Samtíðin - 01.05.1946, Qupperneq 35
SAMTlÐIN
31
!>eir VITRU
— .... ...... SÖGÐU:
TÓMAS SÆMUNDSSON: „Vel
8'etur því ekki reitt af, ef menn leiða
allt hjá sér, sem ónæði og áreynslu
kostar, því að lífinu er samfara stríð
og erfiði; án þess er það afbreytinga-
laust og sælulítið. Alla framför
verður að kaupa með fyrirhöfn, því
að hún reynir á manninn og eflir
með því þrótt hans, veitir honum
það, sem hann keppist eftir, og gleð-
ur hann, þegar hann hefir öðlazt
það. Eða hvernig fer, þegar ekkert
er að hafzt, þegar ntenn undir eins
frarnan af ævinni vita ekki, hvað
þeir ætla sér, þegar mók eða værð
kentst á sálina og því er slegið á
frest til ntorguns, sent vinna átti í
dag, til næsta ársins, sent þetta árið
ntátti af koma. Fer þá ekki oft svo,
að dagurinn er liðinn fyrr en tekið
er eftir eða að minnsta kosti sá kafli
hans, þá hægast var að vinna, en
verkið er óunnið, sem gjöra átti, svo
að það verður aldrei gjört?“
PÁLL J. ÁRDAL: „Að hryggjast
og gleðjast hér um fáa daga, / að
heilsast og kveðjast. — Það er lífsins
saga.“
EINAR ÓL. SVEINSSON: „Til
þess að breiða út kenningar þarf að
skilja þá, sem við þeim eiga að
taka.“
BENEDIKT GRÖNDAL: „Þeir
níða mest, sent ekkert gjöra sjálfir.“
BEN. Þ. GRÖNDAL: „Ef þú,
ntaður, ekki sífellt iðja nennir, /
á lastasoði letinnar þú líf þitt
brennir.“
NYJAR BÆKUR
Guðmundur Kamban: Vítt sé ég land og
fagurt. Skáldsaga. SkáldiS tekur hér til
meðferírar ástir þeirra Bjarnar BreiSvík-
ingakappa og ÞuríSar á FróSá. I. bindi.
302 bls. ób. kr. 50.00, ib. kr. 100.00.
Guðm. G. Hagalín: Ivonungurinn á Kálf-
skinni. Nútíðarskáldsaga. Gerist á elli-
heimili. Teikningar eftir Halldór Pét-
ursson. 519 bls. ób. kr. 48.00, ib. kr.
62.00 og 78.00.
Knut Hamsun: Viktoría. Ástarsaga. 2. útg.
Þessi vinsæla saga urn hinn draumlynda
malarason er nú aftur komin í skraut-
legri útgáfu. Jón SigurSsson frá Kald-
aSarnesi þýddi. 163 bls. ób. kr. 28.00.
íb. kr. 48.00.
Jónas Hallgrímsson: LjóSmæli. Skraut-
útgáfa i tilefni af aldarafmæli skáldsins.
Tómas GuSmundsson sá um útgáfuna og
ritaði inngang aS kvæSunum. MeS mynd-
um eftir Jón Engilberts, íb. kr. 165.00
og 310.00.
Jón Trausti: Anna frá Stóruborg. Skáld-
saga. Þetta er skrautútgáfa af hinni vin-
sælu ástarsögu um liöfSingskonuna Önnu
á Stóruborg, prýdd teikningum eftir
Jóhann Briem. 188 bls., ób. kr. 38.00,
íb. kr. 75.00 og 125.00.
Jón Trausti: Ritsafn, 6. bindi (Bessi
gamli, Smásögur 1—2 og FerSaminning-
ar) 443 bls. ób. kr. 55.00, ib. kr. 75.00
og 125.00.
Jón Magnússon: Bláskógar. LjóSasafn I
—IV. Hér eru samankomin öll verk
þessa vinsæla skálds: Bláskógar, HjarS-
ir, FlúSir, JörSin græn og Björn á Reyð-
arfelli. 736 bls. ób. kr. 80.00, íb. kr.
120.00 og 160.00.
Útvegum allar fáanlegar íslenzkar bæk-
ur. Fjölbreytt úrval erlendra bóka. Send-
um gegn póstkröfu um land allt.
EólaLÚ WáL oy
Laugavegi 19, Reykjavík.
Sími 5055. Pósthólf 392.
mevminffar