Samtíðin - 01.12.1953, Side 37

Samtíðin - 01.12.1953, Side 37
SAMTÍÐIN 31 Þ E ■ R VITRL ....... SÖGÐL: THOR THORS: „Þegar ég tala um þjóð mína sem smáþjóð, þá gjöri ég það án þess að biðjast nokkurrar af- sökunar. Það þarf miklu meira átak bæði af hálfu einstaklinga og heildar- innar, miklu meira erfiði og vinnu hjá þjóð, sem á fáa þegna, til þess að byggja upp og viðhalda þjóðfélagi menningar og framfara, þjóðfélagi almennrar menntunar og góðra lífs- kjara, í heimi nútímans, þar sem kröfurnar eru svo miklar, heldur en fyrir þjóðir, sem ráða yfir milljónúm þegna eða jafnvel tugum milljóna.“ DOWNEY erkibiskup: „Of margir leggja öðrum lífsreglur, en láta sjálf- ir tilfinningarnar ráða gerðum sín- um.“ LOUIS WAIN: „Ef þú átt um tvo ókosti að velja, þá taktu hvorugan.“ THOMAS KETLE: Lífið er ódýrt, sameiginlegt borðhald í fremur sóða- legu veitingahúsi, og það er tími til að skipta um rétti, áður en þú hefur borðað nægju þína af nokkrum þeirra.“ WINSTON CHURCHILL: „Menn detta stundum um sannleikann, en flestir brölta óðara á fætur aftur og' hraða sér burt, eins og ekkert hefði í skorizt.“ BERNARD SHAW: „Fólk er alltaf að kenna örðugum aðstæðum um mistök sín í lífinu. Ég trúi ekki á örðugar aðstæður. Þeir menn, sem komast áfram í lífinu, leita þeirra aðstæðna, sem þeir girnast, og ef þeir finna þær ekki, skapa þeir sér þær.“ NYJAR BÆKUR Anna Bjarnadóttir: Ensk lestrarbók. — Kennslubók. 342 bls., íb. lcr. 40.00. Elsa E. Guðjónsson: Dúkur og garn. Leið- beiningar um vefjarefni. 132 bls., íb. kr. 40.00. Jón Ófeigsson: Þýzk-íslenzk orðabók. 2. útg. 768 bls., ib. kr. 180.00. Sigurjón Jónsson: Gaukur Trandilsson. Skáldsaga. 297 bls., íb. kr. 90.00. Viðskiptaskráin. Atvinnu- og kaupsýslu- skrá íslands 1953. Sextándi árg. 1086 bls., íb. 75.00. Sigfús Blöndal: íslenzk-dönsk orðabók. Aðalsamverkamenn: Björg Þorláksson Blöndal, Jón Ófeigsson, Holger Wiehe. 1052 bls., ób. kr. 500, ib. 650.00. Bókin um Dawson. Byggð á greinum í þýzkum blöðum. 75 bls., ób. kr. 20.00. Einar Kristjánsson: Septemberdagar. Smá- sögur. 130 bls. kr. 48.00. Maysie Greig: Eiginkona læknisins. Skáld- saga. Hallur Hermannsson þýddi. 255 bls., íb. kr. 65.00. Sveinn Auðunn Sveinsson: Vitið þér enn —? Smásögur. 125 bls., ób. kr. 35.00, íb. 45.00. Arnfríður Sigurgeirsdóttir: Séð að heim- an. Ævisöguþættir, minni og Ijóð. 219 bls., ób. kr. 45.00, íb. 65.00. Þorgils gjallandi: Upp við fossa. Arnór Sigurjónsson sá um útgáfuna. 201 bls., íb. kr. 50.00 og 55.00. Elinborg Lárusdóttir: Miðillinn Hafsteinn Björnsson. Önnur bók. 255 bls., ób. kr. 50.00, íb. 65.00. Guðmundur Eggerz: Minningabók. 282 bls., ób. kr. 55.00, ib. 75.00. Guðmundur Gíslason Hagalín: Sjö voru sólir á lofti. Séð, heyrt og lifað. 232 bls., ib. kr. 70.00 og 80.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- Ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BÖKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8, Reykjavík. Sími 4527.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.