Fréttablaðið - 15.02.2010, Side 8

Fréttablaðið - 15.02.2010, Side 8
8 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR DÓMSMÁL Reykjavíkurborg braut jafnræðisreglu með því að neita að taka aftur við lóð sem hjónin Arney Einarsdóttir og Gísli Gísla- son höfðu keypt af borginni í Úlf- arsárdal. Í apríl 2007 keyptu Arney og Gísli byggingarrétt á einbýlishúsa- lóð við Iðunnarbrunn af manni sem keypti lóðina á 11,5 milljónir króna í útboði á árinu 2006. Eftir bankahrunið, í desember 2008, til- kynntu þau um skil sín á lóðinni og óskuðu eftir fullri endurgreiðslu á verði byggingarréttarins ásamt verðbótum. Þessu hafnaði Reykja- víkurborg. Arney og Gísli sættu sig ekki við ákvörðun borgaryfirvalda og kærðu hana til samgöngu- og sveit- arstjórnaráðuneytisins. Ráðuneyt- ið segir afgreiðslu borgarinnar hafa verið brot á jafnræðisreglu því verið væri að mismuna Arn- eyju og Gísla. Þau ætti því að fá að skila lóðinni. Hins vegar hefði ráðuneytið ekki vald til að skera úr um það hvort borgin ætti að endur- greiða kaupverð lóðarinnar. „Úrskurðurinn segir að borgin hefur ítrekað brotið á okkur jafn- réttisreglu. Nú trúum við því og treystum að borgin sjá sóma sinn í að rétta hlut okkar þannig að við getum haldið áfram okkar lífi og horft til framtíðar,“ segir Arney sem kveður átta fjölskyldur sem áttu lóðir í Brunnahverfinu hafa verið samferða í málarekstrinum. Von sé á úrskurðum í hinum mál- unum eftir helgi. - gar Úrskurðað gegn borginni vegna Úlfarsfellslands: Hjón áttu að fá að skila byggingarlóð FRÉTTABLAÐIÐ Frá stöðunni í máli hjónanna í Iðunnarbrunni var sagt í Fréttablaðinu 26. febrúar í fyrra. ÍSRAEL, AP Goel Ratzon býr einn í íbúð sinni í Tel Avív. Í næsta nágrenni er blokk þar sem á annan tug kvenna og nærri fjöru- tíu börn búa þröngt í nokkrum litlum íbúðum. Ratzon hefur getað fylgst með öllum ferðum þeirra í gegnum myndavélakerfi og hefur refsað þeim ef ferðir þeirra eru ekki til- kynntar til hans. Hann er sakaður um að hafa notað konurnar og börnin eins og þræla. Konurnar hafa þjón- að honum eins og konungi, jafn- vel matað hann með skeið, greitt á honum hárið og látið tattóv- era bæði nafn hans og mynd af honum á líkama sinn. Þegar von var á egglosi sendu þær honum smáskilaboð í gegnum síma og komu í rúmið til hans ef hann fór fram á það. Konurnar hafa skírt börning sín í höfuði á honum, en nafnið ‚Goel‘ þýðir frelsari á hebresku. Ratzon var handtekinn 12. jan- úar og kom fyrir dómara í síð- ustu viku þar sem hann sagðist alsaklaus. Hann segir lögregluna ofsækja sig og áreita. „Ég er enginn frelsari þeirra. Ég er bara góður við þær,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á síðasta ári. Hann er sagður búa yfir per- sónutöfrum og eiga auðvelt með að hafa áhrif á fólk. Hann gerði strangar kröfur til kvennanna, meðal annars um að þær klæddu sig siðsamlega og höguðu sér prúðmannlega í einu og öllu. Sumar kvennanna hafa lýst að því er virðist einlægri aðdáun á honum, en nokkrar hafa snúið við honum baki og líkja veru sinni hjá honum við fangelsi. „Nú er ég frjáls til að klæð- ast gallabuxum, tala við foreldra mína, hitta vini og kaupa mér kaffibolla án þess að biðja um leyfi Goels,“ segir Dvora Reich- stein, sem kom til hans fyrir tæpum fimm árum þegar hún var 22 ára og barnshafandi eftir annan mann. Hún segist ekki hafa átt í önnur hús að venda. Lögreglan segist hafa vitað af honum árum saman en ekkert getað aðhafst vegna þess að kon- urnar vildu ekkert illt um mann- inn segja. Þegar loks var látið til skarar skríða í síðasta mánuði gætti lögreglan sín á því að börn- in væru í skóla af ótta við að hann gerði þeim eitthvað illt. gudsteinn@frettabladid.is Hvíthærði „frelsarinn“ hafði börn og konur sem þræla Sextugur Ísraeli er sakaður um að hafa haldið að minnsta kosti 17 konum og 37 börnum í eins konar kvennabúri í Tel Avív. Konurnar mötuðu hann og sendu honum skilaboð þegar egglos var í vændum. GOEL RATZON Líferni þessa hvíthærða manns hefur verið eitt helsta fréttaefnið í Ísrael undanfarnar vikur. