Samtíðin - 01.11.1962, Page 18

Samtíðin - 01.11.1962, Page 18
14 SAMTÍÐIN Tryggingar eru orðnar ótrúlega víðtækar ÞAÐ ER allt- af gaman að spjalla við Bald- vin Þ. Kristjáns- son, og þegar við hittum hann að máli um daginn, harst talið auð- vitað að trygg- ingarstarfsemi, því að liann er úthreiðslustjóri lijá Samvinnu- tryggingum. „Blessaður segðu okkur eitthvað skemmtilegt um trgggingarstarfsemina, Baldvin. Er ekki hægt að trgggja flest nú á dögum?“ „Það má nú segja. Frægir skurðlækn- ar úti i löndum tryggja hendur sínar, söngvarar raddir sínar, listdansarar fæt- urna o. s. frv. Frægur rithöfundur var að skrifa ákaflega mikilvæga hók, sem fjöldi fólks hafði gerzt áskrifendur að og átti að koma út ákveðinn dag. Hann varð því að hafa lokið við hana fyrir vissan tíma. Otgefandi þorði ekki ann- að en tryggja útkomu bókarinnar fyrir nokkrar milljónir. Knattspyrnufélög tryggja sig fyrir rigningu í sambandi við kappleiki, bank- ar hiðja skilvísa viðskiptamenn að kaupa sér líf-, slysa- og örorkutryggingar, áður en þeir veita þeim stórlán. Veðhlaupa- hestar eru lif- og slysatryggðir, uppá- haldsliundar eru líftryggðir, þar sem liundahald tíðkast. Dýrar leiksýningar eru líka tryggðar, svo að nefnd séu dæmi af handahófi utan úr heimi.“ „Geturðu nefnt dæmi hessu til skúr- ingar?" Skyndirabb við Baldvin Þ. Kristjánsson „Já. Danskt knattspyrnufélag þorði t. d. ekki annað en tryggja sig fyrir rign- ingu, þegar það ætlaði að heyja dýra keppni við erlent lið ekki alls fyrir löngu. Trvggingin kostaði 800 d. kr. Ef fallið hefði meira en 2ja mm regn, meðan á kappleiknum stóð, hefði tryggingarfé- lagið orðið áð horga 10.000 d. kr., en það kom ekki dropi úr lofti, svo að féhigið slapp! Hins vegar varð Lloyd að punga út með 150.000 d. kr., þegar frumsýningin á Mg Fair Ladg féll niður í Khöfn vegna veikinda aðalleikkonunnar. Sú trygging var kejrpt fyrir eitlhvað milli 12 og 15.000 d. kr. Þetta gerðist nú nýlega hjá smáþjóð á Norðurlöndum. En hjá stórþjóðunum gerast oft skrítnir atburðir í sambandi við tryggingar. Einu sinni rokkaði Elvis Presleg svo ákafl i kvikmyndarleik, að fylling losnaði úr tönn og hrökk niður í barka á honum. Þetta hefði sjálfsagt riðið venjulegum manni að fullu, en El- vis slapp með vikutöf frá kvikmynda- tökunni. Félagið, sem myndatakan var tryggð lijá, slapp ekki eins vel. Það varð að greiða gífurlegar hætur. Fræg kvikmyndadís, Jennifer Jones, átti að slá mótleikara sinn í kvikmynd. Hún gerði það svo liraustlega, að hún handar- hrotnaði! Auðvitað var hún þræltrygg’ð fyrir hvers konar óhöppum, og trygging- arnar urðu að greiða heljar-summu. Önnur stjarna, Audreg Hepburn, datt af haki við kvjkmyndgrtöku. Óhappið kost-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.