Samtíðin - 01.11.1962, Síða 14

Samtíðin - 01.11.1962, Síða 14
10 SAMTÍÐIN Nóra, já auövitað gæti ég sótt lil henn- ar alla þá huggun, sem ég þurfti á að halda. Ef til vill gæti hún lika gefið mér eitlhvað af þeim dásamlega styrk, því ódrepandi hugrekki, sem haldið liafði sjálfri henni uppi. Ég lét ekki dragast lengur en til næsta kvölds að kveðja dyra hjá föður henn- ar, sem sjálfur lauk upp fyrir mér. Nóra varð bersýnilega himinlifandi við að sjá mig. „Herra Jean Lou,“ sagði hún, og andlit hennar, sem mér virtist grennra en áður, stokkroðnaði, „Það var fallega gerl af yður að koma liingað. Setjizt þér hjá mér, og segið þér mér svo allt um sjálfan yður ... og um Yvonne.“ „Segið þér mér heldur eitthvað um sjálfa yður, Nóra,“ sagði ég í bænarrómi. Hún bandaði frá sér i afsökunarskyni, og sársaukahros kom fram á varir henni. „Af mér er ekkert að frétta,“ sagði hún, „ekkert nýtl. Og ef mig kennir stöku sinnum meira lil í hakinu en mér gott þykir,“ hætli hún við og reyndi að snúa öllu upp í grín, „þá hefur læknirinn gef- ið mér morfínsprautu. Hann segir, að ég sé nógu skynsöm til að misbrúka það ekki!“ Ég sal lijá henni hálftíma, en í raun og veru bar ekki margt á góma. Ég hef aldrei verið neinn mælskumaður, en Nóra kunni þá list að segja svo ótal margt með þögninni einni saman. Þeg- ar ég fór frá henni, fannst mér ég auð- ugri en á$ur, fannst ég hafa öðlazt hugg- un og sálarstyrk. Það var iilátt áfram slórfurðulegt, að Nóra, jafn veikbyggð líkamlega, skyldi eiga sér þvílíkan furðu- legan, andlegan sálarstyrk, að liún skyldi geta miðlað öðrum af honum. Ég hafði sagt henni frá Yvonne, og ein- ungis með því að strjúka hönd mína eilt andartak með fingrunum, lét hún i ljós innilega samúð sína og hluttekningu. „Sannið þér til, Jean Lou,“ hvíslaði hún stillilega, „þetta getur allt farið vel.“ Það var ekki fyrr en seinna, sem mér varð Ijóst, að þannig hafði ég, orðrétt að lieita mátti, einu sinni ætlað að hug- hreysta hana. Sá var aðeins munurinn, að lnin hafði ekki þarfnazt neinnar hug- hreystingar, en ég.. .! Allan daginn eflir fannst mér ég sjá yndislegu augun hennar Nóru ljóslifandi fyrir mér, geislandi af lífsmagni. Og um kvöldið ujipgölvaði ég, að ég hafði ein- ungis hugsað um liana og alls ekki mun- að eftir Yvonne. Daginn eftir varð ég fyrir mesta reið- arslagi, sem nokkurn tíma liefur yfir mig dunið, býst ég við, þvi að sjúkdómur Yvonne liafði bjTrjað eins og meinlaust kvef, en seinna snúizt upp í þennan voða. En það, sem nú skeði, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Nóra liafði fundizt örend í rúmi sínu. Hún liafði, þegar leið á morgun, tek- ið mjög stóran morfínskammt, svo stór- an, að þegar komið var að lienni fjóruni tímum seinna, var liún dáin. Þótt undarlegl megi virðast, hringdi dr. Vaillard lil mín einmitt í þessum svif- um. Vinur lnins, augnlæknirinn, hafði ákvcðið að gera eina tilraunina enn við Yvonne. Eftir klukkutíma myndi hún liggja á skurðarhorðinu, og augnlæknir- inn ætlaði að reyna, hvort möguleiki sá, sem nú liafði að liöndum horið, ætti fyrir sér að gefa dásamlega raun. „Þú veizt sjálfsagt,“ hætti hann ró- lega við, „veizl vafalaust, hvernig kom- ið er fyrir Nóru, á ég við?“ „Já,“ stamaði ég liægt. Þetta var næst- um því meira en ég fengi afhorið: fyrst andlát Nóru, og svo álti Yvonne að fara að leggjast á skurðarborðið! En þú veizt ekki allt, drengur minn,“ hélt Vaillard áfram í tón, sem kom mév

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.