Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 10
10 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI „Við höfum vitað af þessu í nokkurn tíma og höfum fengið þau skilaboð frá skilanefnd Landsbank- ans að yfirtakan muni ekki hafa nein áhrif á reksturinn,“ segir Jón Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri einkaþotuleigunnar Icejet. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur skilanefnd Landsbank- ans gengið að veðum í eignarhalds- félaginu Nordic Partners og mun á næstu vikum taka lyklavöldin á hótelkeðjunni NP Hotels og taka yfir allar þotur í eigu Icejet, eins dótturfélaga Nordic Partners. Icejet var stofnað árið 2006 og rekur fimm sérstaklega innréttað- ar Dornier-328 einkaþotur. Tvær þotnanna hafa verið á söluskrá í ár en þokast lítið í kreppunni. Félag- ið gerði áður að miklu leyti út frá Reykjavíkurflugvelli en flutti rekst- urinn alfarið til Bretlands í október 2008. Þær eru leigðar til efnaðra einstaklinga og fljúga víða um Evrópu. Nokkur hótel eru innan NP Hot- els. Þar á meðal er glæsihótel- ið D‘Angleterre auk veitingastað- anna Copenhagen Corner og Front. Rekstur Kong Frederik var seld- ur um mitt síðasta ár og húsnæð- ið leigt kaupandanum, dönsku hótelkeðjunni First Hotel. Frum- kvæðið að viðskiptunum kom frá Landsbankanum, sem lánaði Nordic Partners fyrir kaupunum á hótelkeðjunni haustið 2007. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að Nordic Partners hafi keypt dönsku hótel- keðjuna dýru verði. Verðmiðinn er þó nokkuð á reiki en almennt er talið að hann hafi numið á milli eins til 1,5 milljarða danskra króna á sínum tíma, jafnvirði um tólf til átján millj- arða króna á þávirði, að meðtöldum skuldum sem voru teknar yfir. Þetta var talsvert yfir uppsettu verði, sam- kvæmt dönskum fjölmiðlum. Einn viðmælenda Fréttablaðs- ins sagði viðskiptamódel Nordic Partners tætingslegt; hótelrekstur í Kaupmannahöfn hafi rímað illa við einkaþotuleigu í Bretlandi og mat- vælaframleiðslu og útleigu á iðnað- ar- og skrifstofuhúsnæði í Eystra- saltsríkjunum. Ekki náðist í Jón Þór Hjaltason, stjórnarmann NP Hotels, þegar eftir því var leitað í gær. jonab@frettabladid.is 950.000.000 120.000.000 +830.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT: 950 MILLJÓNIR Fyrsti vinningur stefnir í 120 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 830 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 20. JANÚAR 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42Fí t o n / S Í A BANDARÍKIN Vinsældir Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa dvínað töluvert frá þeim hæðum sem þær voru í þegar hann tók við embætti fyrir réttu ári. Um það bil fimmtíu prósent eru þó enn ánægð með störf hans, þótt prósentan rokki eitthvað til eftir skoðanakönnunum. Þótt ár sé liðið hefur honum ekki tekist að hrinda í framkvæmd nein- um af þeim helstu málum sem hann lagði áherslu á í kosningabarátt- unni. Í þýska tímaritinu Spiegel er fullyrt að í stað aðdáunar sé fólk farið að vorkenna honum. Marga er til dæmis farið að lengja eftir því að hann loki Guantánamo- fangabúðunum á Kúbu, sem hann lofaði að gera innan árs eftir að hann tók við, og ástandið í Afgan- istan fer stöðugt versnandi. Meira að segja ríkti í gær veru- leg óvissa um örlög heilbrigðis- frumvarpsins, sem tryggja átti nánast öllum Bandaríkjamönnum sjúkratryggingar. Örlög frumvarps- ins réðust af úrslitum aukakosn- inga í Massachusetts um þingsæti Edwards Kennedy