Samtíðin - 01.12.1962, Page 20

Samtíðin - 01.12.1962, Page 20
12 SAMTÍÐJN nokkur vonarneisti væri í liuga mér. Ég gat ekki um annað hugsað en lielauma fæturna á mér og alla þessa kílómetra, sem ég átti ógengna heim! Herrann minn gerði heiðarlega til- raun til að taka upp léttara lijal. En ég léði því varla eyra. Þegar dansinum var lokið, spurði liann mig, hvort hann ætti ekki að aka mér lieim. Vesalings fæturnir mínir! Oft og mörgum sinnum hafði ég verið vöruð við að þiggja hílfar hjá ókunnum mönnum. Mér höfðu verið sagðar fer- legar sögur af hófum, sem svæft liöfðu kvenfólk með klóróformi á skuggaleg- um, afskekktum skógarstigum. Það fylgdi þessum sögum, að einungis laus- lætisdrósir legðust svo lágt að þiggja hilfar hjá þess háttar kónum. Siðsamar stúlkur létu sér það ekki til hugar koma. —En satt að segja var ég örmagna af þreytu þetta kvöld, og auk þess fannst mér ég nú ekki hafa liaft ýkja mikið upp úr því hingað til að vera góð og siðsöm stúlka! Ég sagði því: „Þakk’ yður kærlega fyrir.“ Síðan sagði ég manninum, hvar ég ætti heima,vatt mér inn í aftursætið á hílnum hans og hnipraði mig þar úti í horni, það langt frá manninum, að hann gæti ekki teygt sig til min. Auðvil- að var ég þess alhúin að stökkva út úr bílnum, hvenær sem nauðsyn krefði og ganga heim. Eftir allar þær hroðalegu sögur, sem ég hafði heyrt um viðskipti stúlkna og óprúttinna ökumanna, varð ég meir en lílið undrandi, er maðurinn ók hílnum án þess að mæla orð frá vörum eða gefa mér minnsta gaum. Og á tiltölulega skammri stund hafði liann ekið mér rak- leitt lieim að dyrum. Þar bauð hann mér góða nótt, sagðist vona, að við hittumst aflur — og ók hurt. Auðvitað hittumst við aftur. Hann sá lil þess., Og þeir endurfundir urðu upp- haf meira skemmtanalifs en mig hafði órað fyrir, að ég ætti eftir að kynnast. Pilturinn fékk að vita, livar ég vann, og eftir það ók hann mér oft heim úr vinn- unni. En ég vildi aldrei, að hann kæmi inn. Enda þótt ég væri ekki ástfangin í honum, líkaði mér orðið vel við hann, og ég óttaðist, að hann myndi óðara snúa haki við mér, ef hann kynntist foreldrum mínum. Ég skal játa, að við kvöddumst með kossi á kvöldin og að ég vissi, að hann elskaði mig. En lieim- ilisböl mitt var eins og járntjald milli okkar. Aldrei gleymi ég kvöldinu, þegar hann hað mín. I stað þess að aka mér rakleitt heim úr vinnunni, ók liann í það sinn út í skóg, stöðvaði hiiinn, tók mig ljúflega í faðm sér og hað mig að verða konan sín. Þá kom það upp úr dúrnum, sem mig hafði liingað til ekki órað fyrir, að liann hafði þegar heimsótt foreldra mína. Og ég sem hafði lifað í þeirri trú, að hann þekkti alls ekkert til þeirra! 1 fyrstu varð ég svo agndofa, að ég gat engu svarað hónorði hans. Hann hafði verið mér svo góður, og samt elsk- aði ég hann ekki. Satt að segja botnaði ég ekkert í því, að hann skyldi geta hugs- að sér að kvænast mér, eins og allt var i garðinn búið, og því anzaði ég loks i hálfum hljóðum: „Jæja, þá er þessu nú lokið. Allt tek- ur enda. Og þú hefur þá beðið betlara- dótlur að giftast þér!“ Hann þrýsti mér fastara að sér, og þá fór ég að gráta. Ég reyndi alls ekki að dylja tilfinningar mínar, en grét, þangað til ég var orðin uppgefin og tára- lindirnar voru þornaðar. Góðvild lians var meiri en ég hafði lengi átt að venj- ast, og mér leið betur við tilhugsunina um, að hann skyldi vita allt um hagi mina og samt ekki skanunast sín fyrir mig.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.