Fréttablaðið - 01.02.2010, Qupperneq 8
8 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
SÍMI 440 1000
WWW.N1.IS Meira í leiðinni
Þú færð lása fyrir felgurnar þínar hjá Hjólbarðaþjónustu N1
Læstu
felgunum þínum!
Bíldshöfða 2 Reykjavík
Réttarhálsi 2 Reykjavík
Fellsmúla 24 Reykjavík
Ægisíðu 102 Reykjavík
Langatanga 1a Mosfellsbæ
Reykjavíkurvegi 56 Hafnarfirði
Dalbraut 14 Akranesi
Grænásbraut 552 Reykjanesbæ
Verð frá 3.990 kr.
Kötlusetur
Rannsókna- og fræðasetur - Menningarmiðstöð
Kynningarfundur um Kötlusetur verður haldinn
miðvikudaginn 3. febrúar n.k. í félagsheimilinu
Leikskálum í Vík og hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
Sveinn Pálsson
Setning
Gísli Sverrir Árnason
Kötlusetur – samantekt og tillögur
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir
Geopark (Jarðminjagarður)
Steingerður Hreinsdóttir
Háskólafélag Suðurlands – Kötlusetur
Umræður
Allir eru velkomnir.
BANDARÍKIN, AP Barack Obama Banda-
ríkjaforseti ætlar að stórefla kjarn-
orkuvinnslu vestra, að því er virðist
meðal annars til þess að fá bæði rep-
úblikana og hægrisinnaða demókrata
til liðs við áform sín í orku- og lofts-
lagsmálum.
Í stefnuræðu sinni, sem Obama
flutti í síðustu viku, sagðist hann ætla
að draga úr atvinnuleysi meðal annars
með því að stórauka vinnslu hreinna
orkugjafa á borð við kjarnorku.
Tuttugu prósent af raforku í Banda-
ríkjunum eru nú fengin frá 104 kjarn-
orkuverum í 31 af hinum 50 ríkjum
Bandaríkjanna. Þessi tuttugu prósent
eru hins vegar heil sjötíu prósent af
þeirri hreinu orku, sem framleidd er
í landinu – og er þá átt við orkugjafa
sem ekki senda frá sér gróðurhúsa-
lofttegundir sem valda hlýnun jarðar.
Í kosningabaráttu sinni sagðist
Obama styðja vinnslu kjarnorku, en
þó með þeim fyrirvörum að erfitt sé
að eiga við kjarnorkuúrgang auk þess
sem ríkið þurfi að kosta miklu fé til
þess stuðnings við byggingu kjarn-
orkuvera.
Þeir fyrirvarar eru enn fyrir hendi,
en á þessu ári hyggst hann verja millj-
örðum dala úr ríkissjóði í byggingu
nýrrar kynslóðar kjarnorkuvera.
Með þessu úrræði gæti hann átt
auðveldara með að vinna fylgi hægri-
manna við aðgerðir í loftslagsmálum.
- gb
Bandaríkjaforseti fer óhefðbundna leið til að tryggja stuðning við loftslagsúrræði:
Obama vill stórefla kjarnorkuvinnslu
BARACK OBAMA Hyggst verja milljörðum dala til að reisa ný kjarnorkuver.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SLYS Kona lést þegar hún féll ásamt
sjö ára syni sínum niður í djúpa
sprungu á vestanverðum Langjökli
á laugardag. Hún var 45 ára gömul.
Drengurinn var fluttur með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á gjörgæslu-
deild Landspítalans, en útskrifaðist
þaðan yfir á barnadeild í gærkvöldi.
Líðan hans er eftir atvikum góð.
Mæðginin voru í hóp sem var í
jeppaleiðangri á Langjökli og átti
slysið sér stað norðaustan við Geit-
landsjökul. Ásgeir Kristinsson,
félagi í Björgunarfélagi Akraness
og vettvangsstjóri á slysstað, segir
einn bílinn í hópnum hafa lent með
annað framhjólið í sprungu. Við það
hafi förin verið stöðvuð og mæðgin-
in stigið út úr bílnum. Í framhaldi
af því hafi þau svo hrapað á þriðja
tug metra niður í sprunguna.