í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hafi repúblikan- ar sigrað, eins og skoðanakannan- ir bentu til, vantar demókrata eitt atkvæði í deildinni til að tryggja frumvarpinu endanlega samþykkt. - gb Eitt ár liðið frá því að Barack Obama tók við forsetaembætti í Bandaríkjunum: Vonbrigði í stað aðdáunar BANDARÍKJAFORSETI Obama hefur enn ekki komið í verk neinum af helstu baráttumálum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HERMENN ÆFA SIG Hópur indverskra hermanna sýndi listir sínar við staur í Nýju-Delí þegar haldið var upp á afmæli hersins. NORDICPHOTOS/AFP Tætingslegt veldi í molum Rekstri fyrirtækja undir hatti Nordic Partners verður haldið áfram þrátt fyrir yfirtöku skilanefndar Lands- bankans á eignum. Viðskiptaveldið að hruni komið. Viðskiptamódelið var tætingslegt, segir viðmælandi. Nordic Partners er afkvæmi Gísla Reynissonar fjármálahagfræðings, sem stofnaði félagið upp úr kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi í einkavæðingarferli stjórnvalda þar á árunum 1996 til 1997. Rekstrinum var umpólað og verksmiðjunni breytt í iðngarða, sem leigðir voru út. Þegar best lét voru garðarnir átta talsins og sex hundruð þúsund fermetrar í útleigu. Umfang Nordic Partners óx mikið upp úr þessu, svo sem umfangsmikil matvælaframleiðsla í Litháen, Pól- landi og Tékklandi auk smáreksturs hér og í Færeyjum. Höfuðstöðvar Nordic Partners voru fluttar hingað árið 2004 og voru þær til húsa við Suðurgötu í Reykjavík ásamt skrifstofum Icejet. Þrátt fyrir þetta skilaði félagið ekki ársreikningi til Fyrirtækjaskrár eins og lög gera ráð fyrir en sá síðasti sem finna má í skrám embættisins er reikningur fyrir uppgjörsárið 2004, sem skilað var í nóvember 2005. SKILUÐU EKKI ÁRSREIKNINGI Í MÖRG ÁR STOFNANDINN Nordic Partners varð til upp úr fjárfestingum Gísla Reynissonar hagfræðings í einkavæðingu í Lettlandi undir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÖFUÐSTÖÐVAR NORDIC PARTNERS JAFNRÉTTISMÁL Jafnréttisstofa hefur, ásamt samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneyti, gefið út bækl- ing sem ætlað er að hvetja konur til að bjóða sig fram til sveitar- stjórnarstarfa. Í bæklingnum, sem ber titilinn Eflum lýðræðið – konur í sveitarstjórn, hvetja sveitar- stjórnarkonur úr öllum flokkum og kjördæmum konur til að gefa kost á sér til starfa. Hlutfall kvenna í sveitar- stjórnum hefur aukist síðustu ára- tugi, en enn hallar verulega á þær. Við síðustu kosningar, árið 2006, voru 36 prósent frambjóðenda konur, en 64 prósent karlar. Í fimm sveitarfélögum var engin kona í sveitarstjórn. - kóp Hvatningarbæklingur: Konur hvattar í framboð KOSNINGAR Konur voru 36 prósent frambjóðenda við síðustu sveitarstjórnar- kosningar. Nú er unnið að því að jafna kynjahlutfallið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR Helgina 12. til 14. febrúar næstkomandi verður í fyrsta sinn farið í beint áætlunar- flug á milli Vestmannaeyja og Akureyrar, tvisvar sinnum fram og til baka, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar. „Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir Norðlendinga til að skreppa til „suðrænna eyja“ og njóta þess að ganga á grænu grasi í febrúar. Sérstaklega ættu kylfingar að kætast því Golfklúbbur Vest- mannaeyja ætlar að standa fyrir „Suðurhafseyja open“-golfmóti laugardaginn 13. febrúar,“ segir þar jafnframt. Flugfélag Íslands annast flugið. - óká Vestmannaeyjar - Akureyri: Fyrsta beina flugið í bígerð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.