Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 2010 23 sport@frettabladid.is HANDBOLTI Fram undan er úrslita- keppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik sem haldin verð- ur í Austurríki í lok mánaðarins. Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari hefur verið búsettur í Danmörku síðan í sumar þar sem hann hefur þjálfað úrvalsdeildarlið GOG. En þó svo að hann hafi staðið í ströngu með liðinu í haust hefur hann varið miklum tíma í undir- búning landsliðsins fyrir EM. „Það má segja að nánast allur minn frítími og allar helgar fari í að sinna rannsóknarvinnu fyrir landsliðið. Ég er stanslaust að horfa á handbolta og velta fyrir mér hinu og þessu,“ segir Guð- mundur í samtali við Fréttablað- ið. „Ég hef til að mynda farið yfir alla leiki okkar á Ólympíuleikun- um sem og í undankeppninni fyrir EM og skrifað hjá mér hin ýmsu atriði. Ég hef einnig verið að skoða andstæðinga okkar í riðlakeppn- inni í Linz og mynda mér skoðun á því hvernig við ætlum að spila, með hvaða leikmönnum, hvern- ig vörn við ætlum að spila og þar fram eftir götunum. Þetta er því nokkuð langur ferill og mikil rann- sóknarvinna á bak við þetta.“ Hann segir að hann sé sífellt að mynda sér skoðun á öllu því sem viðkemur leikstíl landsliðsins. „Ég hef til dæmis skoðað hvernig við vorum að spila á Ólympíuleikunum og punktað niður það sem vel var gert, því sem ég vil breyta, því sem ég vil passa að gerist alls ekki og það sem var í lagi. Það eru miklar pælingar í gangi og þessi vinna er sérstaklega mikilvæg þegar tekið tillit er þess hve lítinn tíma við fáum til undirbúnings með leik- mönnum,“ bætir hann við. Leikmenn koma saman hér á landi skömmu eftir áramót og 19. janúar hefst keppnin svo í Linz í Austurríki. Andstæðingar Íslands í riðlakeppninni verða Serbía (19. janúar), Austurríki (21. janúar) og Danmörk (23. janúar). Aðeins eitt lið kemst ekki áfram í milliriðla og komist Ísland áfram taka við þrír leikir í milliriðlakeppninni í Vín- arborg. Guðmundur hefur verið og mun áfram sanka að sér myndefni af mótherjum Íslands. „Þá koma þeir Óskar Bjarni [Óskarsson] og Gunnar [Magnússon] inn í þetta með mér og hjálpa mér við að leik- greina andstæðinginn.“ Sautján leikmenn hafa verið valdir í íslenska landsliðið og þó svo að fáeinir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða samanstendur liðið af flestum okkar bestu hand- boltamanna í dag – þar af þrettán af þeim fjórtán sem unnu silfrið fræga í Peking. Guðmundur vill þó lítið segja um sínar tilfinning- ar fyrir mótið í Austurríki. „Það er í raun ekki fyrr en ég er búinn að sjá leikmenn á gólf- inu og við búnir að æfa eitthvað saman að ég get metið hver stað- an er á liðinu. Langflestir okkar leikmanna hafa verið að spila stór hlutverk með sínum liðum en það segir þó ekki alla söguna. Það er undir leikmönnum sjálfum komið að skila sér í sem bestu standi og er landsliðsþjálfarinn algerlega háður því. Því var öðruvísi hátt- að fyrir Ólympíuleikana þar sem við höfðum mikinn tíma til und- irbúnings og ég gat brugðist við þeim vandamálum sem komu upp. Nú get ég lítið gert ef einhverjar brotalamir eru á liðinu.“ En hann neitar því ekki að ástand leikmanna í hópnum er nokkuð gott. „Ég held að við getum verið nokkuð sáttir. Það er jú allt- af þannig að sumir eru að stíga upp úr meiðslum og aðrir enn að glíma við einhver smámeiðsli. Það er ekki hjá því komist.“ Ísland mun alls leika fimm æfingaleiki áður en átökin hefj- ast í Austurríki en þá verður rúmt hálft ár liðið frá síðasta landsleik. Liðið kom þó saman í lok október og æfði saman og segir Guðmund- ur að það hafi gert mönnum gott. „Ég tel að það hafi hentað okkur mun betur að æfa en að spila ein- hverja æfingaleiki. Við fengum miklu meira úr æfingunum.