Samtíðin - 01.11.1962, Síða 10
6
SAMTÍÐIN
KVENNAÞÆTTIR
Vetrartízkan
HÉR ER mynd af kvöldkjól úr silki-
krepi. Hann er frá Jacques Griffe í París
og sýnir vel, hve efni og sniö gela farið
vel saman. Segja má, að það sé hrynj-
andi í hvoru tveggja. Liturinn er ljós-
bleikur eða „bleik-rafmagnaður“, eins
og Frakkar komast að orði.
Iljá Jacques Griffe eru hinar mjúku
sveiflandi línur allsráðandi. Þær birtast
stundum sem laus stykki í baki, oft sí-
stungin. Á frökkum og drögtum eru oft
laus loðskinn, t. d. kragar, sem hnepptir
er-u með stórum hnapp. Kjólarnir falla
lauslega að líkamanum, ofl með prins-
essusniði, og eru að lieita má sniðnir i
einu lagi á (mjög listrænan hátt til að
grenna. Vetrarkjólar eru kragalausir
með löngum, þröngum ermum. Það er
línan frá Griffe, sem við sjáum hvar-
vetna hæði í kokkteil-kjólum og síðum
krep-kvöldkjólum. Þeir eru í mjög
fallegum litum.
Italir eru snillingar á sviði kventízk-
unnar. Þeir vilja, að vaxtarlag konunn-
ar njóti sín að öllu leyli sem bezt. Þess
vegna sýna þeir um þessar mundir mjög
slutta dag- og kvöldkjóla með aðskornu
mitti. Skenmililegir eru ítalskir stutt-
jakkar, sem nota má utan yfir dragtir.
Þeir eru líkir þröngum slám að ofan, en
með mjaðmar-stykki, þar sem op er f.yr-
ir handleggi.
Framleiðum kápur og dragtir úr tízkuefnum eftir sniðum
frá þekktustu tízkuhúsum heims. — Sendum gegn póstkröfu.
KÁPAIM H.F.
LAUGAVEGI 35. — SiMI 14278