Björgunarsveitir fengu útkall um
slysið um klukkan 13 og voru báðar
þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar
á vettvang. Fyrstu björgunarmenn
voru komnir á staðinn um klukku-
stund síðar.
Ásgeir segir að björgunarmenn
hafi farið einn af öðrum niður um
þrönga sprunguna með línu til að
ná til mæðginanna. Drengurinn
var með meðvitund og náði sam-
bandi við björgunarmenn, sem
Ásgeir segir hafa hjálpað til.
Konan var úrskurðuð látin þegar
tekist hafði að flytja hana upp úr
sprungunni. Alls tók aðgerðin
tæplega fimm klukkustundir og
að henni komu rúmlega hundrað
manns.
Að sögn Ásgeirs eru aðstæður
á íslenskum jöklum afar sérstak-
ar þessa dagana. „Kannski er það
ekki öllum ljóst, en það er mjög lít-
ill snjór og faldar sprungur. Það á
ekki bara við slysstaðinn heldur
eru aðstæður svona mjög víða.“
Ekki er unnt að greina frá nafni
hinnar látnu að svo stöddu.
kjartan@frettabladid.is
Lést í slysi á Langjökli
Mæðgin féllu niður í djúpa jökulsprungu í jeppaferðalagi. Konan var úrskurð-
uð látin þegar tekist hafði að flytja hana upp úr sprungunni en líðan drengsins
er eftir atvikum góð. Aðstæður eru hættulegar á íslenskum jöklum.
1. Hversu marga bíla þarf
Toyota að innkalla hér á landi
vegna galla í eldsneytisgjöf?
2. Hvað nefnist nýr útvarps-
þáttur Þossa á Rás 2 sem er á
dagskrá eftir miðnætti á mánu-
dagskvöldum?
3. Hvar verður Edduverðlauna-
hátíðin haldin í ár?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
PRÓFKJÖR Einungis 34 prósent
þeirra sem voru á kjörskrá Sam-
fylkingarinnar í prófkjöri flokks-
ins í Reykjavík greiddu atkvæði,
eða 2.656 af 7.874 manns. Gunn-
ar Helgi Kristinsson stjórnmála-
fræðingur segir þetta ekki koma á
óvart, enda hafi lítil spenna verið
fyrir prófkjörinu þar sem Dagur
B. Eggertsson bauð sig einn fram
í fyrsta sætið. Dagur hlaut 83 pró-
sent atkvæða, eða 2.208.
Oddný Sturludóttir hafnaði í
öðru sæti með 959 atkvæði í 1.-2.
sæti en fjórir börðust um 2. sætið.
Þar á meðal Björk Vilhelmsdóttir,
sem hafnaði í þriðja sæti.
Hjálmar Sveinsson hafnaði í
fjórða sæti og Bjarni Karlsson
í því fimmta en þeir voru báðir
að bjóða sig fram í fyrsta sinn.
„Þetta er góð kosning fyrir nýlið-
ana. Þarna kemur endurnýjunin
inn hjá Samfylkingunni,“ segir
Gunnar Helgi. Hjálmar hafi látið
í sér heyra um hvernig borgarum-
hverfi eigi að vera, í útvarpi og
öðrum fjölmiðlum, sem gæti hafa
haft áhrif á góða útkomu hans.
Dofri Hermannsson hafnaði í
sjötta sæti en hann sóttist eftir
2.-3. sæti. Sigrún Elsa Smáradótt-
ir kom verst út úr prófkjörinu en
hún sóttist eftir 2. sætinu og hafn-
aði í 7. sæti.
Margrét K. Sverrisdóttir hafn-
aði í áttunda sæti.
- hhs
Lítill áhugi fyrir prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík:
Oddný var örugg
með annað sætið
ODDNÝ STURLUDÓTTIR Fjórir börðust um annað sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík og stóð Oddný uppi sem sigurvegari. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FRÁ SLYSSTAÐ Aðgerðin tók tæplega fimm klukkustundir. MYND/LANDHELGISGÆSLAN
VEISTU SVARIÐ?