Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 2
2 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA STARFSFÓLK ÓSKAST Óska eftir að ráða: Flakara, afgreiðslufólk í fi skverslun, almenn fi skverslunarstörf. Góð laun í boði fyrir rétt fólk. Allar nánari upplýsingar gefur Kristján 896 0602. Súr Hvalur og fl eira gómsætt fyrir þorrann. Sjáumst hress DÓMSMÁL Árvökull fangavörður greip inn í atburðarás fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar brasilíski gæsluvarð- haldsfanginn Hosmany Ramos gerði sig líklegan til að ráðast á ljósmynd- ara Fréttablaðsins. Ramos virtist snöggreiðast þegar ljósmyndarinn hóf að mynda hann og kvaðst ekki vilja myndatökur. Að því búnu ætlaði hann að vaða að ljósmyndaranum með krepptan hnefa á lofti. Hann komst þó ekki alla leið því annar fangavarðanna kippti í ól sem var um mitti Ramos- ar, sem handjárnin höfðu verið fest við, og hnykkti honum til baka. Hann var síðan færður í hliðarher- bergi, þar til málflutningur hófst í framsalsmáli hans. Í framhaldi af því var gæsluvarðhald yfir honum framlengt til 2. febrúar. Í málflutningnum í gær kom fram að framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveim- ur dómum sem hann hlaut í heima- landinu. Annars vegar tveggja ára dómur fyrir vopnað rán þegar hann, ásamt öðrum manni, rændi tvær konur með því að hóta þeim með byssu. Hins vegar 24 ára dóm fyrir skipulagningu á og þátttöku í mann- ráni og ráni. Hann var handtekinn þegar fram átti að fara afhending lausnargjalds upp á tuttugu milljón- ir króna á núverandi gengi. Hann og félagi hans skutu að lögreglumönn- unum áður en handtaka fór fram. Ramos átti eftir tólf og hálft ár af afplánuninni, þegar hann lét sig hverfa að fengnu jólaleyfi. Honum skaut svo upp hér á landi 9. ágúst, sem kunnugt er. Hann bar fyrir dómi í gær að yrði hann framseldur biði hans ekk- ert annnað en dauðinn. Hann hefði skrifað greinargerð um spillingu háttsettra manna í Brasilíu inn á netið og nafngreint þar menn. Hann myndi því sæta pólitískum ofsókn- um og sagði það algengustu aðferð til að láta menn hverfa í brasilískum fangelsum að setja eitur í matinn hjá þeim. Hins vegar kvaðst hann tilbúinn til að afplána eftirstöðvarn- ar hér á landi. jss@frettabladid.is Óð að ljósmyndara með hnefann á lofti Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði sig líklegan til að ráðast á ljósmyndara Fréttablaðsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Árvökull fangavörður brást skjótt við og stöðvaði Ramos, sem var með hnefann á lofti. HOSMANY RAMOS Var leiddur inn í héraðsdóm í handjárnum sem fest voru við mittisól. Auk málflutnings í framsalsmáli hans var hann úrskurð- aður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ENGAR MYNDIR Ramos skýldi and- litinu rétt áður en hann bjóst til að ráðast að ljósmyndaranum. Bágborið ástand í fangelsum Verjanda Ramosar, Hilmari Ingi- mundarsyni hrl. varð tíðrætt um bágborið ástand í fangelsum í Bras- ilíu í málflutningi sínum. Lagði hann fram frétt úr íslensku dagblaði, sem fjallaði um 23 ára mann, sem setið hafði í fangelsi Sao Paulo í þrjá mánuði og sagði það „hreint helvíti“ í viðtali við blaðið. „Fyrirgefðu, þetta er frá því í ágúst 2006,“ sagði þá Arngrímur Ísberg dómari. „Er hann lifandi enn þá, heldurðu?“ Sókn og vörn Verjandi Ramosar ræddi einnig líflátshótun hans gagnvart fanga- verði á dögunum, þegar fram hafði komið að málið væri ekki á mála- skrá lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Sagði verjandinn að væri málið til meðferðar kæmi framsal nefnilega ekki til greina. „Þú verður bara að kæra ef þeir gera það ekki sjálfir,“ sagði þá dóm- arinn og bætti svo við: „En hvernig ætlar þú þá að fara að því að verja hann?