Fréttablaðið - 01.02.2010, Side 46
30 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 5.000 bíla.
2 Gogoyoko.
3 í Háskólabíói.
HVAÐ SEGIR MAMMA?
TILBOÐ Í VEITINGASAL
Súpa fi skur og kaffi 1290
GLÆNÝ LÍNUÝSA
RAUÐMAGI
PLOKKFISKUR
ÝSA Í RASPI
FISKIBOLLUR
„Ég er rosalega stolt af honum
og þeim öllum í liðinu. Hann
hefur alltaf verið skaphundur og
það fór fyrst að nýtast almenni-
lega inni á vellinum. Hann er
ofboðslegt gæðablóð utan vallar
og fær alla útrásina sem hann
þarf á milli stanganna.“
Linda Björg Finnbogadóttir er móðir
Björgvins Páls Gústavssonar, eins
mark varðar handboltalandsliðsins.
Hljómsveitin Feldberg á lag í nýrri
skartgripaauglýsingu sem var
tekin upp hér á landi fyrir asíska
fyrirtækið Goldheart Jewelery.
Auglýsingin hefur verið áberandi
í asísku sjónvarpi að undanförnu,
þar sem fyrirsætan Thelma Þorm-
arsdóttir er í aðalhlutverki. Lagið
nefnist Sparkle In Your Life og var
sérstaklega samið fyrir auglýsing-
una. Lagahöfundurinn
Einar Tönsberg er þessa
dagana að lengja lagið í
samvinnu við söng-
konuna Rósu Ísfeld
vegna þeirra góðu
viðbragða sem
það hefur fengið
erlendis.
Nú styttist í að þjóðin velji framlag
sitt til Eurovision-keppninnar sem
að þessu sinni fer fram í Osló. Í
fyrra bar lítið á harðri keppni kepp-
enda um að koma sér á framfæri í
fjölmiðlum en samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins hafa þau Örlygur
Smári og Hera Björk feng-
ið sjálfan Valla Sport til að
sjá um fjölmiðlahliðina
fyrir sig og mun hans
hlutverk vera að passa
að enginn gleymi
hvorki lagi né
flytjanda þegar
út í úrslitin er
komið.
Og kannski er þetta ekkert skrýtið
því á netinu logar nú allt í umræð-
um um hvort lagið Je ne sais quoi
sé stolið. Valli var auðvitað hluti af
einhverju mesta Eurovision-stríði
seinni tíma þegar Eurobandið og
Mercedez Club börðust af mikilli
hörku um að komast í úrslitin fyrir
þremur árum. Valli
var þá með
Mercedez Club
innan sinna
vébanda og var
hársbreidd frá
því að koma
þeim í
sjálfa loka-
keppnina.
- fb/fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég ákvað að breyta starfsheit-
inu í magadansmær af því það er
enginn að fara að leita að útvarps-
konu til að taka að sér skemmtileg
verkefni. Ég var áður skráð sem
plötusnúður en er orðin mettuð
af verkefnum á því sviði og ákvað
þess vegna að breyta til,“ útskýrir
Margrét Erla Maack, útvarpskona
á Rás 2, sem hefur breytt starfs-
heiti sínu í símaskránni og kall-
ast nú magadansmær. Hún seg-
ist hafa staðið í ströngu til að fá
starfsheitið í gegn þar sem starfs-
menn símaskrárinnar hafi talið
að um grín væri að ræða. „Maga-
dansmær var ekki löglegt starfs-
heiti og þau héldu að þetta væri
eitthvert grín, sem það er ekki því
ég hef stundað magadans í fimm
ár og kenni meðal annars í Kram-
húsinu. Þegar ég fór svo á stúfana
sá ég að það voru nokkrar ninjur í
símaskránni, fimm geimkúrekar,
ljónatemjarar og þó nokkrir snill-
ingar. Það endaði með því að ein
yndisleg kona sem vann þarna
hafði samband við ritstjóra síma-
skrárinnar og nú er þetta komið
í gegn.“
Margrét Erla er enn sem komið
er eina magadansmærin á landinu
en telur að þeim muni fjölga innan
skamms því hér séu margar konur
sem stundi magadans. Hún segist
þó ánægð með að hafa loks feng-
ið starfsheitið í gegn. „Ég er mjög
ánægð og líka fegin því ég óttaðist
í fyrstu að ég myndi fá símhring-
ingar frá einhverjum dónakörl-
um, en þeir hafa alveg látið mig
í friði.“ - sm
Útvarpskona verður dansmær
Boðberi er íslensk kvikmynd sem
fjallar um venjulegan mann sem
skyndilega fær vitranir um lífið
eftir dauðann. Kvikmyndin er í
leikstjórn Hjálmars Einarsson-
ar og á meðal leikenda eru Darri
Ingólfsson, Ísgerður Elfa Gunn-
arsdóttir, Magnús Jónsson og Jón
Páll Eyjólfsson. Myndin hefur verið
nokkurn tíma í framleiðslu en að
sögn Hjálmars er allri eftirvinnu
nú að mestu lokið og hægt verður
að berja afraksturinn augum innan
skamms.
Auk þess að leikstýra kvikmynd-
inni skrifaði Hjálmar handritið að
henni og segist hann hafa gert það
á mettíma. „Ég bjó í Prag í fimm
ár og þegar ég flutti heim í byrj-
un árs 2008 leið mér eins og útlend-
ingi í eigin landi. Á stuttum tíma
voru risin hverfi sem ég þekkti
ekki og maður sá byggingarkrana
á hverju götuhorni og fann hvernig
þetta gróðaæði hafði tröllriðið öllu.
