Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2010, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 01.02.2010, Qupperneq 14
14 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 ANNA LÁRA STEINDAL Í DAG | ... frábært vöruúrval 395 Áður kr. 1.115 UMRÆÐAN Guðrún S. Guðlaugsdóttir skrifar um Icesave Mikið er ég fegin að handritin eru komin heim. Það var fallegt af Dönum að skila okkur þeim aftur. Ekki er að vita hvað gerist þegar hinn pelsklæddi hluti þjóðarinnar er búinn að fella Icesavesamning nr. 2 í þjóðaratkvæða- greiðslunni 6. mars. Líklega fer eftir það hver eyrir í að greiða hinar geigvænlegu skuldir þjóðarbúsins og ekki lengur hægt að kaupa matvörur til landsins vegna gjaldeyrishafta. Ekki einu sinni maðkað mjöl, sem dönsku einokunarkaup- mennirnir fluttu þó hingað af náð sinni þegar illa áraði á Íslandi í „den tid“. Matvörubúðirnar munu standa tómar, uppetið verður kindakjötið og kartöfl- urnar. Fiskmetið ekkert, útvegsmenn búnir að binda skipaflotann í höfn. En hinir pelsklæddu hafa spil uppi í erminni, – þá hefð á Íslandi að eta gömul handrit í harðindum. Þeir ganga því keikir til atkvæðagreiðslu, handrita- forðinn vel geymdur. Sumir landar vilja kannski eta fyrst innflutt góðærisleður af sófum, veski, skó og hanska. En skv. reynslunni þyrfti þjóðaratkvæðagreiðslu um forgangsröðina. Þar tækjust á þeir sem fjárfestu í góðæris- leðurskartinu og menningarlegir unnendur handritaarfsins. Hvernig sem sú þjóðara- atkvæðagreiðsla færi kæmu á endanum ný „móðuharðindi“ yfir okkur. Einn af öðrum myndu hinir harðgeru Íslendingar leggjast til hinstu hvílu á landshlutaráfi í leit að fæðu. Uppgrafnar yrðu þá rætur allra jurtateg- unda, meira að segja hinnar marghötuðu lúp- ínu. Loks myndi landið leggjast í eyði. En það á tímann fyrir sér, öfugt við mannskepnuna. Það mun gróa upp og bíða þess í rólegheitum að nýir sundur- lyndisseggir frá meginlandinu komi siglandi. En eitt getum við huggað okkur við – Íslendingar falla með sæmd – án þess að hafa látið þann blett falla á mannorð sitt að borga umsamdar Icesaveskuldir í útlöndum. Á hörðum diskum framtíðarinnar verður í minnum haft að Ísland byggði eitt sinn þjóð sem taldi mikilvægast að muna að „orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur“. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Handritaforðinn góði Innflytjendaumræðan á Íslandi snýst gjarnan um það hvað útlendingar eiga að gera til þess að falla sem best að íslensku sam- félagi og hvernig við getum komið í veg fyrir að útlensk áhrif mengi íslenska menningu. En við gleym- um að spyrja sjálf okkur hvaða tækifæri útlendingar gefa okkur. Hvað græða Íslendingar á því að reka opna innflytjendastefnu og taka tillit til þarfa innflytjenda sem hingað koma til þess að taka þátt í íslensku samfélagi? Hér á eftir er fjallað um tvö atriði sem gera slíkt góðan kost fyrir Ísland. Eitt af því sem fólksflutningar hafa haft í för með sér er breytt og aukin samvinna landa sem tengjast í gegnum dvöl hóps fólks af tilteknu þjóðerni í öðru landi. Nærtækast er að skoða samskipti Íslands og Póllands í okkar tilviki, þar sem yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda á Íslandi er þaðan. Síðasta áratuginn hefur samvinna Íslendinga við Pólland eflst í takt við fjölgun pólskra ríkisborgara í landinu. Sem dæmi má nefna að árið 2006 tók pólskur ræðismaður til starfa, en áður höfðu Pólverjar á Íslandi þurft að sækja þjónustu í sendiráð Póllands í Noregi. Með tilkomu embættisins hafa menn- ingartengsl landanna aukist og þjónusta við pólska íbúa á Íslandi sömuleiðis. Um leið og samskiptin auk- ast skapast ný sóknarfæri fyrir Íslendinga. Ný viðskiptasambönd verða til og spennandi verkefnum er hrint í framkvæmd. Í kjölfar- ið eykst skilningur á aðstæðum, stjórnmálum, efnahagskerfi og mörkuðum Póllands, sem aftur nýtist Íslendingum í utanríkis- þjónustu og ferðaþjónustu svo eitt- hvað sé nefnt. Það má til dæmis velta því fyrir sér hvort