Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 2
2 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
VM krefst ...
Nánari upplýsingar á www.asi.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
40
92
4
... mannaflsfrekra
framkvæmda
strax!
Áslaug, er matarlyst Íslend-
inga ekki upp á marga fiska?
„Jú, jú, og eftir þessa þætti ættu
áhorfendur að vera færir í flestan
sjó.“
Áslaug Snorradóttir og Sveinn Kjartans-
son stýra væntanlegum matreiðsluþætti
sem helgaður verður fiskréttum.
DÓMSMÁL Fimm ungir menn hafa
verið dæmdir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í samtals átta ára
og fimm mánaða fangelsi fyrir
að reyna að smygla til landsins
um fjórum kílóum af amfetam-
íni, sem þeir höfðu falið í pakka
í málningarfötum.
Höfuðpaurinn í málinu, Logi
Már Hermannsson, sem skipu-
lagði og fjármagnaði innflutn-
ing fíkniefnanna, var dæmd-
ur í þriggja ára og níu mánaða
fangelsi. Þorgrímur Kolbeinsson
var dæmdur í tveggja ára fang-
elsi, Jón Sveinbjörn Jónsson var
dæmdur í eins árs fangelsi og
Þorsteinn Birgisson og Jóhann
Páll Jóhannsson fengu tíu mán-
uði hvor.
Fíkniefnin fluttu mennirnir,
sem eru frá tvítugu og upp í tæp-
lega þrítugir að aldri, frá Dan-
mörku á síðasta ári. Lögreglan í
Danmörku hafði hins vegar náð
pakkanum í millitíðinni og sett í
hann gerviefni. Síðan var hann
sendur hingað til lands.
Logi skipti verkum með hinum
við að sækja fíkniefnin út og taka
á móti þeim hér. Pakkinn var
meðal annars geymdur um skeið
í rjóðri í Mosfellsbæ. Þaðan var
hann fluttur milli staða, þar til
einn mannanna tók hann með sér
heim til að afhenda Loga efnin.
Maðurinn var handtekinn þegar
hann var að opna pakkann. - jss
AMFETAMÍN Fimmmenningarnir smygl-
uðu um fjórum kílóum í málningarföt-
um.
Fimm menn dæmdir fyrir að smygla nær fjórum kílóum af amfetamíni í fötum:
Höfuðpaur fékk tæp fjögur ár
UTANRÍKISMÁL Stjórnarandstæð-
ingar fagna árangri sem náðist í
viðræðum við Breta og Hollend-
inga um Icesave í London. Á sama
tíma segja stjórnarliðar viðsemj-
endur ekki hafa tekið vel í tillög-
ur Íslendinga. Enn virðist afstaða
gagnvart Icesave því ráðast af því
hvar menn skipast í flokka.
Bretar og Hollendingar hafa
krafist samstöðu hérlendis eigi
að ná saman um nýja samninga.
Miðað við mismunandi yfirlýsing-
ar er ljóst að enn sér hver sínum
augum silfrið.
Sérfræðingar sem Fréttablað-
ið hefur rætt við segja að í raun
sé lítið um gang viðræðnanna að
segja á þessari stundu. Aldrei hafi
verið við því að búast að saman
gengi í einni lotu og því eigi að lesa
varlega í þá staðreynd að íslenska
samninganefndin sneri heim.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru Hollendingar mun
harðari gagnvart Íslendingum en
Bretar. Það sé þó bitamunur en
ekki fjár; ríkin gangi í takt þótt
áherslur séu ólíkar.
Búist er við að þjóðirnar geri
Íslendingum tilboð í dag um grund-
völl nýrra samninga. Fregnir bár-
ust af því í erlendum fjöl-
miðlum í gær og má líta á
þann leka sem lið í áróðurs-
stríði þjóðanna. Fregnun-
um fylgdi að tilboðið væri
það gott að Íslending-
ar gætu ekki hafnað
því. Heimildamönn-
um Fréttablaðsins innan stjórn-
sýslunnar ber saman um að það
segi ekkert um innihald tilboðs-
ins og raunar búast þeir ekki við
sérstaklega góðu tilboði.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
1. febrúar hafa Bretar ljáð máls
á því að vextir verði
framan af breyti-
legir. Boðið nú mun
byggja á því, ásamt
því að hlé verði á
vaxtagreiðslum í
einhvern tíma.
Íslenska sendi-
nefndin í Lond-
on lagði fyrst og
fremst áherslu
á að eignasafn
Landsbankans gengi upp í Ice save.
Tilboð nefndarinnar var kynnt
viðsemjendum munnlega og síðan
tóku þeir við því skriflega á þriðja
degi. Það eitt og sér þykir ákveð-
inn diplómatískur sigur.
Með svartilboði Breta og Hol-
lendinga er komið að Íslendingum.
Tilboðið verður rætt með samn-
inganefndinni, en erlendu sér-
fræðingarnir, Buchheit og John-
ston, bíða hér næstu skrefa. Þá
verður fundað með forystumönn-
um stjórnmálaflokkanna.
Í framhaldi verður ákveðið
hvort gagntilboð verður sent út eða
nefndin sjálf leggur land undir fót.
Prúttið heldur áfram.
kolbeinn@frettabladid.is
Mat á viðræðunum
fylgir flokkslínum
Stjórnarandstaðan er bjartsýn og þykir Icesave-viðræður í London hafa gengið
vel. Ríkisstjórnin mun svartsýnni. Von er á tilboði Breta og Hollendinga í dag
þar sem kveðið er á um lægri vexti. Hollendingar mun tregari til samninga.
