Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 16
16 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þegar verslað er í Fjarðar-kaupum í Hafnarfirði verða oft óvæntir vinafundir, því að þar rekst maður ekki aðeins á vini og ættingja úr Firðinum, heldur einnig á fólk sem býr annars staðar og maður á hreint ekki von á að hitta þarna. Til dæmis konu sem býr á Seltjarn- arnesi en kveðst koma í hverri viku í þessa verslun til að kaupa inn, sem og kunningja sem eiga heima á Suðurnesjum, Reykja- vík og svo auðvitað fólk úr nágrannabæjunum, Garðabæ og Kópavogi. Framan af spurði ég þetta fólk, sem ég hafði kannski ekki séð í mörg ár, hvenær það hefði flutt til Hafnarfjarðar. Ég er löngu hætt því. En margir lýsa ánægju með verð, viðmót og vöruúrval í Fjarðarkaupum, sem og þægilegt andrúmsloft. Ein- hver sagði, að rúmgóðar sjálfs- afgreiðslubúðir nútímans væru ekki eins notalegar og kaup- maðurinn á horninu var á sínum tíma, en Fjarðarkaup kæmist næst því. Og nú hefur tímarit- ið Frjáls verslun valið eigendur þess menn ársins 2009. Sjálfstæðir feðgar Þó að ég hafi búið í Hafnarfirði í mörg ár, er ég ekki innfædd- ur Hafnfirðingur og kann ekki endilega góð skil á öllum sem það eru. Og þó að ég hafi heyrt talað um feðgana í Fjarðarkaup- um, vissi ég engin deili á þeim fyrr en ég sá myndina framan á Frjálsri verslun í vikunni. Dreg- in er upp skýr mynd af þessum mönnum, viðhorfum þeirra og persónuleika, með viðtölum við þá sjálfa og vini þeirra. Þetta er greinilega óvenjulegt fólk, um leið og það er ófeimið við að vera venjulegt, en það hefur ekki verið hátt skrifað á nýliðn- um árum. Nokkuð hefur verið ritað og rætt upp á síðkastið um skort á forystu og góðum fyrirmynd- um í öngþveitinu sem við erum stödd í. Kallað er eftir sterkum og heiðarlegum leiðtogum, og þá sérstaklega horft til stjórnmála- manna, en leiðsögn getur verið með ýmsum hætti. Fordæmi sem vekur traust og virðingu, getur glætt bjartsýni og framkvæmda- vilja hjá almenningi. Ég sé ekki betur en ferill þessara sjálf- stæðu feðga og viðhorf þeirra almennt séu slíkt fordæmi: Það eru engin undirmál. Þeir falla ekki í þá freistni að setja upp fleiri verslanir þrátt fyrir velgengni, þeir taka ekki freist- andi tilboðum um kaup á fyrir- tækinu, þeir kaupa ekki annað en þeir eiga fyrir, skulda ekki, sýna starfsfólki sínu virðingu og vináttu og starfa við hlið þess, hafa fjölmörg áhugamál en setja fjölskyldu sína ávallt í fyrsta sæti. Þeir eru ekki fjölmiðla- sæknir, þurfa ekki á því að halda að auglýsa sjálfa sig og sína. Er þetta ekki hressandi og uppörvandi á tímum sýndar- mennsku og tilgerðar? Er nokkuð betra en þora að vera maður sjálfur og hafa enga þörf fyrir að halda sýningu á því? Eru það ekki lífsgæði að hafa góða samvisku og spegla sig ekki í öðru fólki? Það held ég. Frelsi með ábyrgð Viðskiptalífið þarf að hafa svigrúm og frelsi til að dafna. Líka einstaklingar. Í pólitísk- um vopnaburði hefur þetta frelsi verið skilgreint sem mein. Frjálshyggjan hafi sýnt sitt rétta andlit. Frelsið getur aldrei verið mein, en það er ekki ókeypis. Fylgi því ekki ábyrgð heitir það eitthvað annað og ófínna. Þetta er rétt eins og í umferðinni. Okkur er frjálst að aka á bif- reiðum um allar götur og hvert á land sem er, en við verðum að virða umferðarreglur. Sá sem fer yfir á rauðu, missir þetta frelsi. Um sinn að minnsta kosti. Mér hefur lengi fundist athygl- isvert þegar rætt er um réttindi okkar á ýmsum sviðum, hversu lítið er rætt um skyldurnar sem fylgja þeim. Fólk getur orðið að hreinustu sérfræðingum í öllu sem það á rétt á, án þess að leiða hugann að ábyrgðinni sem fylgir því. En af því að nú er runninn upp tími