Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 10
10 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
MENNTUN Leikskólasvið hefur beint
tilmælum til þjónustumiðstöðva í
101, 105 og 107 Reykjavík, það er
Vesturbæ, Miðbæ og Hlíðum, um
að finna dagforeldra til starfa.
Samkvæmt upplýsingum frá
sviðinu eru alls sjötíu laus pláss
í borginni, sem
fækkar dag frá
degi, en ekkert
þeirra er í mið-
bænum.
„Ég skil vel
að það sé erf-
itt fyrir for-
eldra í Vestur-
bæ að fara upp
í Breiðholt eftir
dagforeldrum
og við höfum
brugðist við þessari aukningu með
því að biðja um að það sé haft sam-
band við fyrrverandi dagforeldra
og auglýst eftir þeim, til dæmis í
hverfablöðum,“ segir Ragnhildur
Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leik-
skólasviðs. Nokkur pláss séu laus í
Laugardal, en þar þurfi líklega að
auglýsa líka.
Engin miðlæg skrá heldur utan
um hversu margir hafa sótt um
dagvistun í þessum hverfum, og
þar með hversu margir eru á bið-
lista, enda halda dagforeldrar
sínar eigin skrár.
Síðastliðið haust var lítil spurn
eftir lausum plássum hjá dagfor-
eldrum í Reykjavík. Fullmann-
að var á leikskólum og metfjöldi
barna komst inn á þá. Við þessar
aðstæður fækkaði dagforeldrum.
Ofan á bættist að um áramótin
lækkuðu borgaryfirvöld svokall-
aða þjónustutryggingu, eða heim-
greiðslur; fé til foreldra sem ekki
fara með börn sín á leikskóla eða
til dagforeldra.
„Og það hefur aldrei verið hringt
jafn rosalega mikið og núna um
áramótin, ekki síðan ég byrjaði
fyrir níu árum,“ segir Ólöf Lilja
Sigurðardóttir, stjórnarmaður í
Barnavistun, félagi dagforeldra.
Í áranna rás hafi ástandið allt-
af verið erfiðara í miðbænum en
í úthverfum: „En núna vantar alls
staðar.“
Ólöf kveður heimgreiðslur hafa
spillt mikið fyrir og verið lækk-
aðar of seint: „Ef þær hefðu ekki
verið væru sennilega mun fleiri
dagforeldrar að störfum í dag,“
segir Ólöf, sem efast um að dag-
foreldrarnir snúi aftur „þótt það sé
allt vitlaust að gera“.
Ragnhildur Erla efast um að
þessar greiðslur séu rót vandans.
Á þenslutímum sé einfaldlega erf-
iðara að fá fólk á leikskólana. Þá sé
eftirspurnin meiri hjá dagforeldr-
um, sem fjölgi.
klemens@frettabladid.is
Skíðabox
St i l l ing hf . · S ími 520 8000
www.st i l l ing. is · s t i l l ing@sti l l ing. is
VIÐSKIPTI Eiginfjárhlutfall 365
miðla mun ríflega tvöfaldast gangi
hlutafjáraukning fyrirtækisins upp
á einn milljarð króna eftir. Málið
verður tekið fyrir á hluthafafundi
fyrirtækisins í fyrramálið.
Fyrir liggja hugmyndir um að
skipta hlutafé 365 miðla í A-hluta,
sem ber atkvæðarétt, og B-hluta,
sem er án atkvæðaréttar en nýtur
forgangs 25 prósent nafnverði arð-
greiðslna. Hlutaféð skiptist í áður-
nefnd hlutföll.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla,
sem meðal annars gefur út Frétta-
blaðið, segir féð tryggt. Eignar-
hald og skipting á eignahlutum
verði að vera gefin upp eftir hluta-
fjáraukninguna fyrir 1. apríl næst-
komandi.
Hann segir núverandi eigend-
ur og aðila þeim tengdum á meðal
þeirra sem leggi til hlutafé í A-
hluta. Stærsti hluthafi fyrirtæk-
isins er Jón Ásgeir Jóhannesson.
Utanaðkomandi fjárfestar muni
líklega tryggja sér forgangsbréf-
in í B-hluta. „Þetta er algengt fyr-
irkomulag hjá erlendum fjölmiðla-
félögum,“ segir hann og vísar
til bandaríska stórblaðsins Wall
Street Journal, sem skiptir hlutafé
sínu með sambærilegum hætti.
Ekki hefur verið rætt um skrán-
ingu félagsins á markað á ný, að
sögn Ara. - jab
Upplýsingar um hluthafa 365 miðla verða gefnar upp eftir hlutafjáraukningu:
Ekki rætt um skráningu á markað
ARI EDWALD Rætt verður um skiptingu
á hlutafé 365 miðla og aukningu hluta-
fjár í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LISTAVERK Á SÝNINGU Sýningargestur
virðir fyrir sér stóra styttu af nöktum
manni eftir ástralska listamanninn Ron
Mueck á sýningu í Melbourne.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Guðmundur Rúnar
Árnason varð í fyrsta sæti í próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Hafn-
arfirði sem fram fór á laugar-
dag. Guðmundur Rúnar hlaut 519
atkvæði í fyrsta sæti. Í öðru sæti
varð Magrét Gauja Magnúsdótt-
ir bæjarfulltrúi, Gunnar Axel
Axelsson í þriðja og Eyjólfur Þór
Sæmundsson í því fjórða. Lúðvík
Geirsson bæjarstjóri hlaut 905
atkvæði í fyrsta til sjötta sæti.
