Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 2
2 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR KÝPUR, AP Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, kom til Kýpur í gær í von um að ná að blása lífi í glæð- ur friðarvið- ræðna, sem miðað hefur hægt undan- farið. „Ég er hing- að kominn til að sýna per- sónulegan stuðning minn við viðræður um endursam- einingu landsins,“ sagði Ban við komuna í gær. Viðræður Grikkja og Tyrkja um sameiningu hinna tveggja aðskildu hluta eyjunnar hófust fyrir nærri hálfu öðru ári, en þær hafa litlum árangri skilað. Tyrkland, eitt landa, viður- kennir sjálfstæði hins tyrkneska hluta eyjunnar. - gb Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA Nýr Rauðmagi Glæný Línuýsa STJÓRNSÝSLA Unnið hefur verið að því undanfarn- ar vikur að gera vef rannsóknarnefndar Alþing- is viðbúinn miklu álagi sem búast má við að verði á honum þegar skýrsla nefndarinnar um banka- hrunið verður gerð opinber. Sérstakur viðbúnaður tæknimanna verður fyrstu dagana eftir birtingu en vefurinn verður gæddur þeim eiginleikum að hægt verður að leita eftir efnisorðum, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur skýrslu nefndarinnar verið frestað og er nú búist við því að hún verði birt í lok mánaðarins. Skýrsl- an verður gríðarlega umfangsmikil og er talið að hún geti jafnvel orðið tvö þúsund síður. Vart þarf að taka það fram að mikil eftirvænting og spenna ríkir í þjóðfélaginu eftir útgáfu skýrslunnar en starfsmenn nefndarinnar hafa lýst því yfir að engin nefnd hafi þurft að færa þjóðinni jafn svört tíðindi og þessi. Skýrslan verður einnig prentuð og má reikna með að alþingismenn og fjölmiðlar fái hana. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, vildi ekki gefa upp hvar hún yrði prentuð af öryggisástæðum. „Við höfum verið spurð að því hverjir séu að prófarka- lesa hana en það verður heldur ekki gefið upp,“ segir Páll í samtali við Fréttablaðið en skýrslan verður aðgengileg á netinu um leið og hún kemur út á prenti. - fgg Rannsóknarnefnd Alþingis býst við miklu álagi þegar skýrslan verður kynnt: Vefþjónn nefndarinnar við öllu búinn STÓR NETÞJÓNN Undanfarnar vikur hefur vinna staðið yfir við að undirbúa netþjón rannsóknarnefndar Alþingis vegna þess mikla álags sem verður á honum þegar skýrslan verður loks birt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ágústa, er þá ekki tími til kominn að pakka saman og fara heim? „Nei, ætli það sé nú ekki næg vinna eftir enn.“ Í frétt blaðsins með fyrirsögninni „Síðasta vígi reykingafólks fellur“ á föstudag kom fram að sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan væri að „velta því fyrir sér að íhuga að hætta að reykja“. Ágústa Tryggvadóttir er starfsmaður Reyksímans sem veitir áhugasömum aðstoð við að hætta að reykja. BANDARÍKIN Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fréttum af því að Bandaríkin ætli að selja Taívönum vopnabúnað og þyrlur, auk þess sem bæði her- þotur og kafbátar gætu fylgt með í pakkanum. Jason Yuan, sendiherra Taív- ans í Bandaríkjunum, skýrði frá þessu í yfirlýsingu sem opinber fréttastofa Taívans birti. Kínversk stjórnvöld hafa ekki viljað viðurkenna sjálf- stæði Taív ans og líta á öll pólit- ísk samskipti annarra ríkja við Taív an, hvað þá hernaðarstuðn- ing, sem