Samtíðin - 01.11.1962, Page 21

Samtíðin - 01.11.1962, Page 21
SAMTÍÐIN 17 refsa eða launa, eftir því sem bezt á við? c) umhyggja fyrir þvi, að barnið sé i góðum fötum og fái liollt viðurværi? d) hæfileikar til að kenna börnunum góða siði? 18. í hvað færið þið börnin, þegar þið farið með ])au í skemmtigöngu: a) leik- föt? b) spariföt? c) venjuleg liversdags- föt? 19. Finnst ykkur aðrir foreldrar færa börnin of snemma í sumarfötin: a) já? b) nei? 20. Hve mörg börn teljið þér hæfilegt að eiga: a) ekkert? b) eitt? c) tvö eða þrjú? d) fj ögur eða fleiri? Einkunnir fyrir svörin: 1. a) = 2, b) =1, c) — 3. 2. a) = 1, b) = 3. 3. a) == 1, b) = 1, c) =3, d) = 2. 4. a) =1, b) — 3, c) — 1. 5. a) =1, b) = 1, c) =3, d) = 3. 6. a) =3, b) =1. 7. a) = 1, b) = 3, c) = 3. 8. a) =1, b) =2, c) =3. 9. a) = 1, b) =3, c) = 1. 10. a) =1, b) =3, c) =2. 11. a) =1, b) =3, c) =1. 12. a) =1, b) =3. 13. a) =3, b) =1, c) =2. 14. a) = 2, b) =2, c) = 1, d) = 3. 15. a) =1, b) =3. 16. a) =1, b) =3. 17. a) =3, b) =3, c) =2, d) =1. 18. a) =3, b) =1, c) =3. 19. a) =1, b) =3. 20. a) = 1, b) =1, c) = 3, d) = 3. Ef þið fáið lægri einkunn en 30, eigið lbð mikið ólært. Reynið þá að eignast fleiri börn og látið þau svo ala hvert annað upp. '30—40 stig eru góð heildar- einkunn. Það er erfitt að ala upp börn, svo að vel fari, en ef til vill er sumum bað huggun að sjá, að börn nágrannanna eru ekki bótinu betur upp alin en börn manns sjálfs. Ef þið fáið bærri heildar- einkunn en 45 stig, mætlu margir óska sér, að þið væruð foreldrar þeirra. Sögur að norðan I4ANNES PÉTURSSON hefur getið sér gott orð fyrir kvæðabækur sínar. Urðu víst margir fegnir því, að hann fældist miklu síður ljóðslafi og rím en obbinn af jafnöldrum Iians, sem er að bera sig að yrkja. Ýmsir undruðust lika, live lítt liann steytti á þeim skerjum, sem oft verða fyrir byrjendum í kvæðagerð. Nú hefur Hannes gerzl smásagnahöf- undur og sent frá sér 12 sögur i bók, sem ber lieilið, er stendur yfir þessum lín- um (útgefandi Helgafell). Yfirleitt eru sögur lians mjög vel gerðar. Fyrsta sagan, Skyttan, er ekkert minna en snilldarverk. Hún hefst á þriggja lína ljóðrænu forspili, eins konar tónaregni, og er raunar öll ídreypt ljóðrænu. Tak- mörkunin er fullkomin, og lesandanum gefur sýn í margar áttir, ekki sízt niður í djúp eigin reynslu. Næsta sagan gerist i þorpi, er mjög lifandi og gæti vel stuðzt við sanna at- burði eins og raunar flestar sagnanna. Einna veikust er sagan Maður í tjalcli, sem er fremur mynd en saga og varðar lesandann ekki nægilega, samanborið við tvær sögurnar næst á undan. Hannes Pétursson á sér föðurlegan liáðtón. sem hann beitir víða í þessum sögum, ekki sízt i viðskiplum sínum við barnakennarann, sem fer norður í von- litla kvenmannsleit um há-síldartimann. Sagan um hann nefnist Kvenfólk og brennivín. Sums staðar víkur skopið og ljóðræn- an fyrir kröftugum óhugnaði, sem orkar mest á lesandann í sögunni / djúpum

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.