Samtíðin - 01.10.1936, Side 33
SAMTÍÐIN
31
Nýjar
t erlendar bækur J
^ agner Baunvig: Rubens. Höfundur
þessarar bókar hefir ferðast viða
lönd til þess að geta kvnst
verkum Rubens af eigin sjón. Bók-
i'i er mjög glæsileg og hefir Carls-
bergssjóður veitt styrk til útgáf-
unnar. Yerð kr. 15,30.
Alexis Carrel: Mennesket, det
nkendte. I þessari bók leitast hinn
frægi Nóbelverðlaunavísindamað-
Ur við að svara því, hvað maður-
mn sé, hverjar hættur steðji að
lionum, hvernig framtíð hans
verði o. s. frv. Hefir bók þessi vak-
mikla atlivgli. Verð óli. kr. 8,15,
H>. kr. 13,80.
Sigurd Elkjær: Méilem Hav og
kjord. Þessi skáldsaga befir hlotið
k verðlaun af liálfu Dana í alþjóða-
samkeppni um bestu skáldsögu
nrsins 1936. Aðalsöguhetjan er
11 ng stúlka, sem öflin haf og f jörð-
llr (útþrá og átthagar) togast á
nm. Verð ób. kr. 6,90.
^horkild Gravlund: Ellens Piger.
^essi skáldsaga er sjálfstætt fram-
kald af bókinni Ellen, sem áður er
l'l komin. Fjallar bókin um örlög
síö ólikra kvenna. Verð ób. kr. 9,30.
^aomi Jacob: Fire Generationer.
Skúldsaga þessi er framhald af
hinni merku sögu Gollantz-ættar-
ninar, sem ýmsir af lesendum vor-
urn munu kannast við. Er aðalper-
sönan hér Emmanúel, lielsti mað-
ur ættarinnar í þriðja lið. Verð ób.
kr. 6,90, ih. kr. 13,80.
Jiirgen Jiirgensen: Hvide Mænd og
sorte Folk. Þetta er safn af smá-
sögum, sem gerast í Afríku. I þeim
kynnumst vér undralöndum Suð-
urálfunnar í fortið og nútíð. Verð
ób. kr. 6,90.
Tom Kristensen: Mod den yderste
Rand. Svo Jiefndist Ijóðasafn eftir
þetta kunna skáld og ritdómara,
sem Samtíðin birti sögu eftir í síð-
asta árgangi. Verð kr. 5.75.
R. H. Bruce Lockhart: Dagene der-
paa. Þessi bók er framhald af bók
þeirri, er á dönsku nefnist „Aaben-
hjertige Erindringer". Vakti sú
bók óhemju athygli, er hún kom
út. Var þar lýst ástandinu i Rúss-
landi á stríðsárunum frá sjónar-
miði bresku sendisveitarinnar. Hér
kemur lýsing á ástandinu í Evrópu
eftir Versalafriðinn. Verð ób. kr.
10,50, ib. kr. 16,50.
Nordhoff og Hall: Pitcairn-Öen. Þeir,
sem hafa gaman af spennandi
skáldsögum, er gerast á hafinu,
munu lesa þessa bók með ánægju.
Hún er framhald af sögunum:
Mytteri og I Kamp med Havet,
sem ýmsir af lesendum Samtíðar-
innar kannast sjálfsagt við. Verð
ób. kr. 5.75, ib. kr. 9.30.
Carl Roos: Kleine deutsche Litera-
turgeschichte. Höfundur þessarar
bókar er kennari í þýsku við Kaup-
mannaliafnarháskóla, og gefur
hann í bókinni yfirlit um þýskar
bókmentir frá elstu tímum og
fram til vorra daga. Verð ób. kr.
5,75. —