ALISTAIR DARLING OG
WOUTER BOS
FUNDAÐ UM STÖÐUNA Forystumenn flokkanna hittust á föstudag og í kjölfar var
samninganefndin kölluð heim. Berist tilboð Breta og Hollendinga í dag munu þeir
funda á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SJÁVARÚTVEGUR Hrognavinnsla úr
loðnu hófst á fimmtudag hjá Ísfé-
lagi Vestmannaeyja þegar Álsey,
skip Ísfélagsins, landaði um 1.000
tonnum af loðnu, og var vinnslan
í fullum gangi í gær þegar ljós-
myndari Fréttablaðsins leit við.
Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri
Ísfélagsins, segir hrognin enn ekki
nægilega þroskuð til sölu á Japans-
markað, en trúlega séu ekki nema
einn eða tveir dagar í að þau verði
tilbúin. Hrognin sem unnin verði
þangað til nægum þroska verði
náð fari í sölu annars staðar.
Búast má við miklum önnum í
loðnuvinnslum næstu vikurnar,
hamli bræla ekki veiðum. „Það
verður nóg að gera og mikil verð-
mætasköpun, en það veltur mikið
á því að menn verði heppnir,“ segir
Eyþór. Um 100 starfa við vinnsl-
una. - bj
Hrognavinnsla úr loðnu er hafin hjá Ísfélagi Vestmannaeyja:
Brátt tilbúin á Japansmarkað
VINNSLA Um 100 manns starfa við loðnuvinnslu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og
verður væntanlega nóg að gera hjá þeim næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON
LÖRGEGLUMÁL Tollgæslan á Kefla-
víkurflugvelli stöðvaði tæplega
sjötugan Íslending við komu frá
Kaupmannahöfn í síðustu viku.
Hann var úrskurðaður í gæslu-
varðhald vegna smygls á fíkni-
efnum til landsins.
Við leit í ferðatöskum hans
fannst tæpt kíló af kókaíni. Efnin
hafði hann falið fyrir innan falsk-
ar hliðar í töskunum, samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins.
Fíkniefnin fundust við hefðbund-
ið eftirlit tollgæslu.
Maðurinn hefur ekki komið við
sögu hjá lögreglu áður.
Málið er í rannsókn hjá lög-
reglunni á Suðurnesjum. - jss
Sjötugur maður í gæslu:
Kíló af kókaíni
falið í tösku
LÖGREGLUMÁL Átök brutust út
meðal tveggja starfsmanna pit-
sustaðar í Breiðholti í hádeginu
í fyrradag sem leiddu til þess að
annar þeirra handleggsbrotnaði.
Ekki liggur fyrir hvað olli því
að mönnunum sinnaðist. Slags-
málin bárust út á bílastæði
fyrir utan staðinn og að endingu
þurfti að flytja annan manninn á
slysadeild, handleggsbrotinn og
með áverka í andliti.
Báðir eru mennirnir af erlend-
um uppruna. Árásarmaðurinn
er á fertugsaldri, en sá slasaði
á þrítugsaldri. Lögregla hefur
ekki náð tali af þeim slasaða til
að glöggva sig á atburðarásinni.
- sh
Starfsmenn slógust:
Brotinn eftir
átök á pitsustað
ALÞINGI Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hefur
óskað eftir því
að fram fari
utandagskrár-
umræða um
leyniskjal frá
bandaríska
sendiráðinu
hér á landi þar
sem fjallað er
um fundi stað-
gengils sendi-
herra með íslenskum embættis-
mönnum.
Skjalinu var lekið á vef Wik-
ileaks á fimmtudagskvöld. Þar
kemur fram að embættismenn
hafi beðið um stuðning Banda-
ríkjanna í Icesave-deilunni.
Fulltrúar flokksins í utanrík-
ismálanefnd Alþingis hafa einn-
ig óskað eftir fundi í nefndinni
vegna málsins, og vilja embætt-
ismennina á fund nefndarinnar.
- bj
Formaður Sjálfstæðisflokks:
Vill umræðu
um leyniskjal
BJARNI
BENEDIKTSSON
SJÁVARÚTVEGUR Fjórir kolkrabbar
komu á Fiskasafnið í Vestmanna-
eyjum um miðja viku. Einn
þeirra er sá stærsti sem komið
hefur á safnið, á bilinu 60 til 70
sentímetra langur. Hann hefur
fengið nafnið Vídalín, enda veidd-
ur af skipverjum á Jóni Vídalín.
Kolkrabbarnir eru yfirleitt
feimin dýr, en Vídalín sker sig
úr og skemmtir gestum safnsins
með því að synda hratt um búrið
sitt. Hann er af tegundinni vörtu-
smokkur sem er nokkuð algeng
hér við land. Kolkrabbar eru
taldir gáfaðastir hryggleysingja
og eru með þrjá heila. Þeir geta
til dæmis lært að skrúfa lok af
krukku sem inniheldur fæðu. - bj
Óvenjulegir gestir í Eyjum:
Kolkrabbarnir
gleðja gestina
KOLKRABBI Venjulega eru kolkrabbar
fremur feimin dýr en það á ekki við
Vídalín, sem syndir um búrið sitt.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON
BLÖNDUÓS Bændur í nágrenni
Blönduóss björguðu í vikunni
tveimur lömbum úr sjálfheldu úr
svonefndu Draugagili. Þeir sigu
eftir lömbunum en þau höfðu
orðið viðskila við fjárhóp í fyrra-
sumar.
Ingimar Skaftason, bóndi
á Hjaltabakka og eigandi
lambanna, sagði þau vel hald-
in eftir veturinn enda hafi veður
verið einstaklega gott. Hann
sagði björgunina hafa gengið vel
þrátt fyrir að svæðið sé nokkuð
erfitt yfirferðar. - ng
Bændur í björgunarleiðangri:
Sóttu tvö lömb
SPURNING DAGSINS