Samtíðin - 01.11.1962, Qupperneq 35
SAMTÍÐIN
31
ÞEIR,VITRU“T
ÓÖCýOUl ---------------
GUÐMUNDUR KJARTANSSON: „I frá-
sögnum af svaðilförum og volki í jökulám
er helzt til oft notað orðasambandið „ís-
kalt jökulvatn“, því að hitt er sanni nær,
að í flestum héruðum landsins eru jökul-
árnar allra vatna hlýjastar að undanskild-
um hverum og' laugum.“
ALBERT SCHWEITZER: „Hamingja
er ekki annað en góð heilsa og lélegl
minni.“
X; „Hamingjan hefur tvær ásjónur.
Önnur horfir þakklát á það, sem við eig-
um. Hin er glöð og lætur sér öldungis á
sama standa um það, sem við getum ekki
Öðlazt.“
HAROLD NICIIOLSON: „Skáldin hafa
varðað og markað fyrir okkur hina þröngu
stígi, sem liggja niður til dýpstu meðvið-
uðu tilfinninga okkar. Skáldin kenna okk-
ur, hvernig okkur á að verða innan
örjósts, þegar við hugleiðum mikla hluti.
Þess vegna sagði Shelley: „Skáld eru óvið-
urkenndir Iöggjafar heimsins“ o. s. frv.
í*au lýsa hugsjónum okkar með minnis-
stæðum orðum. Þau upphefja okkur og
geta komið okkur í algleymisástand, sér-
staklega þegar þau eru ekki alveg viss,
um hvað þau eru að tala ... Skáldsagna-
höfundurinn færir út takmörk tilfinn-
ingasviðsins, en Ijóðskáldið dýpkar það.“
NEWMAN kardínáli: „Frábærlega
minnugur maður er ekki fremur andans
maður en orðabók er bókmenntir.“
SIR WILLIAM ORPEN: „Sönn andlits-
fegurð er óhugsandi án fegurðar sálarinn-
ar.“
MANNING kardínáli: „Það er lögmál
guðlegrar forsjónar, að af glappaskotum
verði menn farsælir.“
fiijjar bœkur ||
Leikrit eftir Matthías Joehumsson. Steingrímur
J. Þorsteinsson ritaði um leikrit Matthíasar.
Árni Kristjánsson sá um útgáfuna. 580 bls.,
íb. kr. 290.00.
Ljóðmæli eftir Sigurð Breiðfjörð. Sveinbjörn
Sigurjónsson sá um útgáfuna. 240 bls., ib. kr.
180.00.
Antígóna. Forngriskur harmleikur eftir Sófó-
kles. Dr. Jón Gislason þýddi úr frummálinu
og ritaði formála um upphaf leikritunar. 140
bls. -(- 40 myndasíður, íb. kr. 190.00.
Helgi Hermann Eiríksson: Ágrip af efnafræði.
Til notkunar við kennslu i framhaldsskólum.
Með ntyndum. 79 bls., ób. kr. 60.00.
Kristmann Guðmundsson: Garðaprýði. Kver
handa áhugamönnnm um ræktun skrúð-
garða. 112 bls., ób. kr. 80.00.
Grétar Fells: Ljóð og stöknr. 63 bls., ób. kr.
100.00
Hundrað hestavísur. Gefið út vegna hestamóts-
ins á Þingvöllum 1962. 100 bls., ób. kr. 50.00
Agnar Þórðarson: Gauksklukkan. Leikrit í
tveim þáttum. 186 bls., ób. kr. 180.00.
Fritz Kahn: Kynlíf. 2 útgáfa. Leiðarvísir um
kynferðismál. Jón G. Nikulásson gaf út. 286
bls., ób. kr. 315.00.
Gunnar Dal: Yoga. Indversk heimspeki. Úr
sögu heimspekinnar. Fimmta bók. 72 bls., ób.
kr. 35.00.
Ólafur Tryggvason: Huglækningar. Hugboð og
sýnir. 2. útgáfa. 200 bls., ib. kr. 170.00.
Jónas Árnason: Sprengjan og pyngjan. Grein-
ar og ræður. 161 bls., ib. kr. 170.00.
Bodil Sahn og Erik Spnderholm: Dönsk lestr-
arbók fyrir menntaskóla. II. bindi. Méð
myndum. 252 bls., íb. kr. 160.00.
Náttúra íslands. Alhliða lýsing á náttúru íslands
eftir fjórtán höfunda. Formáli eftir Vilhjálm
Þ. Gislason. 321 bls., ób. kr. 245.00.
Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið bæk-
urnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
BÓKAVERZLLM
ÍSAFOLDARPREMTSIUIÐJIJ H.F.
Austurstræti 8. Rcykjavík. Sími 1-45-27.