Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 46
30 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. löngun, 6. hola, 8. arinn, 9. flan, 11. á fæti, 12. veiðarfæri, 14. ein- kennis, 16. frá, 17. kjaftur, 18. festing, 20. guð, 21. gegna. LÓÐRÉTT 1. grobb, 3. þys, 4. temprari, 5. tæki, 7. olíuvaxefni, 10. soðningur, 13. háttur, 15. sníkjur, 16. fæða, 19. fyrirtæki. LAUSN LÁRÉTT: 2. lyst, 6. op, 8. stó, 9. ras, 11. il, 12. troll, 14. aðals, 16. af, 17. gin, 18. lím, 20. ra, 21. ansa. LÓÐRÉTT: 1. gort, 3. ys, 4. stillir, 5. tól, 7. parafín, 10. soð, 13. lag, 15. snap, 16. ala, 19. ms. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Kurt Westergaard. 2 Drekasvæðið. 3 Braggi sem áður hýsti Sölu varnar- liðseigna á Keflavíkurflugvelli. „Ég fattaði ekki hversu vel ég náði honum fyrr en ég sá prufu- efni. Þá brá mér allsvakalega!“ segir Hannes Óli Ágústsson, sem fór á kostum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Skaupinu. Sjálfur sagði Sigmundur Davíð í viðtali að það væri skrítið að feit- asti leikarinn léki hann alltaf. „Ég veit alveg að ég er smá í holdum, en hann er greinilega í einhverri afneitun,“ segir Hann- es Óli og hlær. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskólans síðasta vor og segist vera búinn að „snapa djobb“ síðan, leikur meðal annars ökukennarann í Bjarnfreðarsyni. Auk Hannesar Óla kom Sævar Sigurgeirsson vel út úr Skaup- inu í hlutverki Sigmundar Ernis. „Þegar ég sá hann fyrst á sett- inu hélt ég að þetta væri í alvöru Sigmundur Ernir og fannst snið- ugt hjá leikstjóranum að fá hann sjálfan til að leika!“ segir Hannes Óli. Sævar segir að mörgum hafi fundist hann dæmalaust líkur Sig- mundi Erni. „Ég er einn af höf- undum skaupsins og við vorum að skrifa það þegar mál Sigmundar stóð sem hæst. Svo var ég á fundi út af vinnunni minni [Sævar vinnur á auglýsingastofu] og sest á móti virðulegum forstjóra úti í bæ. Sá segir: „Heyrðu, ert þú eitthvað skyldur Sigmundi Erni? þú ert svo líkur honum!“ Ég var eitthvað að grínast með þetta við Gunnar leikstjóra daginn eftir, að ég væri bara kominn með hlutverk – og svo gekk það bara eftir!“ Sævar er ekki menntaður leik- ari en hefur verið viðloðandi leik- listina frá níu ára aldri, mikið með leikhópnum Hugleiki. Hann er að auki einn af Ljótu hálfvit- unum. Hann segir Sigmund Erni sjálfan ekkert hafa tjáð sig um eftirhermuna við sig en það mun- aði oft mjóu að „Sigmundarnir“ mættust á tökustað. „Við vorum að taka upp á Austurvelli þegar hann gengur nánast inn í sen- una,“ segir Sævar. „Allt tökulið- ið lá í kasti, en ég sem geng með gleraugu dags daglega tók ekki eftir neinu. Aðeins seinna var ég í rútunni nýkominn í gervið og þá labbaði hann fram hjá. Ég gat náttúrlega ekkert annað gert en að henda mér ofan í sætið.“ - drg HANNES ÓLI: SIGMUNDUR DAVÍÐ ER Í AFNEITUN Sigmundur Ernir var leikinn af Ljótum hálfvita STJÖRNUR SKAUPSINS Hannes Óli Ágústsson og Sævar Sigurgeirsson eða Sigmundur Davíð og Sigmundur Ernir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég sjálfur gerði mér vonir um að miðað við kynn- ingu og hversu vel fólk þekkti til þessara persóna að myndin myndi ná svona í kringum fimmtíu þúsund áhorfendum. En það er alveg ljóst að hún á eftir gera gott betur en það miðað við þessar aðsóknartölur,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson. Á átta sýning- ardögum hafa rúmlega 39 þúsund séð myndina sem byggir að hluta til á Vaktar-seríunum þremur. Fleiri hafa séð myndina en hinar þrjár myndirn- ar sem Ragnar hefur leikstýrt og ratað hafa í bíó, þær Fíaskó, Börn og Foreldrar. Níu þúsund sáu Fíaskó á sínum tíma og 21 þúsund sáu tvíleikinn Börn og Foreldra. Ragnar segist ekki hafa neina skoðun á því hvort Bjarnfreðarson muni skáka aðsóknarmeti Mýrarinnar en það tók Erlend og