Samtíðin - 01.06.1956, Síða 35

Samtíðin - 01.06.1956, Síða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRU sögðu : JÖNAS JÓNSSON: „Saga fslend- inga á aldrei að vera annað en lesbók þjóðarinnar, þar sem kynslóð eftir kynslóð sér forfeður sína og athafn- ir þeirra eins og skuggamyndir á tjaldi, og með þeim hætti einum er von um, að þjóðin varðveiti rétta trú á gildi sínu.“ SAXIE DOWELL: „Fulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum ættu að skilja óvildina og hatrið eftir heima.“ SANTAYANA: „Maðurinn er hjarð- dýr, andlega miklu fremur en líkam- lega. Hann kann að hafa gaman af að ganga sér til skemmtunar einsam- all, en hann hatar að standa einn uppi með skoðanir sínar.“ R. ARMOUR: „Það er mikil hugg- un, þó að draumur þinn rætist ekki, að martröðin rætist ekki heldur.“ HENRY J. TAYLOR: „Of miklu af heiminum er stjórnað samkvæmt þeirri skoðun, að maður, sem ekur 5 tonna vörubíl, varði ekkert um um- ferðarreglur.“ HOWARD SPRING: „Skip er ör- uggt í höfn, en skipum er ekki ætlað að liggja í höfnum.“ NAPÓLEON I: „Einn njósnari á réttum stað er á við 20.000 menn á vígvellinum.“ FRANCES BENSON: „Bros er eins °g Ijós í glugga ásjónunnar, sem sýn- ir, að hjartað er heima.“ TOSCANINI: „Maður, sem þeytir sinn eigin lúður án afláts, verður aldrei tækur í góða hljómsveit.“ IMÝJAR BÆKUR Þórleifur Bjarnason: Þrettán spor. Smá- sögur. 275 bls., ób. kr. 60.00, ib. 70..00. Knud Kasmussen: Sleðaförin mikla. Ferðasaga frá Grænlandi til Kyrrahafs. 150 bls., íb. kr. 100.00. Að vestan. Sagnaþættir og sögur. IV. bindi. Sagnaþættir Guðmundar frá Hús- ey. Árni Bjarnason sá um útgáfuna. 240 bls„ ób. kr. 68.00, ib. 88.00. Ævar R. Kvaran: Islenzk örlög í munn- mælum og sögum. Þættir. 219 bls., ób. kr. 75.00, íb. kr. 98.00. öldin, sem leið. Minnisverð tíðindi 1801— 1860. Gils Guðmundsson tók saman. 256 bls., ób. kr. 145.00, íb. 175.00. Jón Guðnason: Strandamenn. Æviskrár 1703—1953. Strandamenn heima fyrir. Strandamenn utan héraðs. Strandamenn i Vesturheimi. 500 myndir. 688 bls„ ób. kr. 190.00, ib. 220.00 og 250.00. Konungs skuggsjá (Speculum regale). Bókin er siðfræði, sett fram í samtals- formi. Magnús Már Lárusson bjó til prentunar. 246 bls„ ób. kr. 95.00, íb. 120.00. Hannes Sigfússon: Strandið. Skáldsaga. 143 bls„ ób. kr. 65.00, ib. 85.00. Sigurjón Jónsson: Helga Bárðardóttir. Söguleg skáldsaga. 328 bls„ íb. kr. 90.00. Hans de Meiss-Teuffen: Sæludagar og svaðilfarir. Ferðasaga. Hersteinn Páls- son þýddi. 224 bls„ íb. kr. 85.00. Gene Fowler: Málsvarinn mikli. Ævisaga William J. Fallon sakamá'lalögfræuings. 297 bls„ íb. kr. 95.00. Dod Osborne: Hættan heillar. Bók um svaðilfarir á sjó og landi. 225 bls„ ib. 95.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. — BÓKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstrœti 8, Reykjavík. Sími 4527.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.