Samtíðin - 01.12.1962, Page 21

Samtíðin - 01.12.1962, Page 21
SAMTlÐIN 13 Ég giftist honum á köldum vetrar- morgni, og góðvild hans og umhyggju- semi hafa aldrei brugðizt mér. Smám saman tókst honum að þíða klakann af lindum tilfinninga minna. Oft hlýt ég að hafa reynt mjög á þolnmæði hans, en hún hrást aldrei. Og aldrei hraut hon- um smánaryrði af vörum, þó að snurða hlypi sem snöggvast á þráðinn í sambúð okkar — eins og alltaf vill verða í hjóna- höndum. Þess vegna liefur ást mín til þessa elskulega eiginmanns, sem ég kynntist fvrst á svo framúrskarandi órómantísk- an hátt á dansleiknum góða fyrir tæp- um 20 árum, farið sívaxandi. MUNDU, að • EINHVER er alltaf að gera það, sem annar segir, að sé óframkvæman- legt. • MENN komast ekkert áfram með því að liggja vakandi á nóttunni, lield- ur með því að ganga vakandi að störf- um sínum á daginn. • ÞERRIPAPPÍR er hlutur, sem þú ert að leita að, meðan l)lekið er að þorna. • ÞAÐ er hægt að kaupa sér falleg- an hund fyrir peninga, en ástin ein megn- ar að koma honum til að dilla rófunni. • FÓUH finnst sumir gestir standa lengur við á ldukkustund en aðrir á heilli viku. Frægir orðskviðir Þjóð veit, þá þrír vita. Ró skyldu menn reiði gefa. Alllítið er ungs manns gaman. Dýrt er drottins orðið. Ýmsir bjóða öðrum fár. Sagði ég þér ekki? TVEIR drukknir menn drusluðust norður Lækjargötuna. Annar sagði: „Þú ert alls ekki til, lagsmaður! Heyr- irðu það?“ Hinn varð fár við og svaraði: „Sannaðu það!“ „Það er nú vandalaust. Hvert ætl- arðu?“ „Inn í Álfheima.“ Mennirnir voru nú komnir að BSR. Orðhákurinn pantaði híl inn í Álfheima og spurði, hvað hann kostaði. Honum var sagt það. „Og hvað á ég að borga að auki, ef ég tek þenuan náunga með mér?“ „Ekkert!“ „Sagði ég þér ekki, lasm. Þú ert alls ekki til!“ Aiveg sammála KORNUNGUR lögfræðingur var að flytja fyrsla mál sitt fyrir rétti. „Vesalings skjólstæðingur minn,“ stam- aði hann og missti þráðinn. „Vesalings skjólstæðingur minn,“ endurtók hann, þegar hann hafði náð sér aftur á strik. Þá laut dómarinn að honum og hvísl- aði vingjarnlega! „Haldið þér bara áfram, ungi maður. Enn er rétturinn alveg sammála yður.“ 200 moti 10 FERÐAMAÐUR hitti bónda og spurði, hve langt væri til staðar, sem hann nefndi. „200 km, ef þú ferð í áttina, sem þú stefnir i, en 10 km, ef þú snýrð við,“ svaraði hóndi.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.