“ eirikur@frettabladid.is Nánast allur frítími fer í landsliðið Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur ekki setið auðum höndum undanfarna mánuði enda unn- ið að undirbúningi landsliðsins fyrir EM í Austurríki samhliða þjálfun úrvalsdeildarliðs GOG í Danmörku. LÍFLEGUR Á HLIÐARLÍNUNNI Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Arnór Atlason kórónaði mjög góðan bikarúrslitaleik sinn um helgina með því að tryggja FCK danska bikarmeistaratitilinn með sínu sjö- unda marki í leiknum. Arnór fór síðan strax til Íslands og var mættur á fyrstu landsliðsæfingu í gær. „Þetta var flottur leikur, fullt hús og virkilega gaman. Kvennaliðið var líka í úrslitum og spilaði á undan okkur. Þær urðu líka bikar- meistarar í fyrsta skipti,“ sagði Arnór. „Það voru tvær mínútur eftir af leiknum þegar ég skoraði sigurmarkið. Bæði lið fengu sóknir eftir það. Ég fattaði það ekki fyrr en einhvern tímann seinna að ég hafði skorað sigurmarkið því það var svo langt eftir af leiknum,“ sagði Arnór í léttum tón. Arnór hefur verið í áhættuhópi fyrir Evrópumótið í Austurríki enda að berjast við hnémeiðsli. „Ég hef bara verið að spila sókn í vetur með FCK og get ekki ennþá spilað heilan leik því það er fullmikið fyrir hnéð á mér að spila heilan leik í sókn og vörn,“ sagði Arnór en það hefur gengið vel hjá FCK í vetur. „Við erum í 2. sæti, fimm stigum á eftir Bjerringbro/Silkeborg sem við unnum í úrslitaleiknum. Við töpuðum fyrir þeim á heimavelli í síðasta leik fyrir jól og það var svolítið áfall fyrir okkur. Þetta var því ennþá sætari sigur að vinna bikarinn því þetta snýst um að vinna titlana,“ segir Arnór sem var að vinna sinn annan stóra titil í Dan- mörku en hann varð einnig Danmerkurmeistari með FCK 2008. Arnór fékk litla hvíld eftir úrslitaleikinn því hann fór strax til móts við íslenska landsliðið sem hóf í gær undirbúning sinn fyrir EM. „Við æfum stíft, tvisvar á dag í tvo tíma og það verður allt gert til þess að allt verði á hreinu. Ég veit bara það að ég þarf að passa mig. Ég þekki hnéð á mér það vel að ég veit hvenær ég þarf að halda aftur af mér. Guðmundur veit það líka,“ segir Arnór ákveðinn. „Ég er alveg ákveðinn í að láta reyna almennilega á þetta og gera allt til þess að vera með. Þá þarf ég samt að vera skynsamur á einhverjum tímapunkti á þessum tveimur vikum. Ég krossa fingur og vona að þetta haldi en veit að ég þarf að vera skynsamur,“ segir Arnór og bætir við í meira gríni en alvöru: „Ég verð að pakka mér inn í bómull fram að EM,“ segir þessi snjalli leikmaður. ARNÓR ATLASON: TRYGGÐI FC KAUPMANNAHÖFN DANSKA BIKARMEISTARATITILINN UM HELGINA Verð að pakka mér inn í bómull fram að EM ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Íþróttamað- ur ársins 2009 verður valinn í kvöld á Grand Hótel Reykjavík og er þetta í 54. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja þann íþróttamann sem hefur skarað fram úr á árinu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþrótta- manna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Kjörinu verður lýst í kvöld klukkan 19.40 í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Áður en kjöri íþróttamanns ársins verður lýst mun ÍSÍ afhenda viðurkenningar til þeirra íþróttakarla og -kvenna hjá sérsamböndum sínum sem þótt hafa skarað fram úr á árinu 2009. Þetta verður í fimmtánda sinn sem Samtök íþróttafrétta- manna og ÍSÍ standa að sameig- inlegri hátíð sem nær hápunkti þegar Íþróttamaður ársins 2009 verður útnefndur. Á aðfangadag var gefið út hvaða tíu íþróttamenn urðu efstir í