Samtíðin - 01.12.1962, Side 26

Samtíðin - 01.12.1962, Side 26
18 SAMTÍÐIN áður en samning hennar hefst. Hins vegar kveðst hann vita ógerla, livernig atburðarásin kann að verða, fyrr en jafnóðum og hann skrifar. Hún streymir fram og hlítir eigin lögmálum eins og lífið sjálft. Vinnuhrögð Simenons eru raunsæ og markviss. Hann byggir á traustum grunni. í því sambandi liæfir að nefna, að á unga aldri var liann hlaðamaður heima í Belgíu og skrifaði sakamálafrétt- ir. Þau kynni, sem hann öðlaðist við það af afbrotum fólks, liafa komið honurn að góðu haldi við sagnagerðina. Auk þess fylgist liann enn nákvæmlega með vinnubrögðum lögreglunnar og hlustar að jafnaði á tilkynningar hennar í stutt- bylgju-útvarpstæki sínu. EN ÞESSI afbrotasagnahöfundur heimsins nr. 1 í dag vill alls ekki láta nefna sig slíku nafni. Hann hefur að vísu sætt sig prýðilega við að verða marg- milljónari af glæpasagnagerð, en hann reiðist, ef hann er orðaður við samningu þess háttar rita! „Bækur mínar eru ekki leynilögreglu- sögur,“ segir hann, „heldur byggjast þær á sálfræðilegum athugunum. Ég spyr aldrei: Hver myrti?“ Hins vegar spyr ég: Hvers vegna gerðist maðurinn morð- ingi?“ Georges Simenon dreymir stórveldis- drauma í ríki andans. Hann vill verða eins konar Balzac samtíðar sinnar, vill skapa raunhæfa heimsmynd i ríki skáld- sagnanna. Þegar hann skrifar um af- brotamenn, setur hann sig nákvæmlega í spor þeirra, gerist meðsekur þeim, ef svo mætti segja, en áfellist þá ekki. Gagnrýnendur telja, að beztu sögur Simenons séu Óhreinn snjór og Sjálfs- morðingjar. Sjálfur kveðst liann vona, að sagan Frændi hefur lokað sig inni, frá 1942, muni verða talin sígilt rit, er tím- ar líða. Simenon ráðleggur ungum rithöfund- um að lesa gaumgæfilega verlc liöfuð- skálda, en auk þess allt, sem þeir kom- ast yfir — og gleyma því síðan. Svo eiga þeir að setjast við og skrifa, skrifa, skrifa! Það er eina leiðin að hinu mikla marki sérhvers meiri háttar höfundar, segir hann. Ný bókmenntaverðlaun ÞAU heita Formentor-verðlaunin (Prix Formentor) og Iiafa vakið mikla athygli meðal bókmenntaþjóða. Nafnið draga þau af J)vi, að lil þeirra var stofn- að á Formentor-tanganum á Mallorca fyrir röskum tveim árum. Stofnendurnir voru 6 alkunn bókaforlög: Seix-Barral á Spáni, Einaudi á Italíu, Gallimard í Frakklandi, Grove Press í Bandaríkjun- um, Rohwolt í Þýzkalandi og Weiden- feld & Nicolson á Englandi. Á fundi í fyrra hættust þessi 7 útgáfu- fyrirtæki i hópinn: Arcadia í Portúgal, Bonniers í Svíþjóð, Gyldendal í Dan- mörku, Gyldendal í Noregi, McClelland <£ Stewart í Kanada, Meulenhoff í Hol- landi og Otava í Finnlandi (ísland vant- aði í hina norrænu lest). Verðlaunin eru 10.000 dollarar (= um 430.000 ísl. kr., þegar þetta er ritað), og eru þau veitl árlega fyrir nýja skáld- sögu, sem ekki hefur áður verið prentuð. Þau voru fyrst veitt í fyrra spænskum höfundi, Juan García Hortelano fyrir skáldsögu, sem nú verður þýdd á 13 mál og gefin út af fyrrnefndum forlög- um. I fyrra stofnuðu sömu forlög önnur bókmenntaverðlaun, sem heita Alþjóða- verðlaun útgefenda (Prix International des Éditeurs). Þau nema einnig 10.000

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.