félaga tíu daga að ná fjörutíu þúsund gestum. Ragnar horfir fyrst og fremst til þeirrar staðreyndar að Bjarnfreð- arson sé sennilega eina myndin í heiminum sem skáki Hollywood-stórmyndinni Avatar í sínu heimalandi. „Ég hef verið að lesa erlenda fréttamiðla og sé þar að Avatar er komin í fjórða sætið yfir mest sóttu myndir allra tíma. Og það, að lítil mynd frá Íslandi skuli skjóta henni ref fyrir rass, finnst mér eigin- lega bara merkilegt,“ segir Ragnar og viðurkennir að þessi mikla aðsókn komi honum eilítið á óvart. -fgg GULLKÁLFAR Ragnar Bragason og Georg Bjarn- freðarson trekkja duglega að í kvikmyndahúsum landsmanna um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það er óhætt að segja að veðmálið hafi vakið mikla athygli. Um hundrað manns tóku þátt á tveimur dögum,“ segir Lárus Páll Ólafsson, sem sér um markaðsmál fyrir Betsson-vefspilavítið á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, liggur nú undir feldi á Bessastöðum og íhugar hvort hann eigi að skrifa undir ný lög um Icesave. Lögin voru samþykkt á Alþingi á miðvikudag í síðustu viku. Á laugardaginn hóf Bets- son að bjóða upp á veðmál sem lauk á hádegi í gær. Veðmálið snérist um hvort Ólafur myndi skrifa undir eða ekki. Stuðlarn- ir voru 1.55 á já og 2.45 á nei. Um hundrað manns tóku þátt og rúm 62 pró- sent töldu að Ólafur myndi skrifa undir. „Vanalega eru ekki sett hámark á veðmál en í þetta skipti var ákveð- ið að setja þak á veðmálið,“ segir Lárus, en hámarksupp- hæð var 50 evrur, eða um 9.000 krónur. Ef þeim sem eru bjartsýnir á að Ólafur skrifi undir verður að ósk sinni fá þeir rúmar 13.000 krónur í vasann. Þeir sem veðja á að Ólafur synji lögunum fá öllu meira fyrir sinn snúð ef þeir vinna veðmálið, eða um 22.000 krónur. Lárus segir að Betsson stefni á að bjóða upp á fleiri veðmál af þessu tagi á árinu. Til dæmis er stefnt á að opna fyrir veð- mál um úrslit Söngva- keppni Sjónvarpsins og nokkurra kjördæma í væntanlegum sveitar- stjórnarkosningum. - afb Fleiri veðja á að Ólafur skrifi undir VEÐJAÐ Á FORSETA Um 100 Íslendingar hafa veðjað á hvort Ólafur skrifi eða skrifi ekki undir nýju Icesave-lögin. Jörundur Ragnarsson er einn vinsælasti leikari landsins um þessar mundir, en hann leikur hinn bælda Daníel í vakta- seríunni víðfrægu. Fangavaktinni var gríðarlega vel tekið og nú virðist loka- hnykkurinn, kvikmyndin Bjarnfreðarson, ætla að slá öll met. Það er skammt stórra högga á milli hjá Jörundi, en kapp- inn trúlofaðist kærustunni sinni, leikkonunni Dóru Jóhannsdóttur á dögunum, og fara þau inn í nýja árið með hring á fingri. Og ástin blómstrar víðar. Nú berast einnig fréttir af því að söngkonan Rebekka Kol- beinsdóttir, sem sló í gegn með hljómsveitinni Merzedes Club og lenti í öðru sæti undankeppni Eurovision árið 2008, sé einnig búin að trúlofa sig. Sá heppni heitir Magnús Haraldsson og er söngvari hljómsveitarinnar The End, en þau eru búin að vera par um nokkurt skeið. The Screening Room, kvikmynda- þáttur bandarísku fréttastöðvarinn- ar CNN, var með ítarlega umfjöllun um íslenska kvikmyndagerð á Þorláksmessu. Innslagið var nokkuð langt og ræddi fréttamað- urinn Neil Curry við helstu forkólfa íslenskrar kvikmyndagerðar: Friðrik Þór, Ingvar Þórðarson og Baltasar Kormák auk Laufeyjar Guðjóns- dóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Skautað var yfir sviðið í þættinum og stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar velt upp í ljósi efnahags- ástandsins. - afb, fgg FÓLK Í FRÉTTUM Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... „Pylsuvagninn á Selfossi er með besta skyndibitann. Ég fæ mér oftast hamborgara með öllu þegar ég fer þangað.“ Kolbrún Eva Viktorsdóttir, söngkona og Eurovision-þátttakandi. Georg skákar Cameron aftur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.