Samtíðin - 01.12.1964, Qupperneq 21

Samtíðin - 01.12.1964, Qupperneq 21
SAMTÍÐIN 13 Rómantísku skáldin á 19. öld voru tilfinningarík og hástemmd í lýsing- um sínum. Þannig túlkaði œðstiprestur þeirra í Frakklandi ást sína í rúmlega 49 ár HlNN 17. febrúar 1883 féll ung og fremur '’eigalitil leikkona, a. m. k. ú franskan mœli- kvarða, ungfrú Juliette Drouet, í faðm skálds- ins Victors Hugos, sem þá var orðinn frægur. Stulkan hafði fengið smáhlutverk í seinasta sorgarieik skáldsins: „Lucréce Borgia.“ Ungfrú Drouet var fríð sýnum með stór ail8u, og bros liennar var angurblitt. Hugo varð Undir eins gagntekinn af ást til liennar. Sú ást entist honum 49 ár og 3 mánuði. Hinn 17. febrú- ar 1882 fékk leikkonan, sem þá átti skammt v|tir ólifað, bréfmiða frá skáldinu. Á honum stóð: »Við byrjum þetta heilaga fimmtugasta ár °kkar með þessu guðdómlega orði: Ég elska þig.“ Þvilíkar yfirlýsingar voru löngu orðnar venja hjá Hugo. Hann skrifaði ástmeyju sinni ævinlega 17. febrúar öll þessi ár til að gera henni þá játningu, að þrátt fyrir öll önnur ástamál sín — og þau voru hvorki fá né smá — væri hún sú eina sanna. Hann kallaði 17. febrúar meira að segja annan fæðingardag sinn, ekkert minna! Nú liafa öll þessi 49 ástarbréf Hugos til ung- frú Drouet loks verið gefin út. Fyrr máttu þau ekki koma á prent. Við tökum liér upp fáeinar setningar úr þeim til að sýna, livernig róman- tísk skáld 19. aldarinnar áttu það til að túlka ást sina, en það er alkunna, að sendibréf eru merkar heimildir um einkamál fólks.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.