Ég fór að velta þessu aðeins fyrir
mér og byrjaði að skrifa handrit-
ið að Boðbera,“ útskýrir Hjálmar.
Hann segir að myndin hafi verið
tekin fyrir hrun og því hafi það
komið honum á óvart hversu vel
rættist úr söguþræði kvikmyndar-
innar. „Myndin fjallar svolítið um
hvernig venjulegt fólk rís upp gegn
yfirvaldinu og þegar raunveruleik-
inn fór að elta söguþráðinn varð
maður uggandi. En vonandi rætist
ekki úr meiru því þá færi illa fyrir
sumum.“
Hjálmar segir að það hafi verið
mikið ævintýri að taka upp kvik-
myndina, en alls komu hátt í þriðja
hundrað manns að gerð hennar
og voru vinnudagarnir langir og
strembnir. „Þetta voru langir dagar
og bjórbumban sem ég hafði safn-
að í Prag var horfin þegar tökum
loks lauk. En þetta var líka algjört
ævintýri og mikill hasar. Það er
skemmtilegt að segja frá því að
þegar við vorum næstum búin að
mynda vantaði bara eina mótmæla-
senu sem átti að gerast á Austur-
velli. Við ætluðum að reyna að
redda því með tæknibrellum en
stuttu áður en við réðumst í það var
efnt til raunverulegra mótmæla á
Austurvelli og ekki bara eina helgi,
heldur helgi eftir helgi, þannig að
allt í einu vorum við komnir með
mótmælasenuna sem við þörfn-
uðumst.“ Áhugasömum er bent á
heimasíðu kvikmyndarinnar sem
er www.bodberi.com.
sara@frettabladid.is
HJÁLMAR EINARSSON: LEIÐ EINS OG ÚTLENDINGI Á ÍSLANDI
ÍSLENSKI VERULEIKINN ELTI
KVIKMYNDAHANDRITIÐ
MIKIÐ ÆVINTÝRI
Hjálmar Einarsson segir það hafa
verið mikið ævintýri að taka upp
kvikmynd sína, Boðbera. Darri
Ingólfsson leikur aðalhlutverkið í
myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MAGADANSMÆR Útvarpskonan Margrét
Erla Maack hefur breytt starfsheiti sínu
í símaskránni og kallast nú magadans-
mær. MYND/RÓSALIND HANSEN
LÁRÉTT
2. glansa, 6. þys, 8. mælieining, 9.
atvikast, 11. tveir eins, 12. nafnbætur,
14. kriki, 16. kúgun, 17. sunna, 18.
við, 20. horfði, 21. álits.
LÓÐRÉTT
1. löngun, 3. í röð, 4. planta, 5.
fiskur, 7. möttull, 10. skammstöfun,
13. prjónavarningur, 15. hestur, 16.
mælieining, 19. snæddi.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gljá, 6. ys, 8. mól, 9. ske,
11. ll, 12. titla, 14. kverk, 16. ok, 17.
sól, 18. hjá, 20. sá, 21. mats.
LÓÐRÉTT: 1. lyst, 3. lm, 4. jólarós, 5.
áll, 7. skikkja, 10. etv, 13. les, 15. klár,
16. ohm, 19. át.
„Þetta er alveg rosalega góður árangur. Erlend-
is er fólk að tala um þá bræður sem bestu snjó-
brettakeppendur heims,“ segir Linda Björk
Sumarliðadóttir, formaður Brettafélags Íslands.
Halldór Helgason, átján ára gamall Akureyring-
ur, vann á sunnudagsnótt til gullverðlauna í Big
Air-keppninni, sem gengur út á að framkvæma
tæknilega besta stökkið af stórum palli, á Winter
X-Games-mótinu í Denver í Aspen í Bandaríkjun-
um. Mótið er það stærsta sinnar tegundar í heimi
þar sem keppt er í jaðaríþróttum.
Halldór vann Big Air-keppnina með fullu húsi
stiga og segir Linda Björk það vera hreint ótrú-
lega góðan árangur.
Halldór var nýlega kosinn nýliði ársins hjá
tímaritinu Transworld Snowboarding, sem er
mest lesna snjóbrettatímarit heims. Bróðir Hall-
dórs, hinn 22 ára Eiríkur „Eiki“ Helgason, fékk
lesendaverðlaun blaðsins við sama tilefni.
Í nótt keppti Halldór svo til úrslita í snjóbretta-
grein sem kallast slopestyle. Í þeirri grein fara
keppendur í gegnum nokkra stökkpalla.
Í undanúrslitunum í þeirri grein hlaut Halldór
93 stig og var Linda ekki í nokkrum vafa um að
hann myndi standa sig vel í lokakeppninni.
„Bræðurnir eru miklir íþróttamenn og þjóð-
in hefur alveg jafn mikla ástæðu til að vera stolt
af þeim og landsliðinu í handbolta,“ segir Linda
Björk Sumarliðadóttir. - kg
Átján ára Akureyringur slær í gegn á stærsta jaðaríþróttamóti heims:
Halldór vann gull á X-Games
FULLT HÚS STIGA Halldór Helgason náði góðum
árangri í Aspen um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP