Samtíðin - 01.12.1962, Síða 23

Samtíðin - 01.12.1962, Síða 23
SAMTÍÐIN 15 „Varstu nokkurn tíma alvarlega ást- fanginn á táningsárunum?“ „Ég varð ákaflega ástfanginn, þegar ég var 17 ára. Stúlkan og ég áttum heima i sama húsinu, og við vorum saman í tvö ár. Ég var þá vöruhílstjóri og tók mér fjarska nærri að vera án hennar, þangað til vinnu væri lokið á kvöldin. Svo fór hún að vera með öðrum piltum, af því hvað ég var lítið heima, og einn góðan veðurdag gifti hún sig. Þarna lét ég því heldur en ekki i minni pokann.“ „Hvenær ætlarðu að kvænast?“ „Það vildi ég, að ég vissi það. Jú, þegar ég hef liitt þá einu réttu. Það á að verða kirkjubrúðkaup, og ég vil ekki kvænast nema einu sinni. — En eins og sakir standa, vil ég helzt vera einhleypur.“ „Nefndu 2—3 stúlkur, sem Elvis Pres- ley er hrifinn af.“ „Æ-nei, það máttu ekki biðja mig um. Ég hef áður lálið hafa mig til að nafn- greina þær 10 stúlkur, sem mér fundust þá fallegastar. Nú hef ég betur vit á þessu en í þá daga. Það eru til svo margar að- laðandi og yndislegar stúlkur, sem ég er svo heppinn að hitta oft. Mér nægir eng- an veginn að nefna 10. Ég vil hafa leyfi til að halda áfram að líta í kringum mig, -— og ég geri það!“ Leikhússtjórinn: „Og hvað segizt þér vera búin að sgngja lengi í óperum?“ Söngkonan: „1 rúm fjörutíu ár.“ „Þá hljótið þér bara að hafa þekkt „Madame Butterflg", meðan hún var lirfa!" Hanna: „Ég hef verið gift, síðan við sáumst seinast.1 Sigga: „Veit ég vel, og ég þekkti mann- inn þinn prgðilega, áður en lxann giftist þér.“ „Það vildi ég, að ég hefði líka gert!“ Ólympíumótin eru einhver mesta há- tíð skákmanna. Þangað koma sveitir manna hvaðanæva að úr heiminum og þreyta listir sínar i harðri keppni. Mót þessi eru haldin annaðhvert ár. Hefur þátttaka farið sívaxandi og voru 37 lönd með í leikjunum að þessu sinni, fjórir aðahnenn og tveir varamenn i hverri sveit. Þarna keppa Bandarikjamenn og Rússar, Austur-Þjóðverjar og Vestur- Þjóðverjar, Indverjar og Mongólar hlið við hlið í mesta hróðerni og láta á sann- ast einkunnarorð alþjóðaskáksambands- ins: „Gens una sumus“ — allir erum vér sömu ættar. Þarna var og hópur frá Is- landi undir forystu Friðriks Ólafssonar. Tókst Friðriki að vinna flestar skákir allra fyrsta horðs manna á mótinu. Ekki birtir þátturinn neinar skákir Is- lendinganna i þetta sinn, en hér kemur ein skák eftir Fischer og önnur eftir Tal, háðar tefldar á mótinu. Fischer sýnir sóknaraðferðir gegn Drekavörninni í Sikileyjarleik. Lok skákarinnar eru snaggaraleg, andstæð- ingur Fischers fórnar manni í þeirri von að vinna drottningu fyrir. Fischer sér ögn lengra: við 21. — exd3 væri svar- ið 22. f6 og mátar. Robert Fischer Purevsjan Bandaríkin 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 Mongólía 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 0-0 9. Bc4 Rd7 10. 0-0-0 Rb6

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.