“ BRASILÍSK FANGELSI „HREINT HELVÍTI“ Ágúst, eruð þið komnir með hreðjatak á Asíu- og Banda- ríkjamarkaði? „Já, ætli það megi ekki orða það þannig?“ Allar pungar sem falla til við slátrun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eru fluttir úr landi, einkum til Asíu og Bandaríkjanna, þar sem þeir eru orðnir vinsæl matvara. Ágúst Andrésson er forstjóri afurðastöðv- ar KS á Hvammstanga. ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld hafa síðan í sumar handtekið tugi palestínskra og ísraelskra and- ófsmanna, sem hafa mótmælt opinskátt stefnu stjórnarinnar gagnvart Palestínumönnum. Sá þekktasti er líklega Hagai Eliad, leiðtogi ísraelskra mann- réttindasamtaka, sem handtekinn var síðastliðinn föstudag í aust- anverðri Jerúsalem ásamt sjötíu öðrum mótmælendum, þar af sautján Ísraelum. Yfirleitt eru hinir handteknu látnir lausir nokkrum sólar- hringum síðar, en gagnrýnendur segja handtökurnar merki um að Ísraelsstjórn taki harðar á mótmælendum en áður. - gb Ísraelsk stjórnvöld: Taka harðar á mótmælendum EFNAHAGSMÁL Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 302,1 stig í desember síðastliðnum en það er lækkun um 2,2 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt Fast- eignaskrá Íslands. Tólf mánaða lækkun nemur 12 prósentum, en síðustu þrjá mánuði hefur íbúða- verð á lækkað um 3,8 prósent. „Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis. Niður- staðan er vegin með hlutdeild við- komandi flokks í heildarverðmæti á markaði,“ segir á vef Fasteigna- skrárinnar. - óká Fasteignaskrá Íslands: Verð íbúða lækkar enn SVEITARFÉLÖG Tuttugu og tvö sveit- arfélög af sjötíu og sex hafa ekki skilað upplýsingum til sveitar- stjórnarráðuneytisins um fjár- hagsáætlanir ársins 2010. Samkvæmt lögum eiga sveitar- félög að afgreiða fjárhagsáætlan- ir fyrir áramót og senda ráðu- neytinu strax upplýsingar um áætlanir sínar. Meðal þeirra sem eftir eiga að standa skil eru Reykjavík, Sel- tjarnarnes, Álftanes, Grindavík, Sanderði, Fjallabyggð og Fjarða- byggð. - pg Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga: 22 af 76 hafa ekki skilað til ráðuneytis VIÐSKIPTI Samningar náðust í fyrrinótt um sölu á helmingshlut CB Holdings, félags að mestu í eigu Straums, í breska úrvalsdeildarfélaginu West Ham til nafnanna David Sullivans og David Gold fyrir rúmar fimmtíu milljónir punda, jafnvirði 10,3 milljarða króna. Straumur átti sjötíu prósent í CB Holding á móti Byr sparisjóði, MP banka og Landsbankanum ásamt félögum honum tengdum. Þar á meðal er þrotabú Grettis. Þetta er umfangsmesta sala á eignum Straums frá því fjárfestingarbankinn fallni seldi rekstur dönsku stórverslunarinnar Magasin du Nord fyrir um tveimur mánuðum. Georg Andersen, upplýsingasfulltrúi Straums, segir verðið ásættanlegt og gott að fá menn inn í reksturinn sem hafi tæplega tuttugu ára reynslu af rekstri knattspyrnufélags. Sullivan mun nú taka við rekstri og stjórn West Ham en deilir stóli stjórn- arformanns með nafna sínum. Þeir Sullivan og Gold áttu breska knattspyrnufélagið Birmingham og stýrðu því í þrettán ár, eða þar til það var selt í fyrra fyrir áttatíu milljónir punda. Til samanburðar greiddi Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, 85 milljónir punda fyrir félagið þegar hann keypti það í nóvember árið 2006. - jab Straumur selur helmingshlut í úrvalsdeildarliðinu West Ham til