Pólverj- ar hefðu boðið Íslendingum lán í kjölfar bankahrunsins, ef ekki væri fyrir þessi nýju og efldu samskipti landanna í gegnum pólska innflytjendur og verka- menn á Íslandi. Einnig má benda á að ásókn Íslendinga í að eyða sum- arleyfum og sólríkum dögum á ströndum og í bæjum Austur-Evr- ópu hefur aukist í samræmi við frjálsari för íbúa þaðan til vestari og norðari hluta álfunnar. John Stuart Mill fjallaði um það í verki sínu Principles of Politi- cal Economy árið 1848, að til þess að viðhalda vexti og þróun væri hverju samfélagi nayðsynlegt að spegla sig í öðrum, engin þjóð gæti þrifist eða þróast án þess að fá hugmyndir og þekkingu að láni frá öðrum samfélögum. Íslending- ar geta til dæmis velt því fyrir sér hver staðan væri hér á landi nú ef ekki hefði komið til dvöl Banda- ríkjahers og uppbygging hans í landinu. Það var af erlendu vinnu- afli, þ.e. bandarískum hermönn- um, sem við lærðum að byggja vegi og reka alþjóðlegan flugvöll. Það vill oft gleymast að innflytj- endur flytja með sér dýrmæta þekkingu sem getur verið þungt lóð á vogarskálar framfara í nýja samfélaginu. Á Íslandi hafa innflytjend- ur haft gríðarlega mikil (og ég leyfi mér að segja jákvæð) áhrif á menningu, listir og matarvenj- ur. Ekki bara á veitingahúsum heldur einnig í matargerð á heim- ilum. Með tilkomu verslana eins og Pólsku búðarinnar í Breið- holti, Sælkeraverslunar Nings við Suðurlandsbraut og Filippseyja við Hverfisgötu hafa möguleikar almennings til þess að tileinka sér nýjar leiðir í matargerð aukist. Þá hefur klassísk íslensk tónlist notið krafta stjórnenda og hljóð- færaleikara af erlendum uppruna með frábærum árangri. Mér detta í hug Szymon Kuran fiðluleikari, Vladimir Ashkenazy pínanósnill- ingur og Rumon Gamba, stjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hið sama má segja um aðrar list- greinar. Flestir þekkja nöfn fólks eins og Dieter Roth, myndlistar- manns, Bernd Ogdronik brúðu- meistara og Eivarar Pálsdóttur söngkonu. Innflytjendur hafa einnig látið til sín taka við stefnumótun og upplýsingagjöf um málefni sem tengjast fólki af erlendum upp- runa og þannig tryggt að sjónar- mið sem innfæddir geta aldrei haft komi fram. Dæmi um slíkt er Jafnréttishús sem Amal Tam- imi rekur í Hafnarfirði, Sam- tök kvenna af erlendum uppruna, Tatjana Latinovic, fulltrúi í Inn- flytjendaráði, og starfsfólk af erlendum uppruna í Alþjóðahúsi. Einnig starfa ýmsir hagsmuna- hópar aðrir að málefnum innflytj- enda, ýmis á eigin vegum eða í tengslum við stofnanir á borði við Alþjóðahús, Rauða krossinn og Fjölmenningarsetur. Það er harla ólíklegt að hægt sé að sporna við þeirri þróun sem hafin er og felur í sér hreyfan- leika fólks um álfur og lönd. Hins vegar getum við nýtt reynslu og krafta þessa sama fólks til þess að geta sem best tekist á við þær áskoranir sem fylgja. Áhrifarík- asta leiðin til þess er að rétta fram vinarhönd og mæta innflytjend- um á jafningjagrunni í samræðu um hvernig við getum best þróað samfélag okkar áfram með hag allra að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Akranesi. Lóð á vogarskálarnar Vanur Fréttir voru sagðar af því fyrir helgi að Samkeppniseftirlitið hefði gert húsleit í höfuðstöðvum Íslandspósts. Grunar eftirlitið fyrirtækið – sem er í eigu rík- isins – um brot á samkeppnislögum. Pósthúsið, sem er í eigu 365 (sem á Fréttablaðið), kvartaði undan Íslandspósti og telur Sam- keppniseftirlitið sumsé þær umkvartanir eðlilegar og eiga við rök að styðjast. Forstjóri Íslandspósts heitir Ingimundur Sigurpálsson. Hann var áður forstjóri Eimskipafélagsins. Þegar hann hélt þar um stýrið var félaginu gert að greiða 230 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna brota á sam- keppnislögum. Hví ekki? Athygli vakti að Framsóknarflokkur- inn kaus á föstudag að gera Magnús Stefánsson, fyrrverandi þingmann og ráðherra flokksins, að sínum fulltrúa í stjórn Ríkisútvarpsins. Flokkurinn hefur að undanförnu gætt sín á að setja ekki