Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 42
26 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR NÝTT! MARGFALDUR ÁVINNINGUR FYRIR KYLFINGA KORTHAFAR PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS ICELANDAIR GOLFERS Félagar í klúbbnum njóta ýmissa hlunninda og fríðinda: • Ekkert gjald er tekið fyrir golfsett í áætlunarflugi Icelandair • 2.500 Vildarpunktar • 2.000 króna gjafabréf í Saga Shop • 100 æfingaboltar í Básum PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS Greiðslukort sem veitir margföld hlunnindi á við venjuleg greiðslukort og margborgar sig að nota bæði hér heima og í golfferðum erlendis. Meðal fríðinda Premiumkortsins má nefna: • Ókeypis aðild að Icelandair Golfers • 15 Vildarpunktar af hverjum 1.000 kr. af öllum færslum kortsins heima og erlendis • 20 Vildarpunktar af hverjum 1.000 kr. af öllum keyptum miðum og um borð hjá Icelandair • Frítt bílastæði við Leifsstöð þegar flogið er með Icelandair • Aðgangur að flýtiinnritun í Leifsstöð • Viðbótarfarangursheimild • Aðgangur að betri stofu Icelandair í Leifsstöð • 10.000 Vildarpunktar við fyrstu notkun kortsins SLÁÐU HOLU Í HÖGGI OG FÁÐU ÞÉR PREMIUM Þú getur sótt um Premium Icelandair American Express á Icelandairgolfers.is Enska úrvalsdeildin Birmingham-Tottenham 1-1 0-1 Jermain Defoe (69.), 1-1 Liam Ridgewell (90.+1) Fulham-Aston Villa 0-2 0-1 Gabriel Agbonlahor (40.), 0-2 Gabriel Agbonlahor (44.) Hull-Wolves 2-2 1-0 Jan Vennegoor of Hesselink (11.), 1-1 sjálfsmark (48.), 2-1 Stephen Hunt, víti (51.), 2-2 Matthew Jarvis (66.) Liverpool-Bolton 2-0 1-0 Dirk Kuyt (37.), 2-0 sjálfsmark (70.) West Ham-Blackburn 0-0 Wigan-Everton 0-1 0-1 Tim Cahill (83.) Burnley-Chelsea 1-2 0-1 Nicolas Anelka (27.), 1-1 Steven Fletcher (50.), 1-2 John Terry (82.). Manchester City-Portsmouth 2-0 1-0 Emmanuel Adebayor (39.), 2-0 Vincent Kompany (46.). Arsenal-Manchester United 1-3 0-1 Nani (33.), 0-2 Wayne Rooney (37.), 0-3 Ji- Sung Park (52.) 1-3 Thomas Vermaelen (79.) STAÐAN Í DEILDINNI: Chelsea 23 17 3 3 57-19 54 ----------------------------------------------------- Man.United 24 17 2 5 56-20 53 Arsenal 24 15 4 5 60-28 49 Tottenham 24 12 6 6 45-25 42 ----------------------------------------------------- Liverpool 24 12 5 7 42-26 41 Man. City 22 11 8 3 44-30 41 Aston Villa 23 11 7 5 31-18 40 Birmingham 23 9 7 7 22-23 34 Everton 23 8 8 7 33-34 32 Blackburn 24 7 7 10 25-40 28 Fulham 23 7 6 10 26-28 27 Stoke City 21 6 7 8 19-26 25 Sunderland 22 6 5 11 30-40 23 Wigan Athletic 22 6 4 12 24-47 22 West Ham 23 4 9 10 29-38 21 Bolton 22 5 6 11 29-44 21 Wolves 23 5 6 12 19-40 21 ----------------------------------------------------- Burnley 23 5 5 13 23-46 20 Hull City 23 4 8 11 22-48 20 Portsmouth 22 4 3 15 19-35 15 Enska b-deildin Cardiff-Doncaster 2-1 Coventry-Blackpool 1-1 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry en var tekinn af velli á 57. mínútu. Crystal Palace-Peterborough 2-0 Derby-Nottingham Forest 1-0 Leicester-Newcastle 0-0 Middlesbrough-Bristol City 0-0 Preston-Ipswich 2-0 QPR-Scunthorpe 0-1 Reading-Barnsley 1-0 Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Reading. Gunnar Heiðar Þorvaldsson sat allan leikinn á bekknum. Emil Hallfreðsson kom inn sem varamaður í liði Barnsley á 74. mínútu. Reading-Barnsley 1-0 Sheffield Wednesday-Plymouth 2-1 Kári Árnason lék allan leikinn með Plymouth. West Brom-Sheffield United 3-1 ÚRSLIT Í ENSKA FÓTBOLTI „Ég held að þetta hafi verið minn besti leikur fyrir Manchester United,“ sagði portú- galski vængmaðurinn Nani eftir að United vann sannfærandi sigur á Arsenal í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Englandsmeistar- arnir réðu ferðinni á miðsvæðinu algjörlega og voru stórhættulegir í hröðum sóknum sínum. Wayne Rooney og Nani voru