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Hagnaður Landsnets á síðasta ári nam 1.471 milljón króna má lesa í nýbirtu uppgjöri. Landsnet annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfis lands- ins. Niðurstaða síðasta árs er við- snúningur frá fyrra ári þegar fyrirtækið tapaði 12,8 milljörðum króna. „Betri afkoma stafar aðal- lega af mun minna gengistapi en á fyrra ári auk þess sem tekjur af raforkuflutningi hafa aukist,“ segir á vef Landsnets. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 9,3 milljörðum króna, sam- anborið við 7,1 milljarð árið 2008. - óká Ársuppgjör Landsnets 2009: Hagnast um 1,5 milljarða króna DANMÖRK Danska fjármálaeftirlit- ið hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvort refsivert athæfi hafi átt sér stað í bankanum Capin- ordic Bank, að því er Berlingske Tidende greinir frá. Bankinn var úrskurðaður gjaldþrota á fimmtu- dag. Fjármálaeftirlitið danska hefur falið lögmanni að rannsaka mögu- legt refsivert athæfi í Capinordic Bank. Eftirlitið sendi frá sér tilkynn- ingu þessa efnis í gær. Um leið var upplýst að hlutabréf hins gjald- þrota banka hefðu verið færð yfir í nýtt dótturfélag, Finansieringssel- skabet af 11/2 2010 A/S. - óká Gjaldþrot Capinordic Bank: Danskur banki sætir rannsókn HÁSPENNULÍNA Landsnet annast flutn- ing raforku og stjórnun raforkukerfisins. „Ég er alltaf með Staðgreiðslukort Olís á vísum stað“ Alltaf með Staðgreiðslukortinu: 3 kr. afsláttur af eldsneytislítranum frá dæluverði. 2 kr. (1,5%) afsláttur í formi Vildarpunkta Icelandair. 5% afsláttur af vörum, nema tóbaki, tímaritum, símakortum og happdrætti. PI PA R\ TB W A SÍ A 10 03 01 Við höldum með þér! Þú getur sótt um Staðgreiðslukortið á olis.is, á næstu Olís-stöð eða í síma 515 1141. Sæktu um Staðgreiðslukort Olís og njóttu betri kjara DÓMSMÁL Landssamtök landeigenda á Íslandi skora á Alþingi og ríkis- stjórn að breyta lögum um þjóð- lendur þannig að þar verði sett inn ótímabundið heimildarákvæði um endurupptöku mála komi fram ný sönnunargögn í þjóðlendumálum sem lokið er með dómum. Þetta var samþykkt samhljóða á aðalfundi samtakanna í Reykjavík. Vísað er til þess að um sextán þúsund skjöl liggi órannsökuð í Árnastofnun og á Landsbókasafni og þar kunni að vera sönnunargögn um eignarhald á landi sem dæmt hafi verið þjóðlenda. „Þarna er gríð- arlegt magn af órannsökuðum skjöl- um sem geta haft réttaráhrif á mál sem eru búin að fara í gegnum þetta ferli,“ segir Örn Bergsson, formað- ur Landssamtaka landeigenda. Fram kom í skýrslu stjórnar á aðalfundinum að Óbyggðanefnd hefði eingöngu leitað til Þjóðskjala- safnsins eftir gögnum í þjóðlendu- málum, aldrei til Árnastofnunar. Örn segir það ekki boðlegt að hafa það tilviljunum háð hvort fólk héldi helgum rétti sínum, eignarréttinum. Þess vegna krefðust samtökin þess að öll skjöl væru tiltæk og aðgengi- leg lögmönnum landeigenda. „Það þarf að endurskoða fram- kvæmd þjóðlendulaganna í heild sinni. Lögfræðin hefur leitt þetta mál í ógöngur og við munum aldrei viðurkenna að dómur Hæstarétt- ar sé réttur í þessu máli þar sem Hæstiréttur leggur á okkur að við berum alfarið sönnunarbyrðina fyrir eignarrétti okkar jarða.“ - fb Landssamtök landeigenda á Íslandi skora á Alþingi og ríkisstjórn: Vilja breytt lög um þjóðlendur BREYTT LÖG UM ÞJÓÐLENDUR Lands- samtök landeigenda á Íslandi skora á yfirvöld að breyta lögum um þjóðlend- ur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. Hvað heitir síðasti fulltrúi Kennedy-ættarinnar á banda- ríska þinginu? 2. Hvað eru margir starfsmenn á Landspítalanum? 3. Hver er prestur Óháða safn- aðarins? SVÖR Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.