gamlar kempur úr pólitíkinni í nefndir, stjórnir og ráð. Sást það til dæmis á valinu á Daniel Gros í banka- ráð Seðlabankans. Nú er spurt hvers vegna framsókn leitaði ekki til útlanda eftir manni til að sitja í RÚV-stjórninni. Kvennalistinn Stundum er sagt að konur eigi erfiðara uppdráttar í Sjalfstæðisflokknum en í öðrum flokkum. Það átti þó ekki við um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á dögunum. Af tíu efstu frambjóðendunum skipa konur sex sæti, rétt eins og hjá Samfylking- unni. Hjá bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu eru tvær konur í efstu fjórum sætum, 1. og 4. hjá Sjálfstæðisflokki en 2. og 3. hjá Samfylkingunni. Enn eiga Vinstri græn eftir að velja sér oddvita í borginni en þar bítast karl og kona um efsta sætið. Það gæti því farið svo að Sjálfstæðisflokkurinn verði eini flokkurinn í borginni þar sem kona leiðir listann. bergsteinn@frettabladid.is GUÐRÚN GUÐ- LAUGSDÓTTIR Opin innflytjenda- stefna Í fjármálaráðuneytinu er að störfum starfshópur um heild- arendurskoðun á áfengislöggjöfinni. Frumvarp byggt á vinnu hópsins verður að öllum líkindum lagt fyrir haust- þingið. Meðal þess sem mun vera í skoðun er að lækka áfengiskaupaaldurinn um tvö ár og að heimila takmark- aðar áfengisauglýsingar. Hvort tveggja er framfaraskref frá núverandi lögum. Öllu síðra að starfshópurinn mun ekki vera með í skoðun að leggja til að einkaréttur ríkisins á sölu bjórs og léttvíns verði afnuminn, eins og hefur þó verið vilji meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum um töluvert skeið. Ástæðan fyrir að fólk getur ekki gripið með sér bjórkippu eða rauðvínsflösku um leið og það gerir helgarinnkaupin í matvöru- verslunum eru meintir hagsmunir heildarinnar. Áfengir drykkir þykja slík heilsuvá að takmarka þarf að þeim aðgengi og verð- leggja hátt. Sérstaklega þarf að gæta þess að halda ungmennum frá því að komast í nálægð við áfengið, og telja fulltrúar ríkisins það betur til þess fallið en aðrir. Engin ástæða er til að deila um að vín getur verið mikill skað- valdur, þó að auðvitað séu það fyrst og fremst fyllibytturnar sem koma óorði á brennivínið, svo einn sígildur frasi sé settur á flot. Hitt er allt annað mál hvort það að refsa öllum fjöldanum fyrir misnotkun fárra, með því að selja allt áfengi aðeins í sér- stökum verslunum ríkisins, hafi áhrif til hins betra á drykkju- siði þjóðarinnar. Ýmislegt bendir til þess að sú aðferðafræði þjóni engum tilgangi. Í því samhengi er mjög athyglisvert að bera saman reynslu Pennsylvaníu við önnur ríki Bandaríkjanna. Í þessu gamla kvek- araríki er svo til nákvæmlega sama fyrirkomulag á sölu áfengis og á Íslandi. Ríkið rekur allar vínbúðir og aðgengið er takmark- að. Lögin eru meira að segja svo ströng að þeir sem koma með áfengi með sér frá nærliggjandi ríkjum eiga yfir höfði sér allt að 90 daga í fangelsi. Hvergi í Bandaríkjunum, að Utah meðtöldu, eru jafnströng áfengislög og aðgengið að víni jafn takmarkað og í Pennsylv- aníu. Þrátt fyrir þetta drekka íbúar þar svo til jafnmarga lítra að meðaltali á ári og aðrir Bandaríkjamenn. Og þeir eiga í sömu vandræðum vegna áfengisneyslu og íbúar annarra ríkja Banda- ríkjanna. Öllu verri ef eitthvað er. Unglingadrykkjan er þannig yfir landsmeðaltalinu og sama gildir um dauðsföll í umferðinni af völdum ökumanna undir áhrifum. Þar eru Pennsylvaníuíbúar í 15. sæti af 51 ríki á meðan íbúar Illinois eru í 32. sæti, en þeir síðarnefndu geta keypt ótakmarkað af sterku, bjór og léttvíni í sínum matvöruverslunum. Þessi tölfræði segir okkur ekki að íbúar Pennsylvaníu séu sérstaklega forhertir og að í Illinois búi betra fólk. Hún bendir einfaldlega til þess að summa lastanna leitar alltaf jafnvægis. Ákveðið hlutfall fólks mun alltaf eiga erfitt með að umgangast vín og aðra vímugjafa sama hvort söluaðilinn er ríkisstarfsmað- ur eða kaupmaðurinn á horninu. Bjór og léttvín í búðirnar: Summa lastanna JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.