Fréttablaðið - 01.02.2010, Qupperneq 18
Beate Stormo kom til Íslands
frá Noregi fyrir 20 árum og
fór í sveit á Kristnesi. Þar bjó
ungur bóndasonur, Helgi að
nafni. Þau giftust, eignuðust
þrjá syni og búa þar enn í dag
þar sem þau eru með geitur,
kindur, kanínur og hænur.
Hún stundar járnsmíði,
hann málar og saman hanna
þau og sauma föt, mikið úr
efnum sem þau framleiða frá
grunni.
„Það er í raun ekkert vöru-
merki,“ svarar Helgi aðspurð-
ur hvað merkið þeirra heiti.
„Sköpunarþátturinn er svo
stór í þessu. Ferlið sem fylg-
ir því að skapa eitthvað
nýtt, frekar en að
framleiða einungis í
þeim tilgangi að selja
það. Við höfum ekki
lagt okkur mikið fram
við að vera með verslun,
fyrir utan desembermán-
uðina þegar minna er að
gera á bænum.“
Þau notast mikið við
náttúruleg efni í hönnuninni eins
og ull, hör, hvalskíði og leður, en
eru þó óhrædd við að sameina
fullkomnar andstæður á borð
við plast og önnur gerviefni. Til
að mynda var Rögnvaldur gáfaði
úr Hvanndalsbræðrum klæddur
í jakka frá Beate sem gerður er
úr áburðarplasti á sviði undan-
keppni Eurovision nýlega.
Þau hjón koma víða við á lista-
sviðinu. Helgi hefur sýnt á mynd-
listarsýningum, myndskreytt
bækur og er meðlimur í hljóm-
sveitinni Helga og hljóðfæraleik-
urunum. Beate hannar og saum-
ar meðal annars brúðarkjóla og
smíðar allt frá litlum skartgrip-
um yfir í girðingahlið úr
járni. Þetta gera þau
meðfram búskapn-
um. „Það er ekk-
ert til sem heit-
ir týpískur dagur,“
segir Beate. „Það er ein-
mitt það sem er svo
skemmtilegt við
þetta allt saman.“
- sv
Eldsmíðaðar hurðarlamir og loka eftir
Beate.
Beate í kjól sem hún hannaði sjálf.
MYND: KERTISKAL BEATE
Beate og Helgi í eldhúsinu við nokkur af verkum Helga.
UPPÞVOTTALÖGUR er til ýmissa hluta nytsamlegur. Eftir Exxon
Valdez-olíulekann árið 1989 notuðu fuglabjörgunarmenn Dawn-
uppþvottalög til að hreinsa fugla sem höfðu orðið gegnsósa í olíu.
Ekkert sem heit-
ir týpískur dagur
Hjónin Beate Stormo og Helgi Þórsson búa á bænum Kristnesi í
Eyjafjarðarsveit. Bæði eru þau búfræðingar að mennt og stunda
garðyrkju og búskap, á milli þess sem þau hanna og skapa.
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Mánudagur 1. febrúar
Miðvikudagur 3. febrúar
Fimmtudagur 4. febrúar
Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir æfingar sem
hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkam-
ann. Tími: 12.00-13.00.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00.
Móðir í 10. bekk – Reynslusaga konu sem átti barn
þegar hún var sjálf ennþá barn. Tími: 13.30 -14.30.
Býflugurnar - Vinnum saman - Ný viðhorf - Vertu
með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00.
Öndun, íhugun og lifað í núinu – Láttu þægilegri
hugsanir og líðan taka yfir. Tími: 14.30 -15.30.
Baujan sjálfstyrking – Fullt! Tími: 15.00 -17.00.
Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00.
Fluguhnýtingar fyrir byrjendur – Kennd verður
grunntæknin og byrjað á auðveldum atriðum. Fyrsti
hluti af fjórum. Skráning nauðsynleg. Tími: 12:00 -13.30.
Saumasmiðjan - Bættu og breyttu. Tími: 13.00-15.00.
Þýskuhópur - Vltu æfa þig í þýsku? Í þessari viku
tölum við saman á þýsku um gæludýr. Tími: 14.00-14.45.
Frönskuhópur – Viltu æfa þig að tala frönsku? Við
tjáum okkur á frönsku um þorrann og þorramat.
Tími: 15:00 -15.45.
Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00.
Noregur og norska - Æfðu þig í norsku, fáðu góð ráð
og taktu þátt í umræðum. Tími: 12.30 -13.30.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30.
Trommuhringur – Heiðrún Hámundar kennir grunn-
atriði drumbusláttar á bongo-, congas- og djembe-
trommur. Spilum saman rythma og búum til nýja. For-
vitni og áhugi er nóg og engrar tónlistarkunnáttu krafist
til að fá jákvæða útrás! Tími: 14.00-15.00.
Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri
og gleði? Tími: 15.30-16.30.
Föstudagur 5. febrúar
Sálrænn stuðningur – Fjallað er um áhrif áfalla og al-
varlega atburða á líðan fólks. Tími: 12.30 -14.00.
Facebook – Stækkaðu tengslanetið. Tími: 12.30 -14.00.
Prjónahópur – Lærðu að prjóna. Tími: 13.00 -15.00.
Enskuhópur - Viltu æfa þig í að tala ensku? Komdu og
spjallaðu og fáðu leiðsögn. Tími: 14.00-15.00.
Skákklúbbur – Fyrir alla skákmenn. Tími: 15.30 -17.00.
Allir velkomnir!
Áhugasviðsgreining – Könnun og fagleg ráðgjöf.
Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00 -15.00
Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Tími: 13.30-15.30.
Ráðgjöf fyrir innflytjendur– Sérsniðin lögfræðiráð-
gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00.
Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Alltaf
langað til að læra bridds? Tími: 14.00-16.00.
Gítarnámskeið - Fullt! Tími: 15.00-16.30.
Þriðjudagur 2. febrúar
Rauðakrosshúsið
Ræktun - Sumarblómin – Nú er tíminn fyrir forsán-
ingu sumarblóma og ekki nauðsynlegt að hafa mikið
pláss, stóran garð eða græna fingur. Lærðu hvernig er
best að bera sig að. Tími: 12.30 -14.00.
Komdu, taktu þátt og leggðu þitt að mörkum
Gardinur
fataefni
gjafavara
‘