Samtíðin - 01.12.1962, Qupperneq 15

Samtíðin - 01.12.1962, Qupperneq 15
SAMTÍÐIN 7 skrauti, og litlir dúskar sjást víða, t. d. á húfum og sjölum. Við birtum iiér mynd af svörtum krep-kjól, sem er sveipaður þannig, að bóleró-snið myndast. Ivögur úr steinum þekur aðra öxlina. Þetta er tilvalinn jóla- kjóll. Hann er frá hinu nýja Parisar- tizlcuhúsi Simonetta Fabiani. Fitukeppur í hnakkagrófinni MEÐ ALDRINUM, og eins el' þú ert of feit, getur myndazt fitukeppur aftan á hálsinum, sem bæði er til óprýði og getur valdið höfuðverk. Því miður er nú dálítið örðugt fyrir þig að nudda þig á þessum stað, en með lagi er það samt hægt, og mikið má laga þetta með því að nudda sig þarna nolckr- ar mínútur daglega fast og í hring eða með því að klípa fitukeppinn. Tilvalið er að nudda sig með hamphanzka, með- an veiáð er í baði, eða þurrt liörundið. Það örvar blóðrásina og eyðir fitunni. ^ Hárburstun HALLDÓRA skrifar og spyr, hvort rétt sé að bursta hárið kvölds og morgna. Henni finnst hárið á sér verða svo fljótt feilt á því og efast um, að það hafi gott af burstuninni. SVAR: Venjulegt, heilbrigt hár á að bursta kvökls og morgna lil að örva blóðrásina til hársvarðarins, hreinsa ryk úr hárinu, lífga það og hressa. Eins og ég hef tekið fram hér i þáttunum, á að hursta hárið á alla vegu, og á meðan á maður að lúta höfði. Hins vegar á aldr- ei að hursta hárið beint og slétt, því að þá vill ]>að verða feitt. Hollt, bætiefna- i'ikt fæði eykur mjög á fegurð hársins. Veikt tannhold PÁLL skrifar mér, kvartar undan því, að oft blæði úr tannholdinu, þegar hann bursti tennurnar og spyr, hvað valdi því. SVAR: Mér finnst sennilegast, að hér sé fjörefnaskorti um að kenna. Neyttu C-fjörefnaríkrar fæðu, t. d. ávaxta og grænmetis. Ef það dugar ekki, skaltu tala við lækni. Sígilt mjaðmamál ÉG ER OFT spurð, live sver þessi og þessi eigi að vera um mjaðmirnar. Iiér er ágætt ráð til að ákvarða það. Sígilt mjaðmamál finnst með því að deila með 2 í hæð þína og bæta síðan 6 cm við. Dæmi: Ef þú ert 170 cm há, er helming- 10 12 14 16 BUTTERICK-sniS nr. 2460 i stærðunum 10 —16. Fallegir jólakjólar. Sniðin fást i S.Í.S., Austurstræti 10 og hjá kaupfélögunum.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.