Samtíðin - 01.12.1962, Page 31

Samtíðin - 01.12.1962, Page 31
SAMTÍÐIN 23 hluta ársins og svipuð að útliti, unz hængurinn gerist „rauðkóngur“, þ. e. fer í biðilsbúninginn. Einkennilegt er það, að í litlu fiska- húri með mörgum hængum skrýðist að- eins einn hængurinn í litaljóma, og ger- Jst það á fáum klukkustundum. Hann er foringinn og heldur hinum í skefjum af töluverðri hörku. En ef hann er tekinn burt, skrýðisl brátt annar biðilshúningi og gerist foringi í staðinn. Gefið gaum að hornsílinu. Það er ekki allt, þar sem það í fljótu bragði er séð! « ÁRNI M. jdnssdn: SPAÐI ^ bridge tígull ^ LAUF 128. tjrein I SÍÐASTA þætti sáuð þið spil úr sein- Ustu heimsmeistarakeppni. Spilið er úr leik Argentínu og Bandaríkjanna. Spilið er þannig: Báðir í hættu. Suður gefur: ♦ G-8-7 ¥ 10-9-7-2 4 G-10-7-4 * 10-6 4 K-9-3 V Á-8-5 4 Á-8-6 4. Á-9-8-4 IM V \ s 4 D-5 4 Á-10-6-4-2 V 4-3 4 K-9-3 4 D-7-3 V K-D-G-6 4 D-5-2 4 K-G-5-2 Lokasögnin var sú sama á báðum borðum, 3 grönd, og á báðum borðum var útspilið sp. 4, sem tekið var á drottn- higu í borði. Sagnhafi sér strax átta slagi, þ. e. a. s. einn á spaða, fjóra á lijarla, einn á tígul og tvo á lauf. Sagnliafi þarf hér að skapa sér ni- unda slaginn, áður en andstæðingarnir fá 5 slagi. Sagnliafi verður því að spila lauf-litnum þannig, að sem minnstar líkur séu fjuir því, að Vestur komist inn. Báðir sagnhafar sáu auðvitað strax, að skapa varð níunda slaginn á lauf og að það var hættuminnst. En þá er bara eftir að finna réttustu aðferð- ina. Báðir spiluðu út lauf-2, sem lieppn- aðist hjá öðrum, þar sem Vestur lét ekki tíuna á. Hann gat því svínað áttunni, og þar með var hann úr hættu. Rétta að- ferðin er að spila út lauf-kóng og siðan lauf-gosa og svína honum, ef drottning- in kemur ekki í. Með þvi að spila litinn þannig, vinnst spilið, enda þótt skiptingin sé 4—1, ef tían eða drottningin er einspil. Ef skipt- ingin er 3—2, vinnst spilið einnig, nema Vestur eigi D-10-x, en þá er einnig jafn þýðingarlaust að spila lauf-2. Ef lauf-D. kemur frá Vestri, þegar lauf-gosa er spilað og sagnhafi telur sennilegt, að Vestur eigi einnig tíuna, þá getur hann spilað lágum tígli frá hendinni, og vinnur hann þá spilið, ef Austur á tígul-kóng. Á umferðarskilti hjá skóla eimim stóð: S k ó l i. Aki ð v a r I e g a, s v o að J) i ð d r e p i ð e kki nemendurna. Einhver hafði bætt Jjessum orðum neð- an við: B í ð i ð h e I d u r, þ ang a ð t i l kennararnir k o m a. Okrarinn: „Mér finnst mér bara ekk- ert skána. Ætti ég kannski að flytjast í lieitara loftslag?" Læknir hans: „Það er nú einmitt það, sem ég er að reyna að koma í veg fyrir, að þú verðir að gera.“

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.