kjörinu. Íþróttamaður ársins 2008, Ólafur Stefánsson, er einn af þremur á topp tíu listanum sem hafa verið kosnir Íþrótta- maður ársins en Ólafur getur í kvöld orðið aðeins annar mað- urinn í sögu kjörsins til þess að verða Íþróttamaður ársins í fjórða sinn. Hinir tveir á topp tíu listan- um sem hafa verið kosnir Íþrótta- menn ársins eru knattspyrnumað- urinn Eiður Smári Guðjohnsen (2004 og 2005) og handboltamað- urinn Guðjón Valur Sigurðsson (2007). Aðrir sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2009 eru Björgvin Páll Gústavsson (handbolti), Helena Sverrisdóttir (körfubolti), Helga Margrét Þor- steinsdóttir (frjálsar íþróttir), Hólmfríður Magnúsdóttir (knatt- spyrna), Jakob Jóhann Sveins- son (sund), Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) og Þóra Björg Helga- dóttir (knattspyrna). - óój Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 54. skipti á Grand Hótel Reykjavík í kvöld: Þrír af tíu hafa fengið titilinn áður ÓLAFUR MEÐ BIKARINN Ólafur Stefánsson í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Gunnar Sverrisson tók í gær við þjálfun Iceland Express-deildarliðs félagsins af Jóni Arnari Ingvarssyni sem hætti með liðið fyrir áramót. „Ég er yfirþjálfari yngri flokka og er sjálfur með þrjá flokka þannig að það var annað athug- að fyrst. Það gekk síðan ekki upp og það var áhugi hjá mönnum að plata mig í þetta sérstaklega þar sem það er gott og gaman að hafa ÍR-ing,“ segir Gunnar. „Þegar ÍR á hluti þá er erfitt að segja nei,“ bætti Gunnar við en hann hefur tvisvar verið aðstoðarþjálfari hjá ÍR (aðstoðaði John Rhodes 1994-96 og Jón Örn Guðmunds- son 2005-06) og þjálfaði síðan lið Þórs tímabilið 1997-98. „Ég er búinn að vera alltof lengi í þessu félagi og hugsa það vel um það að líta á þetta sem ein- hverja reddingu. Vonandi gengur það vel að þetta gæti gengið upp og orðið framhald á,“ segir Gunn- ar. - óój Gunnar Sverrisson þjálfar ÍR: Erfitt að segja nei við ÍR HJÁLPAR SÍNU FÉLAGI Gunnar Sverris- son er nýr þjálfari ÍR-liðsins. > Engin venjuleg vika hjá Helenu Helena Sverrisdóttir hafði greinilega gott af Íslandsheim- sókninni um jólin því hún hefur farið á kostum í síðustu tveimur leikjum TCU í bandaríska háskólaboltanum. Helena var líka kosin leikmaður vikunnar í Mountain West-deildinni í gærkvöldi eftir að hafa verið með 21,5 stig, 8,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í tveimur sigurleikjum á Houston (26 stig) og Texas A&M- Corpus Christi (17 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar). Helena endurskrifaði í seinni leiknum sögu kvennaliðs TCU með því að verða fyrsta konan til þess að ná 1.000 stigum, 500 fráköstum og 300 stoðsendingum á ferli sínum í skólanum. Helena á enn eftir eitt og hálft ár í skólanum og getur því bætt vel við þessar tölur. HANDBOLTI Sunneva Einarsdóttir gleymir örugglega ekki tvítugs- afmælisdeginum sínum í bráð því varamarkvörður toppliðs Vals- manna í N1 deild kvenna varð fyrir því að ökklabrotna á æfingu á sunnudaginn. „Þetta er svakalegt. Þetta er annar sjúkrabíllinn sem við fáum á æfingu í vetur,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. „Hún var að teygja sig eftir bolta og fór svona illa. Það var engin nálægt henni. Liðböndin eru slit- in og stærra leggbeinið er brot- ið,“ sagði Stefán en Sunneva fór í aðgerð í gær. Sunneva hefur verið varamark- vörður Valsliðsins á tímabilinu en stóð sig mjög vel þegar hún fékk tækifærið í forföllum Berglinar Írisar Hansdóttur í undanúrslit- um deildarbikarsins. -óój Sunneva Einarsdóttir hjá Val: Ökklabrotnaði á afmælisdaginn EFNILEGUR MARKVÖRÐUR Sunneva Einarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.