Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 2
2 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Ágúst, heldur þú að hann sé með lausa skrúfu? „Mjög líklega – nema þær séu allar forskrúfaðar.“ Ráðist var á Ágúst Fylkisson bílstjóra á nýársnótt og honum veitt stungusár með ydduðu skrúfjárni. Árásarmaðurinn var fluttur brott af lögreglu. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Hrogn og Lifur Glæný Línuýsa úr Jökuldýpi HROGN OG LIFUR Glæný Línuýsa úr Jökuldýpi LÖGREGLUMÁL Innbrotsþjófar létu greipar sópa á höfuðborgarsvæð- inu að meðaltali átta sinnum á dag allt síðasta ár. Hegningarlagabrotum fjölg- aði um átta prósent milli áranna 2008 og 2009. Þar vógu þjófnaðir þungt því þeim fjölgaði um sautján prósent milli ára. Þá náðist mikið magn af fíkniefnum á árinu. Þetta kemur fram í bráða- birgðatölum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um afbrot í umdæminu árið 2009. „Við hefðum viljað sjá fækkun í hegningarlagabrotunum í heild sinni,“ segir Stefán Eiríksson lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins. „Það gekk ekki eftir og ástæðan liggur mjög skýr fyrir í tölunum, sem er fjölgun auðgunarbrota.“ Stefán segir lögregluna hafa náð betri tökum á þessum vanda miðað við tölur þar yfir á síðari hluta ársins. Viðbrögðin hafi fal- ist í því að hafa betra eftirlit með virkum brotamönnum og setja niður áætlun um að koma þeim úr umferð eins fljótt og auðið væri. Þá hafi erlend þjófagengi verið upprætt, sem hafi strax haft áhrif á þessu sviði. Loks hafi efling lög- reglustöðvanna, fjölgun lögreglu- manna og rannsakenda á þeim haft sitt að segja til að ná tölun- um niður. „Við ætlum að halda áfram á þessari leið, alveg einbeittir,“ segir Stefán . Í bráðabirgðatölunum kemur enn fremur fram, að gríðarlegt magn fíkniefna var tekið á árinu eða hátt á fjórða tug kílóa. „Menn hafa sett sér mjög skýr og afgerandi markmið og vinna einbeittir að því að upplýsa sem flest mál. Það skiptir mjög miklu máli að lögreglan geri allt hvað hún getur til þess að halda fram- boði af fíkniefnum í lágmarki, því það hefur mikil áhrif til að draga úr nýliðun í hópi fíkniefnaneyt- enda.“ Ofbeldisbrotum fækkaði um fjórtán prósent á milli ára. Kyn- ferðisbrotum fækkaði verulega eða um fjórðung. Þar má nefna mikla fækkun í brotum er varða vörslu barnakláms. „Lögreglan er mjög öflug í rannsóknum þessara mála,“ segir Stefán. „Menn skilja alltaf eftir sig einhverja slóð í tölvubúnaði sem kemur lögreglu á sporið.“ Umferðarslysum fækkaði mikið milli ára eða um rúm þrjátíu pró- sent. „Við erum mjög stoltir af þessu, það er mjög góður árangur,“ bend- ir Stefán á. „Eftirlit lögreglu, sýnileiki hennar á lykilstöðum á lykiltímum á þarna sinn þátt, auk góðrar samvinnu við sveitarfélög og aðra sem um umferðaröryggi fjalla.“ jss@frettabladid.is SÝNISHORN Þýfi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók á síðasta ári, eftir að erlend þjófagengi höfðu verið upprætt. Átta innbrot hvern einasta dag í fyrra Að meðaltali var brotist inn átta sinnum á dag á höfuðborgarsvæðinu árið 2009. Ofbeldisbrotum fækkaði um fjórtán prósent á milli ára og kynferðisbrotum fækkaði um fjórðung. Þá náði lögregla miklu magni fíkniefna á nýliðnu ári. JEMEN, AP Tveir grunaðir hryðju- verkamenn féllu í átökum við öryggissveitir í Jemen í gær, dag- inn eftir að Bandaríkin og Bret- land lokuðu sendiráðum sínum í landinu vegna hættu á hryðju- verkum. Í gær var einnig tilkynnt að sendiráð Frakklands í landinu verði lokað um óákveðinn tíma. Bandaríkin telja sig hafa vís- bendingar um að hryðjuverka- menn tengdir Al Kaída ætli að gera árás í höfuðborginni Sana, hugsanlega á sendiráð Bandaríkj- anna. - gb Hryðjuverkamenn í Jemen: Tveir herskáir féllu í átökum FORSETAMYNDIR Myndir af Ali Abdulla, forseta Jemens, eru til sölu á götum höfuðborgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Vitnum í mansalsmálinu á Suðurnesj- um er talin stafa veruleg hætta af fimm karlmönn- um sem sitja inni vegna málsins, að því er fram kemur í kröfu ríkissaksóknara yfir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir þeim. Ríkissaksóknari vísar til hættumats greiningadeildar Ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að mennirnir fimm, allir lit- háískir, skuli sæta gæsluvarðhaldi til 26. janúar. