Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 12

Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 12
12 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR BLÓMVENDIR Í ÚRVALI! STÓRGLÆSILEGIR 10 ára! KARLMENN! ÍSLENSKIR dekrum nú við konurnar okkar! Fylgir konudagsgjöfum á konudaginn meðan birgðir endast 2 fyrir 1 2 fyrir 1 2 fyrir 1 Opnum kl. 8.00 á sunnudaginn - KONUDAG Auglýsing. Opin málstofa um makríl – veiðar og vinnslu Opin málstofa á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um veiðar og vinnslu á makríl verður haldin í Þingsal 5, “bíósal” Hótel Loftleiða miðvikudaginn 24. febrúar kl. 14:00 – 17:00. Á dagskrá verður: Setning málstofu: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason. Skýrsla vinnuhóps um makrílveiðar: Steinar Ingi Matthíasson, skrifstofu- stjóri ráðuneytisins. Makrílveiðar Norðmanna: Sérstakur gestur málstofunnar Otto James- Olsen, fagstjóri uppsjávarveiða Samtaka fiskvinnslustöðva í Noregi. Breytingar á umhverfi og líffræði makrílsins: Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs / Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Makrílveiðar, vinnsla og sala: Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf í Neskaupsstað. Upphaf makrílveiða og framtíðarhorfur: Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Hugins ehf í Vestmannaeyjum. Makrílveiðar smábáta með handfærum: Unnsteinn Þráinsson, smábáta- sjómaður. Vinnsla til aukinna verðmæta: Sigurjón Arason, verkefnastjóri MATÍS - matvælarannsóknir Íslands. Málstofustjóri: Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, forstöðumaður upplýsingas- viðs Fiskistofu. Stuttar fyrirspurnir og umræður verða leyfðar í málstofulok. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti gudny.steina.petursdottir@ slr.stjr.is í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn 23. febrúar 2010. Verið velkomin. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. SAMKEPPNISMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í gær þá nið- urstöðu samkeppnisyfirvalda að sekta Haga hf. um 315 milljónir króna fyrir misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu. Þetta er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki vegna slíkrar misnotkunar. Hagar brutu gegn ákvæðum sam- keppnislaga með því að selja mjólk- urvörur undir kostnaðarverði í verðstríði sem geisaði milli Bónuss, sem rekinn er af Högum, og ann- arra lágvöruverðsverslana. Mark- aðsmisnotkunin stóð frá febrúar- lokum 2005 fram til ársins 2006. Í dómi héraðsdóms kemur fram að brot Haga hafi verið sérlega alvarleg, auk þess sem þau hafi staðið yfir í langan tíma. Þá þurfi að taka tillit til fjárhagsstyrkleika Haga þegar brotið var framið. Samkeppniseftirlitið telur mark- aðshlutdeild Haga á matvörumark- aði hafa verið ríflega 50 prósent á landsvísu þegar misnotkunin átti sér stað. Á höfuðborgarsvæðinu hafi Hagar verið með um 60 pró- senta markaðshlutdeild. Eftirlitið taldi brot Haga hafa verið til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni. Óeðlileg und- irverðlagning geti þannig leitt til þess að minni keppinautar hrökk- list út af markaðnum eða dragi úr verðsamkeppni við fyrirtækið. brjann@frettabladid.is Markaðsmisnotkun staðfest með dómi Héraðsdómur staðfesti í gær 315 milljóna króna stjórnvaldssekt Haga vegna markaðsmisnotkunar í verðstríði Bónuss við aðrar lágvöruverðsverslanir. Dóm- urinn telur brot Haga sérstaklega alvarleg. Hagar munu áfrýja til Hæstaréttar. MJÓLKURSTRÍÐ Handagangur var í öskjunni í mjólkurkælum lágvöruverðsverslana í verðstríði sem hófst í lok febrúar 2005. Þar seldi Bónus mjólkurvörur undir kostnað- arverði og misnotaði þannig markaðsráðandi stöðu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hagar munu áfrýja dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að umhugsunarefni sé að sekt fyrir sölu á mjólkurvörum undir kostnað- arverði sem fram hafi farið fyrir opnum tjöldum slagi hátt í stjórn- valdssektir sem lagðar hafi verið á olíufélögin í samráðsmálinu. Í yfirlýsingunni segir að réttar- óvissa ríki um undirverðlagningu þar sem ekki hafi verið gefnar út leið- beiningar, og ekki sé vikið beinum orðum að undirverðlagningu í sam- keppnislögum. Því sé nauðsynlegt að vísa málinu til æðra dómsvalds. Hagar gagnrýna seinagang hjá Samkeppnisyfirlitinu, sem hóf rannsókn um fimmtán mánuðum eftir að verðstríðið hófst. Þá fallast Hagar ekki á að fyrirtækið hafi verið í markaðsráðandi stöðu. HAGAR ÁFRÝJA DÓMI TIL HÆSTARÉTTAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.