reynslubolta: Stærsta salan síðan í fyrra NÝI STJÓRINN David Sullivan hélt blaðamannafund á Upton Park í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HJÁLPARSTARF Íslenska rústabjörg- unarsveitin leitaði í rústum hót- elsins Montana í miðborg Port- au-Prince á Haítí í gær í von um að finna þar fólk, lífs eða liðið. „Þar bjó mikið af starfsfólki og fjölskyldum starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og ann- arra hjálparstofnana á svæð- inu,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjá björgunarsveitinni. „Hlut- verk okkar var fyrst og fremst að aðstoða við að finna það sem við köllum félaga okkar og fjöl- skyldur þeirra sem eru grafnar þarna í rústunum svo ættingj- arnir geti fengið bundið enda á þessa óvissu,“ segir hann. Eng- inn fannst hins vegar á lífi í rúst- unum á Haítí í gær. Gísli sagði í gær að viðbúið væri að sveitin myndi leita fram á kvöld eða nótt í hótelrústunum. Menn væru þó vissulega þreyttir. „Við keyrum okkur samt áfram á voninni um að finna einhvern og hjálpa einhverjum. Það hjálpar okkur að finna þessa aukaorku sem við þurfum,“ segir Gísli. Síðan er áætlað að fljúga frá Haítí í hádeginu í dag. Komið verður við á Bahama-eyjum þar sem sveitin fær hvíld eftir mikla vinnu og byrjar áfallahjálpar- ferli. „Héðan koma menn með þannig upplifun að þetta er mikil lífsreynsla og það þarf að passa andlega þáttinn alveg jafnvel og þann líkamlega,“ segir Gísli. Búist er við þeim til Íslands á fimmtudag. - sh Íslenska rústabjörgunarsveitin að ljúka störfum á Haítí: Áfallahjálpin hefst á Bahama ÍSLENSKA SVEITIN Íslenska sveitin hefur leitað í rústum í Port-au-Prince síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP Kýldi mann ítrekað í andlit Tæplega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir að kýla annan mann nokkrum sinnum í andlitið, svo af hlutust umtalsverðir áverkar. Fórnar- lambið krefst nær 300 þúsunda króna í skaðabætur. DÓMSTÓLAR PERSÓNUVERND Lækni er heimilt að miðla til félagsmálayfirvalda upp- lýsingum úr sjúkraskrá barns með samþykki annars foreldris. Þetta kemur fram í svari Persónuvernd- ar við almennri fyrirspurn. Í svari Persónuverndar kemur fram að almennt nægi samþykki annars forsjárforeldris barns fyrir nauðsynlegum ákvörðunum, það er ef hitt foreldrið er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. Um leið kemur fram að sé þess unnt að bíða með ákvörðun þá skuli það gert fram til þess tíma að for- eldrið sé ekki lengur hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. - óká Sjúkraskrárupplýsingar: Samþykki eins foreldris nægir SLYS Maður á þrítugsaldri slasað- ist alvarlega í flugeldaslysi í gær- kvöldi. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um slysið rúm- lega átta. Lögregla og sjúkraflutninga- menn fóru strax á vettvang og var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl í veg fyrir þyrlu Land- helgisgæslunnar, sem flutti manninn áfram á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Þegar blaðið fór í prentun var ekki annað vitað en að ástand hins slasaða væri mjög alvarlegt. Lögregla var á vettvangi fram eftir kvöldi í gær og rannsakaði tildrög slyssins. Annar maður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynn- ingar en hann slasaðist lítið eða ekkert. - shá Þyrlan sótti slasaðan mann: Alvarlegt slys í Hveragerði JAL í greiðslustöðvun Stærsta flugfélag Asíu, Japan Air Lines, fékk greiðslustöðvun í gær. Búist er við að fimmtán þúsund starfsmenn missi vinnuna. JAPAN SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.