Fréttablaðið - 01.02.2010, Side 37

Fréttablaðið - 01.02.2010, Side 37
BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar MÁNUDAGUR 1. febrúar 2010 21 ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Segðu mér eitt .. hvað er þetta sem þú hefur sett hérna aftan á Opelinn þinn? Þetta er spoiler. Einmitt. Hæ, Sara. (andköf) Palli, þú ert kom- inn með skegg. Má ég snerta það? Auðvitað! Af hverju ekki? Það er skiljanlegt að stúlkur sem þú hafi gaman af því að renna fingrum sínum í gegnum karl- mannsskegg. Reyndar vildi ég bara bursta mylsnurnar burt. Ég þarf að skila inn ritgerð um höfuðborg einhvers lands fyrir mánudag- inn. Ef þú hjálpar mér ekki mun ég aldrei klára þetta. Nú jæja. Allt í lagi þá. (andvarp) Takk pabbi, ég verð inni í eldhúsi. Þú hefðir getað sýnt aðeins meiri áhuga. Síðan hvenær þarf gísl að sýna áhuga? Í guðanna bænum, amma, blástu á kertin! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Á mánudagskvöldið sló sölukona á þráð-inn til mín. „Halló!“ sagði ég í tólið og hafði varla sleppt orðinu þegar synir mínir þurftu báðir á mér að halda. Það er segin saga að í hvert sinn sem ég fer í símann vilja þeir að ég finni bangsa, bíla eða pleymósjóræningjahandjárn. „Halló!“ sagði röddin á hinum enda línunnar. „Má bjóða þér áskrift að tímaritinu Lifandi vísindum … eða nei!“ Konan hugsaði sig um og bætti við: „Ég meina Nýju lífi.“ „NEI, takk,“ sagði ég. Á kvöld- in finnst mér mig aldrei vanta neitt nema svefn en áður en að því kemur þarf samt að finna bangs- ann, bílinn og pleymósjóræningja- handjárnin. „Ókei, bless,“ svaraði konan snögg upp á lagið og þar með lauk símtalinu. Einu sinni var ég ritstjóri hjá tímaritaútgáfu sem síðan hefur skipt um kennitölu og heitir nú allt öðru nafni en þegar ég laut þar yfir ljósaborð og át prinspóló í öll mál. Þegar ég fór í barnsburðarleyfi þáði ég að nokkur tímaritanna yrðu send heim til mín. SÍÐAN þá hef ég ekki með nokkru móti getað losnað af lista eftirhreytna fyrirtækis- ins yfir „fyrrverandi áskrifendur“ og fæ þess vegna reglulega upphringingar frá sölufólki. Engu skiptir að litlu tákni hafi verið komið fyrir við nafnið mitt í síma- skránni til merkis um að ég vilji ekki að sölufólk hringi í mig. Ástandið var ósköp svipað þegar ég var ritstjóri því þá var stundum hringt í mig frá útgáfunni og mér boðin áskrift að tímaritinu sem ég ritstýrði. Þá kom stundum upp í mér púk- inn: „Sérðu myndina af konunni þarna hjá ritstjórnarpistlinum? Þetta er ég.“ EINHVERJU sinni kom ég fram í auglýs- ingaherferð banka sem síðan hefur líka skipt nokkrum sinnum um nafn. Þá var hringt í mig nokkrum sinnum og reynt að fá mig til að kaupa það sem ég sjálf auglýsti á skiltum, í dagblöðum og sjón- varpi og hafði því fyrir margt löngu bæði kynnt mér og nýtt. Ekki fannst mér síður skemmtilegt þá að segja: „Sjáðu kon- una í plöggunum fyrir framan þig. Þetta er ég.“ Kæra sölufólk, geymið þennan pistil. Þegar það hvarflar að ykkur að hringja í mig til að selja mér eitthvað – þótt ég óski eftir því að það sé látið ógert – getið þið að minnsta kosti látið mér eftir þá ánægju að segja: „Sérðu konuna á úrklippunni fyrir framan þig og skrifar um að hún vilji ekki að sölufólk hringi í sig? Það er ég!“ Litla stúlkan með áskriftirnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.