Samtíðin - 01.12.1964, Page 24
16
SAMTÍÐIN
gera eitthvað til að lækna liann. „Kannske
þetta sé hara draumur?“ hugsaði liann.
„Ætli ég vakni nú ekki?“
Ilann lieyrði dauft þrusk, þegar glugga-
tjöldin voru dregin frá til að hleypa inn
morgunbirtunni, og síðan birtust tveir
menn við rúmið. Þeir stóðu andartak
þögulir, en síðan sagði annar Jæja, ætli
það sé þá ekki hezt við byrjum?“
„Þetta er myndarmaður,“ sagði liinn.
„Það verður ágætt að eiga við hann.“
„Mér er nú alls ekki sama, hvernig
skrokkarnir líta út. Mér hýður við þess-
um feitu, gömlu kerlingum,“ sagði sá
fyrri.
„Skrítið er nú þetta,“ anzaði hinn, „og
mér er alveg sama um allt slíkt. Það
eru helzt hörnin, sem einhver áhrif liafa
á mig.“
Þessu fáránlega samtali lauk með því,
að sængurföturium var svijit ofan af
honum og fleygt á gólfið. Styrkar hendur
færðu liann úr náttfötunum, og liann
heyrði gutl í vatni. Þegar honum var velt
á liina hliðina, sá hann gegnum örmjóa
rifuna milli augnhvarmanna, hvar livít,
löng og mjó líkkista stóð við rúmið
lians.
„Guð minn góður,“ hugsaði hann gagn-
tekinn skelfingu, „ég er þá dáinn, og
þetta eru menn frá útfararstjóranum."
Þegar mennirnir héldu rösklega og
liiklaust áfram við þetta ógeðfellda starf,
reyndi hann af öllum mætti að hreyfa
sig, þó að ekki væri nema einn vöðva
í líkamanum.
„Ég er ekki dauður!“ öskraði hann
með sjálfum sér. „Það er eins og hver
önnur fjarstæða. Ég veit það bezt sjálf-
ur.“
Þarna bölsótaðist hann altekinn skelf-
ingu og lieyrði varla, livað mönnunum
fór á milli. En áður en varði, lá hann i
líkkistunni.
„Hann er hara alls ekki dauðalegur,“
sagði annar mannanna. „Maður skyldi
ekki halda, að þetta væri lik, eða livað
sýnist þér?“
„Ég er ekki dauður, er ekki dauður!“
æpti hann án þess að koma upp orði. Eu
þegar lokið var látið á kistuna, varð
liann enn gripinn ægilegri hræðslu. „Þið
megið þetta ekki,“ hað hann í þögn. „Ég
kafna — ég dey!“
Svo fann liann, að kistunni var lyft og
að hún var horin niður stiga. Þá varð
honum hugsað til útfararinnar og að
liann liafði látið þess getið í erfðaskrá
sinni, að hann vildi láta hrenna lík sitt.
Honum var ekki ljóst, hve lengi hann
liafði legið í kistunni, en þar sem glei'-
rúða var í lokinu yfir andliti hans, gat
hann fremur áttað sig á umhverfi sínu.
Hann sá nokkur andlit, sem lulu niður
að kistunni, fyrst andlit konu sinnar,
gráthólgið; síðan andlit sonar síns og
tengdadóttur. Hann sá ekki betur en
tengdadóttirin væri ánægð á svipinn.
„Bölvuð tófan!“ liugsaði hann. „Sú verð-
ur vonsvdkin, þegar hún kemst að raun
um, að ég er alls ekki dauður.“
Þannig birtist hvert andlitið af öðru a
rúðunni. Ýmist voru þau sorgbitin, ótta-
slegin eða forvitin — jafnvel öfundsjúk.
Þannig virtist honum svipurinn á nieð-
eiganda hans. Síðan var glerrúðan a
kistunni þakin hlómum, og allt fótatak
þagnaði skyndilega, ])vi að presturinn hóf
að flytja ræðu sína, hárri, stillilegi’i
röddu. Hann laulc henni með þvi að til-
nefna sáhn, sem liann óskaði, að sunginn
yrSi- T. „
Maðurinn í kistunni hugsaði: „Nu vero
ég að láta til skarar skríða. Útförinni ei'
að verða lokið, og ég má ekki verða of
seinn.“ Hann reyndi af öllum mætti að
opna augun, og honum tókst það, en þa
gat hann ekkert séð vegna hlómanna,
sem huldu glerið í kistulokinu. IJann
varð þess einnig var, að hann gat dreg-