Hann bauð sig fram í sjötta sæti.
Alls greiddu 1.127 atkvæði í
prófkjöri en 2.150 voru á kjör-
skrá. Kjörnefnd ætlar að telja
atkvæðin aftur til staðfestingar.
- kh
Samfylkingin í Hafnarfirði:
Kjörnefnd telur
atkvæðin aftur
PRÓFKJÖR Valdimar Svavarsson
hagfræðingur sigraði í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Hafnar-
firði sem fór fram á laugardag.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfull-
trúi og fyrrverandi fréttamaður,
hafnaði í öðru sæti.
Valdimar hlaut 460 atkvæði
í fyrsta sætið en Rósa 458 og
því munaði einungis tveimur
atkvæðum á þeim. Rósa fékk 141
atkvæði í annað sætið en Valdi-
mar 86. Í heildina hlaut Rósa 869
atkvæði og Valdimar 795. Á kjör-
skrá voru 3.593 manns. Atkvæði
greiddu 1.224.
Prófkjör D-lista í Hafnarfirði:
Valdimar náði
efsta sætinu
PRÓFKJÖR Guðríður Arnardótt-
ir náði efsta sætinu í forvali
Samfylkingarinnar í Kópavogi
sem fram fór á laugardaginn.
Guðríður var ein í framboði í
fyrsta sætið og hlaut 87,4 prósent
atkvæða.
Í öðru sæti hafnaði Hafsteinn
Karlsson, Pétur Ólafsson í þriðja
sæti, Elfur Logadóttir í fjórða
og Margrét Júlía Rafnsdóttir í
fimmta sæti. Kosið var um sex
efstu sæti listans.
Samfylkingin í Kópavogi:
Guðríður hlaut
afgerandi kosn-
ingu í Kópavogi
Mikill skortur á dagforeldrum
Dagforeldrum hefur fækkað síðustu mánuði. Leikskólasvið leitar að fólki til starfa í miðbænum. Alls eru
164 dagforeldrar að störfum en voru 188 árið 2007. Talsmaður segir dagforeldra vanta um alla borg.
ÓLÖF LILJA SIGURÐARDÓTTIR ÁSAMT BÖRNUNUM Í nóvember og fram til áramóta
var lítið sem ekkert að gera hjá dagforeldrum og margir þeirra hættu störfum. Nú er
„allt vitlaust“ segir Ólöf en leikskólasvið segir eftirspurnina bundna við miðbæinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
FJÖLDI DAGFORELDRA
2010 162
2009 171
2008 188
2007 188
2006 177
2005 162
2004 164
RAGNHILDUR ERLA
BJARNADÓTTIR
ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld hafa
hvorki játað því né neitað að hafa
látið myrða Mahmoud al-Mabhoub
á hótelherbergi í Abú Dabí 20. jan-
úar síðastliðinn.
Þau héldu því þó fram í gær að
al-Mahboub hafi verið lykilmað-
ur í vopnasmygli frá Íran til her-
skárra Palestínumanna á Gasa-
strönd. Ísraelar hafa allnokkrum
sinnum verið sakaðir um að taka
andstæðinga sína af lífi án dóms og
laga hvar sem til þeirra næst.
Al-Mahboub var einn af stofn-
endum hernaðararms Hamas-
samtakanna, sem fara með völd á
Gasasvæðinu sem Ísraelar halda í
nánast algerri einangrun.
Hann var eftirlýstur í Ísrael
fyrir aðild sína að ráni og morði á
tveimur ísraelskum hermönnum
árið 1989.
Hamas-samtökin hafa fullyrt
að Ísraelar beri ábyrgð á morðinu,
en stjórnvöld í Abú Dabí segja að
„klíka atvinnuglæpamanna“ með
evrópsk vegabréf hafi líklega stað-
ið að morðinu.
Misvísandi frásagnir hafa bor-
ist af því hvernig hann var myrt-
ur. Tatal Nassar, fjölmiðlafull-
trúi Hamas í Damaskus, sagði að
honum hafi verið byrlað eitur og
síðan hafi hann hlotið raflost, en
Hussein, bróðir al-Mahboubs, segir
að hann hafi látist af völdum bæði
raflosts og köfnunar þegar klæði
var haldið að vitum hans. - gb
Ísraelar játa hvorki né neita morði í Abú Dabí:
Háttsettur Hamas-liði
sakaður um vopnasmygl
MÓÐIR HINS MYRTA Sýnir
blaðamönnum mynd af syni
sínum, sem fannst látinn á
hótelherbergi í Abú Dabí.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP