Fréttablaðið - 01.02.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 01.02.2010, Síða 6
6 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. NJARÐARBRAUT 9 - REYK JAN ES BÆ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK HAÍTÍ, AP Tíu Bandaríkjamenn reyndu að flytja 33 börn í rútu yfir landamærin til Dóminíska lýðveld- isins, en voru handteknir á föstu- dagskvöld áður en hópurinn komst úr landi. Bandaríkjamennirnir segjast hafa ætlað að flytja börnin á hótel í Dóminíska lýðveldinu, sem verið sé að breyta í munaðarleysingjahæli fyrir hundrað börn frá Haítí. Bandaríkjamennirnir voru hins vegar ekki með tilskilda papp- íra meðferðis. Stjórnvöld á Haítí hafa lagt mikla áherslu á að fara varlega í að leyfa ættleiðingar og brottflutning á börnum af ótta við að börn, sem hafa misst foreldra sína eða misst samband við þá í kjölfar jarðskjálftans, séu óvenju auðveld bráð fyrir glæpamenn sem reyna að selja börn til ættleiðingar eða kynlífsþrælkunar. Bandaríkja- mennirnir tíu eru baptistar og segj- ast ekki hafa neitt illt í huga. Þeir hafi ekki greitt fé fyrir börnin, heldur fengu þau fyrir milligöngu prests á Haítí. Silsby, kona úr hópi hinna hand- teknu Bandaríkjamanna, var spurð hvort það hafi ekki verið vanhugsað hjá þeim að reyna að flytja börnin úr landi án réttra pappíra, einmitt nú þegar varað er við hættunni á mansali og smygli á börnum. Hún sagðist ekki hafa fylgst með frétt- um meðan hún hefur verið á Haítí: „Við erum engan veginn þátttak- endur í slíku. Það er einmitt slíkt sem við erum að berjast gegn.“ - gb Tíu Bandaríkjamenn handteknir á landamærum Haítí með 33 börn: Segjast vilja hjálpa börnunum Í FANGELSINU Blaðamenn fengu að ræða við þrjár konur úr hópi hinna handteknu Bandaríkjamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Viltu að rannsóknarnefnd verði látin kanna ákvörðun íslenskra stjórnvalda um stuðning við Írakstríðið? Já 59,8% Nei 40,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu ánægð/ánægður með bronsstrákana okkar? Segðu skoðun þína á vísir.is PAKISTAN, AP Hakimullah Meh- sud, leiðtogi talibanahreyfingar- innar í Pakistan, er talinn hafa látist af völdum áverka sem hann hlaut í loftárás um miðjan janúar. Lát hans myndi teljast tölu- verður sigur bæði fyrir stjórn- völd í Pakistan, sem hafa bar- ist af hörku gegn talibönum, og fyrir bandarísk stjórnvöld, sem kenna Mehsud meðal annars um sprengjuárás á bandaríska leyniþjónustumenn í Afganistan nýverið. Forveri hans lést einnig í loft- árás í Pakistan fyrir tæplega hálfu ári. - gb Átök í Pakistan: Leiðtogi tali- bana fallinn VIÐSKIPTI Páll Bendiktsson, talsmaður skila- nefndar Landsbanka, segist ekki hissa á háum kostnaði við skilanefnd bankans. Fram kom í Fréttablaðinu á laugardag að kostnaðurinn hafi numið 11,5 milljörð- um króna í fyrra og var hann hærri en hjá skilanefndum Glitnis og Kaupþings. Páll segir það skýrast af meiri umsvif- um skilanefndar erlendis og kaupa á sér- fræðiþjónustu þar en hinna bankanna. „Erlendu kröfuhafarnir vilja að stór alþjóðleg félög í fjármálastarfsemi taki þátt í vinnu búsins. Mikil vinna erlendra sérfræð- inga var lögð í uppskiptin á eignum milli gamla og nýja Landsbankans. Þeirri vinnu lauk undir lok síðasta árs og því má búast við að erlendur sérfræðikostnaður lækki verulega,“ segir Páll og bendir á mikil- vægi þess að skoða skiptakostnað við stór erlend þrotabú, svo sem Lehman Brothers, sem sé mun hærri þótt búið þar sé minna. „Þá sjá menn að kostnaður skilanefnd- ar Landsbankans er mjög ásættanlegur,“ segir Páll og bendir á að kostnaðurinn hér á landi sé sambærilegur við hinar skila- nefndirnar. - jab Kaup á erlendri sérfræðiþjónustu keyrði upp kostnað þrotabús Landsbankans: Kostnaðurinn ásættanlegur PÁLL BENEDIKTSSON TANNVERND Fyrsti dagur árlegr- ar tannverndarviku er í dag. Í ár verður sjónum sérstaklega beint að börnum. Ekki er vanþörf á því, en rannsóknir sýna að tannheilsa íslenskra barna er mun verri en annarra barna á Norðurlöndum. „Undanfarið höfum við horft upp á að tannheilsu íslenskra barna hrakar verulega og það er sérstaklega sorglegt að á sama tíma eru heimtur barna til tann- lækna að skila sér mjög illa,“ segir Helgi Hansson barnatannlæknir. Hann segir helstu ástæðurnar sem tannlæknar sjái fyrir því að endur- greiðsluhlutfall ríkisins hafi jafnt og þétt lækkað. Tannheilsa barna hafi orðið illilega fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Helgi segir mikilvægt að for- eldrar séu meðvitaðir um nauð- syn þess að mæta með börn í reglubundna skoðun til tannlækn- is. „Það eru margir foreldrar sem standa sig vel í þessu. Aftur á móti eru þeir of margir sem draga það og sleppa því jafnvel alveg og lenda svo í vítahring síðar.“ Þá komi það tannlæknum á óvart að foreldrar mæti jafnvel ekki með börn sín í fría forvarna- skoðun, sem öll börn á aldrinum þriggja, sex og tólf ára eiga rétt á. „Það kemur aftan að okkur að heimtuhlutfallið gæti verið mun betra í þeim tilfellum þegar skoð- unin er frí.“ Helgi segir það tiltölulega ein- falt verkefni að bæta tannheilsu barna. Þau eigi að borða minni sykur og bursta tennurnar kvölds og morgna. „Ef við bara gætum bætt þessi tvö atriði gætum við bætt tannheilsu barna til muna. Sérstaklega höfum við tannlækn- ar verið að benda á þennan falda sykur. Margir borða sætindi sex daga vikunnar og nammi á nammi- dögum. Það er nefnilega fleira sæt- indi en nammi, til dæmis margir drykkir, kökur og margar tegundir af morgunkorni.“ Í tilefni af tannverndarvikunni hefur Lýðheilsustöð gert lifandi myndefni um umhirðu barnatanna, fyrir foreldra og aðra aðstandend- ur barna. Það má nálgast á vef Lýðheilsustöðvar, á slóðinni http:// www.lydheilsustod.is/utgafa/lif- andi-efni/tannvernd/. Efnið verð- ur einnig gefið út á DVD-diski. holmfridur@frettabladid.is Tannheilsu íslenskra barna hrakar stöðugt Tannheilsa íslenskra barna er afar slæm í samanburði við önnur börn á Norður- löndum. Má meðal annars rekja það til stöðugt lækkandi endurgreiðsluhlutfalls ríkisins. Árleg tannverndarvika hefst í dag. Sjónum sérstaklega beint að börnum. BARN BURSTAR Tannlæknar hafa verulegar áhyggjur af því að tannheilsu íslenskra barna hefur hrakað verulega á undanförnum árum. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.