Samtíðin - 01.11.1962, Side 20

Samtíðin - 01.11.1962, Side 20
16 SAMTÍÐIN Kunnið þið að ala upp börn? EF ÞIÐ viljið fá úr þvi skorið, hvort þið kunnið að ala upp börn, ættuð þið að ganga undir þetta próf. Svarið spurn- ingunum, áður en þið kynnið ykkur einkunnakerfið aftan við prófið. 1. Ef drengurinn ykkar hefur tekið peninga frá leikbróður sínum, munduð þið þá: a) refsa honum undir eins og láta svo allt vera gleymt? b) láta hann vera í ónáð tímakorn? c) fá hann til að endurgreiða peningana og láta hann síð- an fá störf, til þess að hann geti unnið sér inn svipaða fjárhæð? 2. Álítið þið, að skapferli (karakter) barns sé: a) meðfætt? b) myndað af um- hverfi og aðstæðum? 3. Hvenær álítið þið, að óhætt sé að skilja harn ykkar eftir lijá öðrum, með- an þið farið í frí: a) þegar eftir fæðingu þess? h) frá því það er á öðru ári? c) frá því það er á fimmta ári? d) frá því það er á sjöunda ári? 4. Teljið þið, að misgömul börn i sömu fjölskyldu eigi að fara: a) jafnsnemma að hátta á kvöldin? h) missnemma eftir aldri? c) með tilliti til þess, hve vel þau hafa hagað sér um daginn? 5. Ilvað gerið þið, ef þriggja ára barn verður hamslaust af reiði: a) flengið það? h) látið það, ef unnt er, dúsa ein- samalt í herbergi? c) revnið að fá það til að hugsa um eitthvað annað? d) skiptið ykkur ekkert af því? 6. Álítið ])ið, að það eigi að refsa barni: a) til þess að öruggt sé, að það geri sig ekki sekt um sömu yfirsjón á nýjan leik? h) til þess að það komist í skilning um, að það hafi gert rangt? 7. Hvað adlið þið að gera við eldra barn, ef þið eignizt annað: a) vera eins við það og áður? b) auðsýna því sér- staka ástúð? c) reyna að vekja áhuga þess fyrir yngra barninu? 8. Hvað teljið þið mikilsverðast fyrir ung börn: a) reglulegar máltíðir og reglulegan svefntíma? b) ástúðlegt heim- ilislíf? c) að sama fólk annist þau að staðaldri? 9. Fær barn ykkar vasapeninga lijá ykkur: a) þegar það biður um þá? b) með reglulegu millibili? c) þegar það hefur sérstaklega til þeirra unnið? 10. Munduð þið, ef barn ykkar hegð- aði sér ósjálfrátt illa á veitingastað: a) ávíta það, af því að það hefur gert vkk- ur smán? h) láta sem ekkert væri? c) álasa sjálfum ykkur fyrst og fremst fyrir að hafa tekið harnið með ykkur? 11. Álítið þið, að sálræn vandamál barna stafi oft af: a) slæmum félags- skap? b) öryggisleysi? c) óheppilegum uppreisnarhug? 12. Teljið þið líklegt, að alltaf sé for- svaranlegt að láta ungan dreng einan um að taka ákvörðun um framtíðarstarf sitt: a) já? h) nei? 13. Hvert er viðhorf ykkar til gaura- gangsins í æskunni, sem er á 2. tug æv- innar nú á dögum, t. d. rokk-æðisins: a) látið þið það afskiptalaust? h) reynið þið að draga úr því lijá hörnum ykkar? c) — eða eggið þið þau til að ærslast? 14. Hve lengi á ungur piltur eða ung stúlka að ykkar dómi að vera heima í föðurgarði: a) til 18 ára aldurs? b) þar til þau giftast? c) þar til þau fá fast starf? d) óháð öllum ákvæðum? 15. Álitið þið, að foreldrar eigi yfirleitt örðugra en hörn þeirra: a) já? h) nei? 16. Finnst ykkur, að ykkur liafi liðið illa í æsku: a) já? b) nei? 17. Hvaða eiginleiki foreldra er mikil- vægastur: a) hæfileikinn að kunna að hafa heimilið í lagi? b) réttlæti við að

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.