endurskoðunar á lífs- máta og gildismati, er ekki verra að hafa fyrirmyndir sem hafa hagað lífi sínu og störfum á þann veg að til heilla horfir. Það hafa auðvitað margir aðrir gert. En af því að viðskiptalífið á undir högg að sækja, er gaman að lesa sögu manna sem horfa hátt en eru alltaf á jörðinni. Menn ársins Lífsmáti og gildismat JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | UMRÆÐAN Hermann Þórðarson skrifar um norrænt varnarsamstarf Seint í fyrra var nokkuð fjall-að um hugmyndina um nor- rænt varnarsamstarf. Að mínu mati hefur það aldrei verið raunhæf hugmynd og allra síst á vorum tímum. Svoköll- uð loftrýmisgæsla er einskis virði fyrir varnir Íslands og hefur þann eina til- gang að veita samstarfsþjóðum í NATO skilyrði til æfinga flugherja sinna. Ógn af hálfu Rússa er ekki lengur fyrir hendi og fylgst er með öllum æfingum flugherja Rússa á norðurslóðum frá Nor- egi og Bretlandi. Það er hins vegar nauðsynlegt vegna flugöryggis að Íslendingar hafi vitneskju um æfingaflug Rússa í nágrenni Íslands vegna alþjóðlegrar ábyrgðar okkar á öryggi flugs á þess- um slóðum. Eins og ég hef áður bent á í greinum mínum um þessi mál er því nauðsynlegt að komast að samkomulagi við Rússa um samstarf við íslensku flugumferðarþjónustuna um þetta flug þeirra umhverfis Ísland. Ég hef enga vitneskju um það hvort þess hafi verið farið á leit við Rússa en hvet íslensk stjórnvöld til þess að reyna að ná samkomulagi við þá um þessi mál með tilliti til almenns flugöryggis á íslenska flugumferðar- stjórnar svæðinu. Þessi mál vekja enn fremur upp þá spurningu hvort Ísland hafi í reynd nokk- urn hag af því að vera áfram aðili að NATO. Það er einkum sú fyrirlitlega atlaga Breta að Íslandi með því að beita Ísland hryðjuverkalögum og framkoma NATO-þjóða í garð Íslendinga vegna Icesave-deilunnar sem styður þessar skoðanir mínar á samstarfi við NATO-þjóðirnar í dag. Ég á þó ekki von á því að núverandi utanrík- isráðherra Íslands geri mikið í þessum málum í dag þótt hann hefði verið til í það fyrir einhverj- um áratugum síðan. En það er líka spurning um hvort einhver önnur stjórnvöld hefðu gert það frekar. En er ekki kominn tími til þess að endur- skoða afstöðu Íslands til NATO og ESB-þjóðanna sem eru einnig flestar meðlimir í þessum fyrrum varnarsamtökum gegn kommúnismanum? Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri. Óraunhæf óskhyggja Þ að er erfitt að álasa fólki fyrir stóryrði þegar skelfing grípur um sig. Samt getur það ráðið úrslitum að leið- beiningar í björgun nái að berast sem flestum. Gott væri að alþingismenn hefðu þetta í huga. Íslenska þjóðfélagið er ekki hrunið. Bankarnir, gjaldeyriskerfið og fjármálakerfið hrundu. Farið hefur fé betra. Þetta er ekki ritað til að gera lítið úr vanda margra fjölskyldna og fyrirtækja. Íslenska þjóðin á miklu meiri verðmæti heldur en þá peninga og aðra fjármuni sem hér kunna að safnast. Hver manneskja, hver lifandi vera, er meira virði en gullkistur veraldarinnar. Hugsanir, rökfærslur, framtíðardraumar og bænir eru meira virði, hvort sem þau eru fest á bækur eða ekki. Trúarstyrkur og trúarleit eru verðmæti. Og vonin er styrkur sem heldur lífinu gangandi. Skömmu fyrir lok sjöunda áratugar síðustu aldar hvarf síld- in af Íslandsmiðum og hagkerfið hrundi. Skömmu síðar fylltu fulltrúar innflytjendamála frá Ástralíu salina á Hótel Sögu, og margir héldu suður þangað. Árið 1970 var töluð íslenska í öllum skipunum í skipasmíðastöð Kockum í Málmey í Svíþjóð. Íslenskt atvinnulíf náði fullum kröftum fáum árum síðar og Íslendingar réttu úr sér. Þetta höfum við margsinnis gert. Og þetta gerum við enn á komandi tímum. Um það er bæði von og vissa. Nú er hér