Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 10

Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 10
 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR GRIKKLAND, AP Bensínstöðvar á Grikklandi eru óðum að tæmast af bensíni og olíu vegna verkfalls tollvarða, sem hefur nú verið fram- lengt fram á miðvikudag þegar helstu verkalýðsfélög landsins efna til allsherjarverkfalls. Eldsneytisskorturinn er eitt fyrsta merkið um alvarlegar afleiðingar vaxandi andófs gegn sparnaðaraðgerðum stjórnvalda, sem þurfa að bæta hratt úr bág- bornu efnahagsástandi til þess að standast kröfur Evrópusambands- ins. Fjármálaráðherrar Evrópu- sambandsins krefjast þess að rík- isstjórn Grikklands sýni fram á efnahagsbata fyrir 16. mars, að öðrum kosti verði þeim gert að skera enn frekar niður á fjárlög- um. Grísk stjórnvöld hafa fyrir sitt leyti lofað því að minnka fjár- lagahallann, þannig að hann fari úr 12,7 prósentum af vergri þjóð- arframleiðslu niður í 8,7 prósent strax á þessu ári. Embættismenn í fjármálaráðu- neyti Grikklands segja Evrópu- sambandið leggja hart að þeim að fella niður „fjórtánda mánuðinn“ svokallaða, en launum opinberra starfsmanna er skipt í fjórtán greiðslur yfir árið þannig að tvær komi sem aukalaun í orlofi. Launafólk lítur hins vegar á brottnám fjórtándu greiðslunnar sem stríðsyfirlýsingu. „Aðgerðirnar verða að vera félagslega réttlátar. En það höfum við ekki séð til þessa,“ segir Yiann- is Papagopoulos, leiðtogi gríska alþýðusambandsins GSEE. Verkfall tollvarða hefur stöðv- að að nokkru bæði innflutning og útflutning, en áþreifanlegustu áhrif þess hafa verið á eldsneytis- birgðirnar í landinu. Víða þurfti starfsfólk bens- ínstöðva að grípa til þess að skammta viðskiptavinum sínum. Við sumar bensínstöðvar í Aþenu þurfti umferðarlögreglan að taka að sér umferðarstjórn vegna þess að langar biðraðir höfðu myndast. Í gær efndu leigubílstjórar til sólarhrings verkfalls og efndu til mótmælaaðgerða í Aþenu, þeyttu flautur og stöðvuðu umferð. Þeir eru meðal annars ósáttir við að eldsneytisskattur hafi hækkað og þeim jafnframt gert að gefa út kvittanir til viðskiptavina sinna. „Þessar aðgerðir skila ekki neinu, það eina sem út úr þeim kemur er að við missum vinn- una,“ sagði einn leigubílstjóranna, Anastasis Dimianidis. gudsteinn@frettabladid.is Bensínþurrð í Grikklandi Aukin harka er að færast í átök um sparnaðar- aðgerðir grískra stjórnvalda, sem þurfa að standast kröfur Evrópusambandsins í efnahagsmálum. ÓSÁTTIR LEIGUBÍLSTJÓRAR Þeir efndu til sólarhringsverkfalls og mótmælagöngu í miðborg Aþenu í gær til að mótmæla efnahagsaðgerðunum. NORDICPHOTOS/AFP NÁM Tíu umsóknir, tvær frá konum og átta frá körlum, bár- ust um stöðu skólameistara Fjöl- brautaskóla Garðabæjar. Umsækjendur eru Alda Bald- ursdóttir sviðsstjóri, Aðalheiður Dröfn Eggertsdóttir framhalds- skólakennari, Ársæll Guðmunds- son, skólameistari Mennta- skóla Borgarfjarðar, Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, Jóhannes Ágústsson framhalds- skólakennari, Kristinn Þor- steinsson, aðstoðarskólameist- ari Fjölbrautaskóla Garðabæjar, Kristján Bjarni Halldórsson framhaldsskólakennari, Magnús Ingólfsson framhaldsskólakenn- ari, Magnús Ingvason kennslu- stjóri, og Þór Steinsson Steinars- son framhaldsskólakennari. Mennta- og menningarmála- ráðherra skipar í stöðuna frá 1. ágúst til fimm ára að fenginni umsögn skólanefndar. - sbt Fjölbrautaskóli Garðabæjar: Tíu sóttu um LÖGREGLUMÁL „Sá góði árangur sem náðst hefur á Suðurnesjum við töku fíkniefna sem reynt hefur verið að smygla til landsins í gegnum Keflavíkur- flugvöll byggist meðal annars á góðri samvinnu lögreglu og tollgæslu,“ segir Sigríður Björk Guð- jónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Samtals 108 fíkniefnamál hófust hjá lögreglu en 59 mál hófust hjá tollinum. Mál sem koma upp í Leifsstöð eru nær undantekningarlaust á hendi tollgæslu, sem vísar þeim síðan til rannsóknar hjá lögreglu. Á síðasta ári var hald lagt á tæplega 23 kíló af fíkniefnum á Suðurnesjum, að sögn Sigríð- ar. Hlutur amfetamíns vó þar