Samtíðin - 01.12.1962, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.12.1962, Blaðsíða 18
10 SAMTÍÐIN Þegar kom að kaflanum um töðu- gjöldin á Lóni, strikaði ég yfir liann og lét þess bara getið, að taðan hefði náðst óhrakin. Ég vissi, að Kirjalax notaði orð- ið sveitasæla þannig, að það varð eitt af breiðu spjótunum. Og livað mundi liann hafa sagt, hefði ég ekki strikað yfir kafl- ann um andlát Ilildar gömlu. Þar álti við að nefna margþvælt efni. Það kem- ur svo oft fyrir í sögum, að fólk segir eitthvað um leið og það deyr. Ég lét kerlinguna deyja steinþegjandi, honum til geðs. Ekki var mælirinn fullur: Hvað mundi Kerþjálfaður segja um lýsinguna á Sæ- mundi biskupi? Segja, að niðurrifsmenn vilji hrjóta niður trú og siðgæði og vékja virðingarleysi fyrir helgidómum þjóðarinnar. Þessi biskup mátti ekki súpa of mikið á og ekki verða of veraldlegur í veizl- unni. Ég lét hann drekka sykurlaust kaffi og engar raupsögur segja. Ekki þótti mér heldur varlegt að láta hann Torfa í Seli vera letingja. Kerþjálf- aði gat dottið í hug að segja, að ég væri að svívirða bændur. Slíkt er þó fjarri mér, sem sjálfur er bóndasonur. Ég lél hann Torfa hara vera heilsuveilan. Að lokum minntist ég þess, að Iíer- þjálfaður notaði háðsmerki og gæsalapp- ir utan um orð eins og mannúð, réttvísi, frelsi og hugsjón, þegar honum virtist einhver rithöfundur ætla sér þá dul að bæta lieiminn. Ég lækkaði í skyndi seglin á söguhetj- um mínum, svo að þær yrðu ekki grun- aðar um of mikla dirfsku. Hvorki Kirjalax né Kerþjálfaður nenntu að eyða orðum um hókina mína. Ég raula með sjálfum mér hendingar, sem ég lærði og skildi, þegar ég var á þrettánda árinu: „Þér finnst þinn dalur lítill og myrk og meinleg ævi. Þú minnkar bráðum sjálfur, og þá er alit við hæfi.“ Ibrauma RÁÐNINOAR • KROSS. Dreymi þig kross, veit það á áfall eða mótlæti innan missiris. Kross getur verið fyrirboði stríðs. • TUNGL. Fullt tungl i draumi boðar oft giftingu innan skamms. Mörg tungl á lofti hoða lífsháska og tungí- myrkvi merkir dauðsfall einhvers, sem er nákominn dreymandanum. Fullt tungl boðar heill í viðskiptum, iðnaði og verzlun. • KVEÐJA. Dreymi þig, að þú sérl að kveðja einhvern, sem er þér kær, kemurðu hrátt á ókunnan stað, sennilega í atvinnuleit. • TRÚLOFUN. Að dreyma trúlofun sína merkir svipað í vöku, en trúlofunar- hringur í draumi er fyrir ástarævintýri. • VERZLUN. Dreymi þig, að þú sért að verzla við einhvern, er það fyr- ir farsæld í ástum og þér mun þá verða gott lil vina. Eruð þið vitlausar? TVÆR REINAGRINDUR gægðust út yfir kirkjugarðsmúrinn. „Þarna kemur drukkinn náungi,“ sagði önnur. „Nú skulum við skjóta honum skelk í hringu.“ „Hvernig?“ spurði hin. „Við förum bara til hans og spyrjum hann, hvað klukkan sé!“ Og svo fóru beinagrindurnar til fylli- raftsins og spurðu hann, livað framorð- ið væri. „Eruð þið vitlausar, beyglurnar ykkar, að vera ekki komnar til kojs — og klulck- an orðin þrjú?“ anzaði maðurinn.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.