sterkur sjávarútvegur, ferðaþjónusta og málmiðnaður. Hátækniiðnaður og fleiri nýjar hátekjugreinar eru í mótun. Og hér er fjölþætt þjónusta og menningarstarfsemi. Lýðveldið Ísland stenst áreynslu síðustu mánaða. Ríkis- stjórnin er á óheppilegri leið og stjórnarandstaðan hefur ekki verið til fyrirmyndar. Samt er ljóst að stofnanir samfélagsins, efnahagsgrunnur, menntakerfi, samhjálparkerfi og stjórnkerfi standast. Það er áhyggjuefni að einhverjir Íslendingar virðast hafa misst trú á frelsið. Það er óbætanlegur missir ef gróðabrask, afbrot og mistök sem gerð hafa verið, verða til þess að frels- isskerðing verði varanleg í íslensku athafnalífi. En hér verða frelsi og ábyrgð að fara saman. Það þarf að sannfæra almenning á ný um það að frelsið er besta aðferðin og farsælasta leiðin – frelsi með fullri ábyrgð. Eitt það alvarlegasta sem gerðist í hruninu var að þáverandi ríkisstjórn missti móðinn. Við eigum að hafa samúð með ein- staklingunum, en þessi reynsla var hræðileg. Það versta sem getur komið fyrir þjóðina er að missa móðinn. Við þurfum trú og þrek, þjóðerniskennd, þjóðarmetnað og þjóðarstolt til að takast á við verkefnin. Margar þjóðir hafa ratað í sams konar raunir og við nú. Ef um þjóðarskömm er að ræða, þá má líka fræðast um heiður Breta og Hollendinga í fyrrum kúgunarlöndum þeirra – og víðar. Spill- ing, vanhæfni og vinahyglun eru ekki minni meðal fjölmennari þjóða en þeirra fámennu – og derringur ekki heldur. Í dýpsta skammdeginu rís skærasta vonarstjarnan. Það verð- ur að tala kjark og þrótt, stolt og metnað í íslensku þjóðina. Nú þarf að vekja vonir og vissu með hækkandi sól. Við þurfum þrek til að takast á við verkefnin. Von og vissa JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR HERMANN ÞÓRÐARSON Dregin er upp skýr mynd af þessum mönnum, viðhorfum þeirra og persónuleika, með viðtölum við þá sjálfa og vini þeirra. Þetta er greinilega óvenjulegt fólk, um leið og það er ófeimið við að vera venju- legt, en það hefur ekki verið hátt skrifað á nýliðnum árum. Sárnar virkilega Rætt var við Jóhannes Þ. Skúlason, talsmann Indefence, í kvöldfréttum RÚV. Þar bar á góma bloggfærsla Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns, sem skrifaði að Indefence stæði fyrir fjöldatölvupóstsendingum á þingmenn sem greiddu atkvæði með Icesave-samningunum og sum skeytanna innihéldu andstyggileg skilaboð. Jóhannes sagði þetta rangt. „Þetta er ekki frá okkur komið og okkur sárnar það virkilega að það sé verið að bendla okkur við ljótar skeytasendingar til þing- manna án þess að það hafi verið haft samband við okkur fyrst,“ sagði Jóhannes. Skemmdarverkaárásin Talsmenn Indefence hafa vissulega allan rétt á því að vera sárir út í Ólínu Þorvarðardóttur ef hún fer með rangt mál. Á hinn bóginn má nefna að ekki er langt síðan talsmenn Ind- efence héldu því opinberlega fram að óprúttnir aðilar hefðu „ráðist á“ undirskriftarsöfnun samtakanna og reynt að rýra trú- verðugleika sam- takanna með því að skrá ógild nöfn á listann. Var meðal annars tekið fram að RÚV og Fréttablaðið væru í hópi spellvirkjanna. Brigsla fyrst, spyrja svo Talsmenn Indefence höfðu ekki samband við Fréttablaðið áður en þeir báru það þessum sökum og létu þess að auki ógetið að eingöngu fjór- ar ógildar undirskriftir mátti rekja til RÚV og aðeins eina til Fréttablaðsins. Við eftirgrennslan kom jafnframt í ljós að sú undirskrift var frá blaða- manni sem var að prófa tölvukerfið vegna fréttaskrifa og bjó þannig um hnútana að enginn vafi gat leikið á að um ógilda undirskrift var að ræða. Indefence féllst á þessa skýringu afdráttar- laust. Eftir á. bergsteinn@ frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.