Samtíðin - 01.04.1947, Page 35

Samtíðin - 01.04.1947, Page 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRI) SÖGÐU: SIG. GUÐMUNDSSON: Mannúð virðir svo, að maðurinn, einstakling- urinn, hvert barn, „sem ljósið lítur“, þroski þess og velfarnaður, sé hinzta markmið allrar mannlegrar viðleitni og allra menningarstofnana og þá einkum ríkisins sjálfs. Ríkið er stein- dautt sem penninn eða blekið, er embættismenn þess rita fyrirskipan- ir sínar og úrskurði með. Ríkið finn- ur ekki til, kennir hvorki sælu né kvala, nýtur hvorki lista né lita góðra. Ríkið uppgötvar ekki, skapar ekki. Maðurinn, hver einstaklingur, finnur til, vonar og kvíðir, kennir þæginda og sárinda, fagnar „sólar- sýn“. Einstaklingurinn uppgötvar, skapar, yrkir, samstillir og samræm- ir.---Ég skil vel, að athugulir menn og þroskaðir séu stundum van- trúaðir á blessun lýðræðisins. Ég hef sjálfur þótzt og þykist enn sjá á því ýmsa alvarlega agnúa. En mér virð- ist það samt skásta, langsam- iega skásta stjórnskipulagið, sem fundið hefur yerið meðal sið- menntaðra þjóða. Það er enn ungt °g er enn haldið mörgum barnasjúk- dómum. Það ætti að mega lækna marga þeirra eða bæta ýmsar mein- semdir þess. Það verður og að muna, að lýðfrelsi er ekki sama sem agaleysi né alfrelsi. Það er og næsta margt, sem meiri hluti atkvæða getur ekki kveðið upp úrskurð um né ráðið fram úr. Það er lífsnauðsyn lýðræðisins, að það ■viti hér takmörk sín.“ NÝJAR BÆKUR Gerard Boots: Kennslubók í frönsku, 189 bls., íb. kr. 25.00. Jón J. Aðils: íslandssaga handa gagn- fræða- og unglingaskólum. 3. útg. end- urskoðuð, með myndum. Vilhj. Þ. Gíslason sá úm útgáfuna, 408 bls., íb. kr. 30.00. Jeppabókin. Leiðbeiningar um bílavið- gerðir og viðhald. Með myndum, 145 bls. ib. kr. 60.00. Viðskiptaskráin: Atvinnu- og kaupsýslu- skrá íslands 1946, 9.árg., 1071 bls., ib. kr. 30.00. Stefán Stefánsson: Plönturnar. Kennslu- bók í. grasafræði með 269 myndum IV. útg. lagfærð og aukin, 199 bls., íb. kr. 26.00. Erich Maria Remarque: Sigurboginn. Skáldsaga eftir hinn fræga höfund bók- arinnar „Tiðindalaust á vesturvígstöðv- unum“. Maja Baldvins islenzkaði, 463 bls., ób. kr. 55.00, íb. kr. 71.00 og 90.00. W. Somerset Maugham: Svona var það og er það enn. Skáldsaga. Brynjólfur Sveinsson islenzkaði, 281 bls., ób. kr. 25.00, íb. kr. 35..00. W. Somei-set Maugham: Suðrænar synd- ir. Úrvals^ögur. Halldór ólafsson is- lenzkaði, 259 bls., ób. kr. 22.00, íb. kr. 30.00. Robert Graves: Ég, Claudius. Spilltar konur, spilltir menn. Skáldsaga. Magn- ús Magnússon islenzkaði, 391 bls., ib. kr. 65.00. A. J. Cronin: Dóttir jarðar. Skáldsaga. Jón Helgason íslenzkaði, 116 bls., ób. kr. 15.00, ib. kr. 24.00. Útvegum aliar fáanlegar islenzkar bæk- ur. Fjölbreytt úrval erlendra bóka. Send- um gegn póstkröfu um land allt. t$ól?abú& m ocf Laugavegi 19, Reykjavík. Sími 5055. Pósthólf 392. m-ennMCjar

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.