Samtíðin - 01.05.1944, Side 35
SAMTÍÐIN
31
ÞEIR VITRIJ Nýiar bækur
— SÖGÐU: / J
Stjórnmálamenn, sem komast
soltnir til valda, fitna venjulega ó-
geðslega, áður langt um líður. — X.
Mikið mannsefni gerir bæði tóm-
stundir sínar og skyldustundir að
þjónustumeyjum sínum og þroska-
gjöfum. Hann kann að meta upp-
eldis- og þroskagildi beggja. Skyldu-
störfin eiga að kenna honum að lúta
skipulagi, reka sjálfan sig til nauð-
synlegrar vinnu og langrar yfirlegu,
hvort sem honum er „Ijúft eða leitt.“
Tómstundir eiga hins vegar að kenna
ungum menntanema að vera sjálfs
sín húsbóndi og herra. En hitt er
örðugt að finna, hvert skóla-skipu-
lag þjálfar æskuna bezt í því, er ég
hefi drepið á------Á þessum tím-
um ógnarbranda og mannlegra
kvala, er margir menntamenn svo-
kallaðir og ungir námsmenn eru, í
óskiljanlegri steinblindni og hel-
blindni, fullir aðdáunar á villi-
mennsku, stórfelldum svikum,
grimmd og djöfulæði, er vel, að til er
afdrep — þótt ekki sé nema í leik eða
spilum —, þar sem lögum og menn-
ingu er fylgt. — Sigurður Guðmunds-
son.
Stjórnmálamennirnir eru hinir
tryggu og staðföstu óvinir opinberr-
ar ráðdeildar. — Stefan Zweig.
í múgæsingum verða menn ávallt
hugrakkir. — Sami höfundur.
Ekkert er snillingum óbærilegra
en meðalmennskan. — Sami höf.
Svikarar einir hafa sagt mér satt.
— Napóleon.
Ólafur Jóhann Sigurðsson: Fjallið og
draumurinn. Skáldsaga. 432 bls. Verð
50 kr. ób. og 62 kr. íb.
Sigrid Undset: Heim til framtíðarinnar.
Bók um hernám Noregs og flótta höf-
undarins þaðan. Kristmann Guðmunds-
son íslenzkaði. 148 bls. Verð ób. 18 kr.
André Simone: Evrópa ó glapstigum.
Sverrir Kristjánsson þýddi. 254 bls.
Verð ób. 38 kr., íb. 46 kr.
James M. Cain: Pósturinn hringir alltaf
tvisvar. Skáldsaga. Maja Baldvins þýddi.
159 bls. Verð ób. 15 kr.
T. E. Jessop: Vísindin og andinn. Guðm.
Finnbogason þýddi. 88 bls. Verð ób. kr.
12,50.
Jónas Guðmundsson: Vörðubrot. Spá-
dómabólc. 320 bls. Verð ób. 25 kr. íb.
34 kr.
Guðm. Hagalín: Gróður og sandfok. Þætt-
ir um bókmenntir og stjórnmál. 235 bls.
Verð ób. 25 kr.
Árnesinga saga. Náttúrulýsing Árnessýslu,
fyrri hluti. Yfirlit og jarðsaga, eftir
Guðm. Kjartansson. Gróður i Árnes-
sýslu, eftir Steindór Steindórsson. 268
bls. Verð ób. 48 kr.
Um ókunna stigu. Þrjótíu sannar sögur
um landkönnun, rannsóknir og svaðil-
farir, sagðar í Félagi landkönnuða í
New York. Pálmi Hannesson og Jón
Eyþórsson þýddu. 291 bls. Verð ób. 40
kr., íb. kr. 52,50.
Erskine Caldwell: Hetjur á heljarslóð.
Bókin fjallar um skæruhernaðinn í
Rússlandi. Karl ísfeld islenzkaði. 160
bls. Verð ób. 22 kr., íb. 30 kr.
Hearnshaw: Þróun pólitiskra hugmynda.
Jóhann G. Möller þýddi. 180 bls. Verð
ób. 20 kr.
BÓKABÚÐ
MÁLS OG MENNINGAR
Laugavegi 19, Reykjavík.
Sími 5055. Pósthólf 392,