri ætti að láta sér úr minni líða. Frá því vorið 1961 og fram til vors 1962 urðu 9.139 dauðaslys á vegum Frakklands. Á þjóðhátíðar- degi okkar 14. júlí 1962 urðu — munið það — 134 dauðaslys (115 sl. ár). Árið 1961 léíust 9.337 menn af umferðarslysuin í Frakklandi (8.277 árið áður). Alltaf eru þessar tölur að hækka. Hækkunin á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nemur 4%. Innanríkisráðuneytið veilti okkur þær upp- lýsingar í júlílok 1962, að fyrirsjáanlegt væri, að dánartalan af umferðarslysum á þessu ári yrði ekki undir 10.000, en tala meiddra 215.000. Þetta nemur íbúatölu heillar borgar á stærð við Nantes. Orsakir slysanna eru ýmsar, segir greinar- höfundur. 17—19% bílstjóranna taka ekki til- lit til þeirra, sem eiga réttinn, 10% aka ógæti- lega fram úr öðrum, 10% eru undir áhrifum áfengis. Hér við bætist of mikill ökuhraði, blautir vegir (einkum á haustin og veturna), skortur á lýsingu og varúðarmerkjum á veg- unum. Síðan 1. ágúst sl. hafa verið gerðar ýmsar varúðarráðstafanir af hálfu franska ríkisins til að koma í veg fyrir umferðarslysin. Lög- reglan beitir nú valdi sínu gegn sérhverjum bílstjóra, er hlítir ekki að öllu leyti settum reglum, ekur t. d. á miðjum þjóðvegi og hindr- ar greiðan akstur annarra, er þurfa nauðsyn- lega að fara fram úr honum. En beinu vegirnir eru martröð okkar, segir í greininni. Á fjallvegum og í þröngum giljum verða sjaldan alvarleg bílslys. Það eru beinu og breiðu vegirnir, sem slæva eftirtekt og ábyrgðartilfinningu ökumannanna. Á þeim

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.