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mansal gagnvart nítj- án ára litháískri stúlku. Þá eru sumir úr hópnum ákærðir fyrir hylmingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Mennirnir hafa allir setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins frá 14. október. Málið sé mjög umfangsmikið og hafi rannsókn þess teygt anga sína víða. Fyrir liggi rökstuddur grunur um að þeir tengist allir glæpasamtökum í Litháen, en þeir séu ríkisborgarar þar í landi. Þá sé vísað til þess að mennirnir séu erlendir rík- isborgarar og hætta þyki vera á því að þeir muni reyna að komast úr landi eða leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málssókn. - jss HÆSTIRÉTTUR Mennirnir skulu sæta áfram gæsluvarðhaldi til 26. janúar. Hæstiréttur framlengir gæsluvarðhald yfir fimm litháískum karlmönnum: Vitnum talin stafa veruleg hætta af mansalsmönnum LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fimm- tugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa verið úrskurðuð í gæslu- varðhald til 8. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Fólkið er grunað um aðild að innflutningi á rúmlega 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Bandaríkjunum. Maðurinn er erlendur ríkisborgari en konan er íslensk. Þau hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. - jss Maður og kona handtekin: Kókaínpar í gæsluvarðhaldi Gefur kost á sér í prófkjöri Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður á RÚV, ætlar að gefa kost á sér í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann telur þörf á endur- nýjun og ein forsenda þess sé að fleiri gefi sig fram til pólitískra starfa. Prófkjörið fer fram 30. janúar. SVEITASTJÓRNARMÁL HEILSA Allt að tuttugu manna hópur hundaeigenda geng- ur vikulega á fjöll í nágrenni Reykjavíkur eða fer aðrar skemmtilegar gönguleiðir nálægt höfuðborginni. Með í för eru hundar af öllum stærðum og gerðum, allt frá chihuahua til rottweiler sem hlaupa frjálsir með og njóta samvista við aðra hunda. „Við tökum þó tillit til annars útivistarfólks, víkjum úr vegi með hundana og leyfum fólki að labba fram hjá,“ segir Hallgerð- ur Kata Óðinsdóttir sem fer fyrir hópnum. Annars segir hún fólk almennt hafa gaman af þessum fríða hópi hunda og fólks. - sg / sjá Heilsu í miðju blaðsins Útivist hundaeigenda: Hundar og fólk í gönguferðum Á GÖNGU Í hundahópnum eru fjöl- breyttar hundategundir. MYND/GKJ VIÐSKIPTI Viðskiptavinir Lands- bankans sem eru með húsnæðis- lán hjá bankanum geta sótt um að fá felldar niður skuldir umfram 110 prósent af markaðsvirði eigna sinna með nýjum úrræðum fyrir skuldara sem kynnt voru í gær. Bankinn mun fá fasteignasala til að meta markaðsvirði húsnæðis þeirra viðskiptavina sem óska eftir niðurfellingu. Skuldir umfram 110 prósent af verði eignanna verða felldar niður. Í tilkynningu frá Landsbankan- um segir að þessi leið henti þeim sem séu með hátt veðhlutfall á eign sinni og þurfi að lækka greiðslu- byrði lánsins. Þeir viðskiptavinir sem eru með lán í erlendri mynt geta ein- ungis nýtt sér þetta úrræði ef þeir samþykkja að breyta lánunum í verðtryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Kjörin á lánunum verða sam- bærileg þeim sem bjóðast á hefð- bundnum íbúðarlánum bankans. Vextir verðtryggðra húsnæðislána hjá bankanum eru nú 1,8 prósent, en óverðtryggð lán í íslenskum krónum bera 8,5 prósenta vexti. Í tilkynningu Landsbankans segir að niðurfelling lána langt yfir markaðsvirði íbúða bætist við önnur úrræði sem skuldurum standi til boða. Það sé mat bankans að með þeim úrræðum sem í boði séu geti þorri viðskiptavina lækk- að greiðslubyrði lána sinna. - bj Landsbankinn kynnir úrræði fyrir fólk með húsnæðislán hjá bankanum: Lán færð í 110% af virði eigna ÚRRÆÐI Stjórnendur Landsbankans telja þau úrræði sem nú séu fram komin duga fyrir þorra viðskiptavina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Átján ára piltur sem situr í gæsluvarðhaldi á Spáni eftir að hafa verið tekinn með um fimmtán kíló af kókaíni, hefur margoft komist í kast við lögin hér á landi, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Pilturinn, sem heitir Einar Örn Arason, var handtekinn ásamt kærustu sinni á Barajas-flugvell- inum í Madríd 16. desember við komuna frá Perú. Fyrir skömmu var Einar ákærður hér á landi fyrir 43 afbrot sem öll voru framin á innan við einu ári. Hann er meðal annars sakaður um þjófnað og líkamsárás. - bl Handtekin með fíkniefni: Með fimmtán kíló í Madríd SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.