þyngst, því af því voru tekin um það bil tuttugu kíló. Af kókaíni voru tekin um tvö kíló, um 1.800 steratöflur, 6.000 e- töflur og um 660 kannabisplöntur. Eitt tilvik kom upp þar sem Íslendingur var tek- inn með heróín. Efnið var ekki ætlað til sölu heldur um svokallaðan neysluskammt að ræða. Samtals voru 23 úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamála og gæsluvarðhaldsdagar voru 404. Af 158 manna hóp voru 28 útlendingar. Fíkni- efnasími lögreglunnar er 800 5005. Það er gjald- frjálst og í það má koma nafnlausum upplýsingum um fíkniefnamál. - jss Samvinna lögreglu og tollgæslu á Suðurnesjum skilar góðum árangri: Tóku tæp þrjátíu kíló af fíkniefnum LEIFSSTÖÐ Margir reyna að smygla fíkniefnum í gegnum Keflavíkurflugvöll. VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 Páskar á Kanarí Allra síðustu sætin GROUP Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 4 93 98 0 2/ 10 Verð frá 129.050 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Las Camelias - 8 nætur 28. mars – 05. apríl Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. * Verð án Vildarpunkta: 139.050 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar gisting og íslensk fararstjórn. Verð frá 188.020 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Los Ficus - 22 nætur 10. mars – 1. apríl Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. * Verð án Vildarpunkta: 198.020 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. PÁSKAR uppselt uppselt örfá sæti laus Hjá VITA eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Auk þess getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur. 24. febrúar 3. mars 10. mars 17. mars 28. mars Flugáætlun JP Lögmenn · Höfðatorgi, 105 Reykjavík · Austurvegi 6, 800 Selfoss s. 588-5200 · fax 588-5210 · jp@jp.is · www.jp.is SECURITAS HF. - SÖLUFERLI JP Lögmönnum hefur verið falið að annast formlegt ferli sem lýtur að sölu á Securitas hf. Securitas hf. starfar á sviði öryggisgæslu og veitir einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á sviði öryggismála. Söluferlið, sem hefst formlega með birtingu þessarar auglýsingar, er opið öllum fjárfestum sem uppfylla skilyrði þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108, 2007 um verðbréfaviðskipti, einstaklingum sem hafa verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu, auk fjárfesta sem geta sýnt fram á eiginfjárstöðu sem nemur 300 milljónum króna eða meira eða fjármögnunar- vilyrði frá fjármálastofnun sem metið er fullnægjandi af seljanda. Áskilinn er réttur til að takmarka aðgang að söluferlinu í þeim tilvikum þegar fyrir hendi eru lagalegar takmarkanir á því að fjárfestir eignist félagið, t.a.m. vegna samkeppnisreglna. Áhugasömum fjárfestum ber að undirrita trúnaðaryfirlýsingu, auk þess sem þeim ber að leggja fram upplýsingar og gögn til staðfestingar á að þeir uppfylli ofangreindar kröfur og skilyrði. Unnt er að nálgast trúnaðaryfirlýsingu og upplýsingablað til útfyllingar á vefsíðu JP Lögmanna, jp.is/securitas. Gögnum ber að skila undirrituðum á skrifstofu JP Lögmanna að 16. hæð Höfðatorgs, 105 Reykjavík og á rafrænu formi á netfangið soluferli@jp.is frá 19. febrúar til klukkan 12.00 þann 25. febrúar. Að afhentum ofangreindum upplýsingum fá fjárfestar afhent sölugögn um félagið, en þau verða afhent frá 22. febrúar til klukkan 16.00 þann 25. febrúar á skrifstofu JP Lögmanna. Óskuldbindandi tilboðum skal skilað á skrifstofu JP Lögmanna fyrir klukkan 14.00 þann 26. febrúar í lokuðu umslagi merkt „Söluferli Securitas“. Þeim fjárfestum sem leggja fram hæstu tilboðin og geta sýnt fram á fjárhagslega burði til að standa við þau verður boðið til áframhaldandi þátttöku í söluferlinu og veittur kostur á að framkvæma áreiðanleikakönnun á félaginu. Nánari upplýsingar um söluferlið má nálgast á vefsíðunni jp.is/securitas en einnig má senda fyrirspurnir á póstfangið soluferli@jp.is. Aðgerðirnar eiga að vera félagslega réttlátar. En það höfum við ekki séð til þessa. YIANNIS PAPAGOPOULOS LEIÐTOGI GSEE
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.