Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 12
12 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
BLÓMVENDIR Í ÚRVALI!
STÓRGLÆSILEGIR
10 ára!
KARLMENN!
ÍSLENSKIR
dekrum nú við
konurnar okkar!
Fylgir konudagsgjöfum á konudaginn meðan birgðir endast
2 fyrir 1 2 fyrir 1 2 fyrir 1
Opnum
kl. 8.00 á sunnudaginn - KONUDAG
Auglýsing.
Opin málstofa um makríl – veiðar og vinnslu
Opin málstofa á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins
um veiðar og vinnslu á makríl verður haldin í Þingsal 5, “bíósal”
Hótel Loftleiða miðvikudaginn 24. febrúar kl. 14:00 – 17:00.
Á dagskrá verður:
Setning málstofu: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason.
Skýrsla vinnuhóps um makrílveiðar: Steinar Ingi Matthíasson, skrifstofu-
stjóri ráðuneytisins.
Makrílveiðar Norðmanna: Sérstakur gestur málstofunnar Otto James-
Olsen, fagstjóri uppsjávarveiða Samtaka fiskvinnslustöðva í Noregi.
Breytingar á umhverfi og líffræði makrílsins: Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri nytjastofnasviðs / Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun.
Makrílveiðar, vinnsla og sala: Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar hf í Neskaupsstað.
Upphaf makrílveiða og framtíðarhorfur: Páll Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Hugins ehf í Vestmannaeyjum.
Makrílveiðar smábáta með handfærum: Unnsteinn Þráinsson, smábáta-
sjómaður.
Vinnsla til aukinna verðmæta: Sigurjón Arason, verkefnastjóri MATÍS
- matvælarannsóknir Íslands.
Málstofustjóri: Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, forstöðumaður upplýsingas-
viðs Fiskistofu.
Stuttar fyrirspurnir og umræður verða leyfðar í málstofulok.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti gudny.steina.petursdottir@
slr.stjr.is í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn 23. febrúar 2010.
Verið velkomin.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
SAMKEPPNISMÁL Héraðsdómur
Reykjavíkur staðfesti í gær þá nið-
urstöðu samkeppnisyfirvalda að
sekta Haga hf. um 315 milljónir
króna fyrir misnotkun á markaðs-
ráðandi stöðu. Þetta er hæsta sekt
sem lögð hefur verið á fyrirtæki
vegna slíkrar misnotkunar.
Hagar brutu gegn ákvæðum sam-
keppnislaga með því að selja mjólk-
urvörur undir kostnaðarverði í
verðstríði sem geisaði milli Bónuss,
sem rekinn er af Högum, og ann-
arra lágvöruverðsverslana. Mark-
aðsmisnotkunin stóð frá febrúar-
lokum 2005 fram til ársins 2006.
Í dómi héraðsdóms kemur fram
að brot Haga hafi verið sérlega
alvarleg, auk þess sem þau hafi
staðið yfir í langan tíma. Þá þurfi
að taka tillit til fjárhagsstyrkleika
Haga þegar brotið var framið.
Samkeppniseftirlitið telur mark-
aðshlutdeild Haga á matvörumark-
aði hafa verið ríflega 50 prósent á
landsvísu þegar misnotkunin átti
sér stað. Á höfuðborgarsvæðinu
hafi Hagar verið með um 60 pró-
senta markaðshlutdeild.
Eftirlitið taldi brot Haga hafa
verið til þess fallin að valda
atvinnulífinu og almenningi miklu
samkeppnislegu tjóni. Óeðlileg und-
irverðlagning geti þannig leitt til
þess að minni keppinautar hrökk-
list út af markaðnum eða dragi
úr verðsamkeppni við fyrirtækið.
brjann@frettabladid.is
Markaðsmisnotkun
staðfest með dómi
Héraðsdómur staðfesti í gær 315 milljóna króna stjórnvaldssekt Haga vegna
markaðsmisnotkunar í verðstríði Bónuss við aðrar lágvöruverðsverslanir. Dóm-
urinn telur brot Haga sérstaklega alvarleg. Hagar munu áfrýja til Hæstaréttar.
MJÓLKURSTRÍÐ Handagangur var í öskjunni í mjólkurkælum lágvöruverðsverslana í
verðstríði sem hófst í lok febrúar 2005. Þar seldi Bónus mjólkurvörur undir kostnað-
arverði og misnotaði þannig markaðsráðandi stöðu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hagar munu áfrýja dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Í
yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að
umhugsunarefni sé að sekt fyrir sölu
á mjólkurvörum undir kostnað-
arverði sem fram hafi farið fyrir
opnum tjöldum slagi hátt í stjórn-
valdssektir sem lagðar hafi verið á
olíufélögin í samráðsmálinu.
Í yfirlýsingunni segir að réttar-
óvissa ríki um undirverðlagningu þar
sem ekki hafi verið gefnar út leið-
beiningar, og ekki sé vikið beinum
orðum að undirverðlagningu í sam-
keppnislögum. Því sé nauðsynlegt
að vísa málinu til æðra dómsvalds.
Hagar gagnrýna seinagang hjá
Samkeppnisyfirlitinu, sem hóf
rannsókn um fimmtán mánuðum
eftir að verðstríðið hófst. Þá fallast
Hagar ekki á að fyrirtækið hafi verið
í markaðsráðandi stöðu.
HAGAR ÁFRÝJA DÓMI TIL HÆSTARÉTTAR