Samtíðin - 01.12.1964, Qupperneq 20
12
samtíðin
til hugar að aka hilnum. Hann haí'Si
vikið úr ekilssætinu og sveipað sig á-
hreiðu, og brátt var liann sofnaður eins
og venja var til, þegar hann hafði fengið
sér einum of mikið. Um leið og frú
Margrét settist við stýrið, gat hún ekki
annað en dáðst að, hve allt liafði gengið
samkvæmt áætlun og vel það.
MYRKRIÐ og þokan juku á umferðar-
hætturnar. Allt var þvi eins og hezt varð
á kosið, og frúin gat með góðri sam-
vizku ekið hægt. Andrés virtist stein-
sofnaður eftir andardrættinum að dæma.
Og nú var bíllinn kominn inn á hættu-
svæði. Hvítmálaðir steinar á vegarhrún-
inni vitnuðu um það. Þeir voru með
mjög heppilegu millibili. Enginn vandi
var að láta vagninn renna út af veginum
milli þeirra og steypast niður hengiflug-
ið. Eiginmaðurinn var steinsofandi, og
þau voru alein á þessum slóðum.
Svo virlist sem áform frúarinnar yrði
miklu auðveldara í framkvæmd en hún
hafði húizt við. Vandinn var ekki ann-
ar en sá að losa hemlana og stökkva síð-
an út úr bílnum. Hanzkar hennar kærnu
i veg fyrir að önnur fingraför en Andrés-
ar sæjust á stýrinu, ef farið jTrði að rann-
saka þess háttar. Hún myndi segja lög-
reglunni, hvernig Andrési hefði — und-
ir áhrifum víns — orðið hált á að aka
eftir þessum vegi í myrkrinu, þokunni
og ísingunni. Sjálf hefði hún skynjað
yfirvofandi lífsháskann á síðustu stundu,
og sér liefði vegna einskærrar Guðs
mildi lekizt að stökkva út úr bílnum, um
leið og hann rann út af veginum. Andrés
veslingurinn, sem orðinn var bæði gam-
all og óstyrkur, hefði hins vegar stevpzt
með honum fram af vegarbrúninni nið-
ur hengiflugið. Það voru sorgleg enda-
lok elskulegs eiginmanns!
Þegar hér var komið sögu, myndi
setja að henni sáran grát, og liklega væri
heppilegast, að liún félli í minni háttar
yfirlit. Þeir myndu áreiðanlega trúa
henni. Það höfðu þeir alltaf gert! Síðan
— jjegar hún hefði komið heitt elskuð-
um eiginmanninum sómasamlega í jörð-
ina og hirt allar eigur lians, samkvænil
erfðaskránni, myndi hún hverfa ofboð
ldjóðlega af sjónarsviðinu, eins og hún
var vön. Frú Margrét var ósjálfrátt tek-
in að liugleiða, hvernig næsti eiginmað-
ur hennar myndi nú verða til líkama og
sálar.
TVEIM klukkustundum seinna hafði
lögreglan lokið við að semja skýrslu um
hílslysið á Alpaveginum. Þeir höfðu auð-
vilað grannskoðað líkið i bílflakinu. Eng-
inn vafi lék á því, að frúin hafði látizt
undir eins. Höfuðkúpan var brotin. En
hendurnar voru enn krepptar um stýrið»
og af því drógu þeir þá ályktun, að sU
látna hefði ætlað að forða slysi á síðustu
stundu.
Vitanlega flökraði j)að ekki að Andrési
að hafa orð á ])ví, að hann hefði rotað
konu sina með skrúflykli, áður en hann
sendi bílinn fram af vegarbrúninni og
að vegna erfðaskrár frúarinnar vrði
hann nú einni milljón franka ríkari eu
hann hafði verið, áður en hann lagð1
upp í ferðina til systur sinnar, sem uð
vísu hafði aldrei verið til!
Margrét lians liafði gert honum alh
þetta svo ótrúlega auðvelt, því blessað1
liann minningu hennar af heilum hug-
En ef til vill hafði þetta tekizt Vvo vel*
af því að liún var 7unda konan hans.
Talan 7 hafði nefnilega alltaf reynzt hon-
um einstök happatala.
4 SÉRHVERT heimili þarfnast fjölbreylls
og skemmtilegs heimiiisblaðs. SAMTÍÐIN vei1’
ir lesendum sínum þá þjónustu.
4 MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI und'
ir eins bústaðaskipti til að forðast vanski •