grófa ögrun. - gb Bandaríkin ergja Kínverja: Selja Taívönum vopn og þyrlur BAN KI-MOON Ban Ki-moon á Kýpur: Reynir að efla friðarviðræður EFNAHAGSMÁL Starfsfólk banka og fjármálafyrirtækja er álíka óvin- sælt nú um stundir og hryðjuverka- menn. Þetta hefur bandaríska stór- blaðið Wall Street Journal eftir Donald Moore, stjórnarformanni bandaríska bankans Morgan Stan- ley, á ársþingi Alþjóðaefnahags- ráðsins í Alpabænum Davos í Sviss. Þinginu lauk í gær. Helsta umræðuefni þingsins voru aðgerðir og leiðir til að keyra heimshagkerfið upp úr kreppunni. Erlendir fjölmiðlar eru á því að almennt hafi lítill árangur náðst á þinginu utan samstöðu um ný störf og að viðskiptafrelsi væri lykill að efnahagsbatanum. Wall Street Journal segir forráða- menn banka og fjármálafyrirtækja hafa verið í varnarstöðu á þinginu í ár í skugga hamfaranna og setið undir hótunum ríkisstjórna og eft- irlitsaðila um róttækar aðgerðir gegn þeim, svo sem hertu eftirliti og hækkunum á gjöldum. Hótan- ir sem þessar hafa heyrst vestan- hafs um nokkurra mánaða skeið en hafa fengið byr undir báða vængi á meginlandi Evrópu upp á síðkastið. Á meðal þess er innleiðing „Glass- Steagall“-laganna svokölluðu, sem sett voru í Bandaríkjunum í kjölfar kreppunnar miklu árið 1932. Þau meina viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi. - jab Bankar og fjármálafyrirtæki litnir sömu augum og hryðjuverkamenn í Davos: Lítill árangur náðist í Alpabæ EKKI ÉG! Peter Sands, forstjóri breska bankans Standard Chartered, ræðir um efnahagsbatann í Davos. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NORÐURLÖND Dæmi eru um að Íslendingum sem þiggja bætur í Danmörku hafi verið skipað úr landi. „Dvalarleyfi þitt í Danmörku er fallið niður og þú þarft þess vegna að fara úr landi … Ef þú gerir það ekki átt þú á hættu að vera vísað úr landi og refsað fyrir ólöglega dvöl í Danmörku“, segir í bréfi sem Íslend- ingur í Danmörku fékk á síðasta ári. Samkvæmt því bréfi sem sent var frá danska Útlendingaeftirlitinu hafði sveitarfélagið þar sem Íslend- ingurinn var búsettur gert Útlend- ingaeftirlitinu viðvart um að hann þægi framfærslustyrk. Bent er á í bréfinu að samkvæmt lögum megi Íslendingar dvelja án dvalarleyf- is í landinu en einnig á að ákvæði í lögum um virkni á vinnumarkaði geri það kleift að vísa þessum ein- staklingi úr landi. Í frétt á heimasíðu Norðurlanda- ráðs og Norrænu ráðherranefndar- innar, www.norden.org, kemur fram að fjölmörgum norrænum ríkisborg- urum sem ekki geta séð sér farborða hafi verið vísað úr landi með dóms- úrskurði. Aðallega sé um að ræða brottvísanir frá Danmörku en einn- ig frá Svíþjóð. Bent er á í fréttinni að í norræna sáttmálanum frá 1994 standi að allir Norðurlandabúar eigi rétt á að búa í öðru norrænu landi. Enn fremur segir að mörg þeirra mála sem upplýsingaþjónusta Nor- rænu ráðherranefndarinnar, Hallo Norden eða Halló Norðurlönd, hafi skráð séu erfið dómsmál þar sem túlkun á reglum virðist smám saman hafa orðið þrengri. Alma Sigurðardóttir, verkefna- stjóri Halló Norðurlönd á Íslandi, segist hafa haft spurnir af Íslend- ingum í Danmörku sem hafa fengið bréf þar sem réttur þeirra til dvalar er felldur niður vegna þess að þeir þáðu bætur frá danska ríkinu. Hún segir dönsk sveitarfélög hafa mikið sjálfstæði