báðir hreint magnaðir í leiknum. Fyrir leikinn talaði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Ars- enal, um mikilvægi þess að vinna sigur í þessum leik til að halda tit- ilvoninni á lífi á Emirates-vellin- um. Hans menn réðu hins vegar ekkert við Sir Alex Ferguson og lærisveina í gær. Frábær tilþrif frá Nani Frábær tilþrif frá Nani eftir rúm- lega hálftíma leik slógu Manu- el Almunia, markvörð Arsenal, út af laginu og fyrsta mark leiks- ins leit dagsins ljós. Skráist það sem sjálfsmark Almunia. Aðeins fjórum mínútum síðar var Nani aftur á ferðinni og lagði upp mark fyrir Wayne Rooney eftir frábæra skyndisókn. Þetta var hundraðasta deildarmark Rooney. Staðan var 0-2 í hálf- leik en Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði þriðja og síðasta mark Manchester United í leiknum. Hann fékk að hlaupa óáreittur með boltann að marki Ars- enal og skor- aði með góðu skoti. Thomas Vermaelen náði að minnka muninn en lengra komust Ars- enal-menn ekki og voru þeir teknir í kennslustund á eigin heimavelli. „Sjálfstraustið er í botni hjá okkur og ég gæti ekki verið ánægð- ari. Þetta var frábær leikur hjá liðinu og ég er ánægður með minn þátt. Við vorum góðir í bikar- leiknum gegn Manchester City og héldum svo uppteknum hætti í þess- um leik. Ég hef lagt mig allan fram á æfinga- svæðinu og það hefur skil- að því að ég er að ná mér vel á strik,“ sagði Nani. Leikmenn A rsena l v i lja gleyma þessum leik sem fyrst og þá kannski helst Almunia og Gael Clichy en sá síð- arnefndi var oft leikinn grátt af Nani í leiknum. Þá átti Rooney enn einn stórleikinn en fyrir leik- inn gaf David Gill, framkvæmda- stjóri Manchester United, það út að Rooney yrði ekki seldur frá félaginu sama hve hátt tilboð bær- ist. Sögusagnir hafa verið í gangi um að United þurfi að selja Roon- ey vegna slæmrar fjárhagsstöðu félagsins. „Þetta er félagið mitt og ég er mjög ánægður hér. Fjölskylda mín býr í hálftíma fjarlægð og ég sé enga ástæðu til að spila fótbolta einhvers staðar annars staðar. Manchester United er stærsta fót- boltafélag heims,“ sagði Rooney. Stigi á eftir Chelsea Manchester United er nú stigi á eftir Chelsea sem trónir á toppi deildarinnar og á Lundúnaliðið þar að auki leik inni. John Terry skoraði sigurmark Chelsea gegn Burnley á laugardaginn en hann hefur verið aðalumfjöllunarefni breskra slúðurblaða síðustu daga. Ástæðan er að upp komst um fram- hjáhald hans. Terry hélt við kær- ustu fyrrum liðsfélaga síns hjá Chelsea, Wayne Bridge. Nokkrir fyrrum landsliðsmenn Englands hafa stigið fram og segja rétt að Terry verði sviptur fyrirliðaband- inu hjá enska landsliðinu. Það er allavega ljóst að hann missir ekki fyrirliðabandið hjá Chelsea. „Þetta er ekki til umræðu og ég veit ekki af hverju þú ert að spyrja mig að þessu. Leikmennirnir munu aldrei tapa trausti sínu til Terry,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, í við- tali við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var góð stund fyrir Terry inni á vellinum en hann spilaði líka vel í vikunni á móti Birmingham. Ég þurfti ekkert að tala við hann um þetta mál. Hann stóð sig vel á æfingu í gær og það koma aldrei til greina annað í mínum huga en að hann myndi spila leikinn,“ sagði Ancelotti. elvargeir@frettabladid.is Klassamunur í stórleik helgarinnar Wayne Rooney og Nani voru í banastuði hjá Manchester United þegar liðið vann 3-1 útisigur á Arsenal í gær. Englandsmeistararnir voru mun sterkari í leiknum og halda áfram að fylgja Chelsea eins og skugginn. MIKLU BETRI Manchester United sýndi sparihliðarnar gegn Arsenal og hér fagna leikmenn liðsins þriðja markinu sem Ji-Sung Park skoraði. NORDICPHOTOS/GETTY Í SVIÐSLJÓSINU Í GÆR Nani fagnar hér marki sínu ásamt Wes Brown. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.