Samtíðin - 01.11.1962, Side 33

Samtíðin - 01.11.1962, Side 33
SAMTÍÐIN 29 MAXIMILIAN SCHELL Sumir telja hann bezta kvik- ■nyndaleikara ársins ÞAÐ ER vandasamt að leika unga, þýzka lögfræðinginn í kvikmyndinni »Dómurinn í Nurnberg“. Hann er látinn verja dómarana fjóra, sem ákærandinn Richard Widmark -— krefst, að hinn virðulegi réttur dæmi fyrir stríðsglæpi frá Hitlers-tímabilinu og fyrir að liafa misboðið frelsi einstaklingsins. Maximilian Schell er fæddur í Vínar- borg 8. des. 1930. Móðir hans var leik- kona, fædd og uppalin þar í borg, en faðir hans svissneskur leikritahöfund- Ur. Frá því að Max var barn, hugsaði hann ekki um annað meira en að verða leik- ai'i, þegar hann stálpaðist. Foreldrar lians reyndu að fá hann ofan af þessari i'áðleysu, en öll börn þeirra, tvær stúlk- ur og tveir drengir, voru lialdin sömu leikástríðunni, heilluð af lífsstarfi móð- ur sinnar. Árið 193S varð Schell-fjölskyldan að flýja Austurríki, því að faðir Maximili- ans var á svörtum lista lijá þýzku naz- istunum. Max lauk síðar skólanámi og lögboðinni herskyldu, en hóf að þvi loknu leiklistarnám. Hann hefur leikið 1 austurrískum, svissneskum, frönskum °g þýzkum leikhúsum. Fyrsta kvikmyndin, sem liann lék i, hét „Rörn, móðir og hershöfðinginn“. Þegar þetta er ritað, hefur hann leikið í samtals átta evrópskum kvikmyndum °g einni amerískri: „Ungu ljónúnum“, þar sem mótleikarar hans voru m. a. þeir Marlon Brando, Montgomery Clift °g Dean Martin. Max hefur oft leikið í amerísku sjón- varpi, og er veigamesta afrelc hans þar hlutverk Hamlets, þriggja stunda leikur. En hann hefur einnig getið sér gott orð sem leikritahöfundur, því að leikrit lians: „Það syrtir að í horginni“ varð geysivinsælt á sviði í Berlin. Max á sér mörg áhugamál. Hann er mikill íþróttamaður og hefur mjög gam- an af að leika tennis, fara á skíði, skylm- ast og synda. Auk þess er hann góður skákmaður og mikill unnandi sígildrar tónlistar. Hann er þróttmikill listamaður, glæsi- legur álitum og gæddur miklum per- sónutöfrum. Ungar stúlkur sjá ekki sól- ina fvrir honum.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.