og lög er varða Norður- landabúa því túlkuð misjafnlega á milli þeirra. Hún segir upplýsing- ar um hversu margir þetta séu ekki liggja fyrir. Alma bendir á að þessar brott- vísanir séu í mótsögn við reglur er kveða á um að Íslendingar þurfi ekki dvalarleyfi til að dvelja annars staðar á Norðurlöndunum. Enginn frá Norðurlöndunum hefur verið sendur úr landi frá Íslandi á grundvelli þess að vera á framfæri félagslega kerfisins sam- kvæmt upplýsingum Útlendinga- stofnunar. Norræna borgara- og neytenda- nefndin hefur farið fram á það við ríkisstjórnir norrænu ríkjanna að fá nánari upplýsingar um þessi mál og ætlar að fjalla um þau á fundi í apríl. sigridur@frettabladid.is Íslendingar á bótum sendir til síns heima Norrænum ríkisborgurum, sem búsettir eru á Norðurlöndum utan föðurlandsins, er í auknum mæli vísað úr landi ef talið er að þeir geti ekki séð sér farborða. Leyfi Íslendinga til dvalar í Danmörku hefur verið fellt niður með þessum rökum. KAUPMANNAHÖFN Norrænum ríkisborgurum sem búsettir eru á Norðurlöndunum utan föðurlandsins er í auknum mæli vísað úr landi, ef talið er að þeir geti ekki séð sér farborða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR PERÚ Yfirvöld í Perú segja að 22 hafi týnt lífi í flóðum í kjölfar mikillar rigningar í landinu und- anfarna daga. Tíu er saknað og rúmlega 40.000 íbúar hafa þurft að flýja heimili sín og leita skjóls í neyð- arskýlum. Ástandið er einna verst í fjallahéraðinu Cuzco sem liggur í Andesfjöllum. Stjórnvöld í Perú hafa undan- farna daga sent þyrlur til að flytja fjölda ferðamanna frá Machu Picchu, vinsælum ferðamanna- stað sem lokaðist af í flóðum og skriðuföllum um síðustu helgi. - kg Yfirvöld í Perú: Telja 22 hafa látist í flóðum HEILBRIGÐISMÁL Skurðstofu Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) verður lokað og hátt í tut- tugu starfsmönnum sagt upp. Þetta kom fram í fréttum Ríkis- útvarpsins í gær. Fram kemur að fólkinu hafi verið sagt upp um helgina. Einn- ig að eini félagsfræðingur stofn- unarinnar hafi misst vinnuna. Stofnunin þurfi að skera niður um rúmar 86 milljónir króna til að halda rekstrinum innan fjár- laga þessa árs. Þessu til viðbót- ar þurfi stofnunin að skera niður þann halla upp á rúmar 26 millj- ónir sem myndaðist á síðasta ári. Um þrjú hundruð manns vinna hjá stofnuninni. - kg Heilbrigðisstofnun sker niður: Hátt í tuttugu manns sagt upp MINNING Vegna fjölda áskorana býður Fréttablaðið nú upp á birt- ingu æviminninga á tímamótasíð- um blaðsins. Þær fyrstu birtast í dag á blaðsíðu 19. Æviminningar eru greinar um látna einstaklinga, sem að formi til geta talist mitt á milli minn- ingargreina og æviágripa. Með hverri grein má birta eina ljós- mynd sem þarf ekki að vera and- litsmynd heldur getur með ein- hverjum hætti talist einkennandi fyrir hinn látna. Upplýsingar um fyrirkomu- lag og verðlagningu fást í síma 512 5490 og 512 5495 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið timamot@frettabladid.is. - gb Ný þjónusta Fréttablaðsins: Hafin er birting æviminninga Skemmdi fimm bíla Lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrinótt mann um tvítugt, sem grun- aður var um að hafa brotist inn í og skemmt fimm bíla á Hverfisgötu og Smiðjustíg. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.