Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 18
18 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Heiða Björg Pálmadótt- ir skrifar um dómsmál Í g r e i n V i gd í s a r Erlendsdóttur sál- fræðings, sem birtist í Fréttablaðinu fimmtu- daginn 18. febrúar sl., kemur fram nokk- ur gagnrýni á Barna- verndarstofu í tengslum við nýfallinn dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem starfsmaður á meðferðarheim- ilinu Árbót var dæmdur fyrir að hafa beitt tvær stúlkur á heimil- inu kynferðislegu ofbeldi á meðan hann starfaði þar. Barnaverndar- stofa telur rétt að leiðrétta nokkur atriði í grein Vigdísar svo draga megi réttar ályktanir í málinu. Vorið 2008 barst tilkynning um að stúlkan A, sem dvaldist á Árbót, hefði greint frá því að hún og önnur stúlka, B, hefðu verið beitt- ar kynferðislegu ofbeldi af hálfu tiltekins starfsmanns á heimilinu og að í eitt skipti hefðu brot átt sér stað gagnvart þeim báðum í einu. Barnaverndarstofa hlutaðist strax til um að málið yrði kært og jafn- framt gaf stofan rekstraraðilum Árbótar fyrirmæli um að leysa manninn frá störfum á meðan lögregla rannsakaði málið. Báðar stúlkurnar gáfu skýrslu fyrir dómi. A staðfesti að brotin hefðu átt sér stað en B neitaði staðfast- lega að nokkuð hefði gerst. Lög- regla sendi málið til ríkissaksókn- ara og var niðurstaða saksóknara sú að fella málið niður, ekki síst með hliðsjón af misvísandi fram- burði stúlknanna. Vorið 2009 greindi þriðja stúlk- an, C, frá því að sami starfsmað- ur hefði leitað á hana. Á sama tíma breytti stúlkan B sínum fram- burði og sagði frá því að umrædd- ur starfsmaður hefði beitt bæði hana og stúlkuna A kynferðislegu ofbeldi. Sama dag og þær upplýs- ingar bárust gerði Barnaverndar- stofa kröfu um að starfsmaðurinn viki á ný. Sögðu rekstraraðilar heimilisins starfsmanninum svo endanlega upp nokkrum vikum síðar. Ákæra var gefin út vegna brota á árinu 2008 gegn stúlkum A og B, og sakfelldi Héraðsdóm- ur Norðurlands eystra starfsmanninn á dögun- um fyrir brot gegn þeim báðum. Ríkissaksóknari felldi hins vegar niður mál C. Í grein Vigdísar er það gagnrýnt að Barna- verndarstofa hafi, í kjöl- far niðurfellingar máls- ins sumarið 2008, fært viðkomandi starfsmann til í starfi á annað með- ferðarheimili og heimilað honum að snúa aftur til starfa að Árbót eftir að það meðferðarheimili var lagt niður. Hið rétta er að Barna- verndarstofa hefur ekki húsbónda- vald yfir starfsmönnum meðferð- arheimila sem rekin eru á vegum stofunnar. Þau eru rekin af einka- aðilum en gerðir þjónustusamn- ingar við Barnaverndarstofu um reksturinn. Það voru því rekstrar- aðilar heimilanna, en sömu aðilar ráku bæði meðferðarheimilin, sem tóku þessar ákvarðanir. Þegar ríkissaksóknari hafði tekið ákvörðun um að fella málið niður lögðu rekstraraðilar ríka áherslu á að viðkomandi starfs- maður sneri aftur til starfa. Við mat á því hvort mögulegt væri að gefa rekstraraðilum fyrirmæli um annað varð Barnaverndar- stofa að taka mið af þeirri grund- vallarreglu að maður telst saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð. Er sú regla vernduð bæði í stjórnar- skránni og alþjóðlegum mannrétt- indasamningum. Hefur Mannrétt- indadómstóll Evrópu t.a.m. dæmt einstaklingum bætur vegna þess að ríki hafi brotið þessa reglu. Krafa um uppsögn á þeim tíma hefði því í raun falið í sér að opin- ber stofnun settist í dómarasæti og svipt mann, sem hvorki hafði verið ákærður né dæmdur, lífsvið- urværi sínu og mannorði án dóms og laga. Með hliðsjón af áðurnefndri grundvallarreglu er því að jafn- aði ekki mögulegt að segja starfs- manni upp nema að til ákæru komi í málum af þessum toga. Með því að uppsögn eigi sér stað áður en dómur fellur getur þó verið nokk- uð langt í að láta börnin njóta vaf- ans. Þá skoðun Vigdísar, að útgáfa ákæru skipti engu máli í þessum efnum, verður að skilja á þann veg að fortakslaust beri að segja starfsmanni upp störfum ef á hann eru bornar sakir. Óþarft er að fjölyrða um þau mannréttinda- brot sem af slíkri reglu hlytust eða hvernig til tækist að fá starfs- fólk til að sinna meðferðarstörfum með börnum. Barnaverndarstofa hefur þó ekki útilokað að víkja frá þessari meginreglu ef sérstök rök væru fyrir því sem byggð væru á ótvíræðum forsendum. Í þessu máli voru hins vegar fyrir hendi rök sem sterklega mæltu með þeirri leið sem valin var. Síðast- liðið sumar fól félags- og trygg- ingamálaráðuneytið sérfræðingi í vinnurétti að fara yfir embættis- færslur Barnaverndarstofu varð- andi þennan þátt málsins. Niður- staðan var sú að úrlausn þess hefði verið fullkomlega eðlileg að teknu tilliti til barnaverndarlaga og meg- insjónarmiða vinnuréttar. Af lestri greinar Vigdísar má ráða að með breyttu eftirliti eða annars konar vinnulagi í málum sem þessum sé hægt að koma í veg fyrir að brot gegn börnum inni á meðferðarheimilum geti átt sér stað. Slíkar hugmyndir eru því miður óskhyggja. Staðreyndin er sú að siðblindir menn með annar- legar hvatir leggja sig fram um að ráða sig til starfa þar sem þeir geta brotið gegn börnum. Ekki eru til þekktar aðferðir sem unnt er að beita til að greina þá fyrir fram. Sterkasta vopn barnaverndaryfir- valda í þessum efnum er að auka þekkingu á eðli kynferðisbrota þannig að þeir sem starfa með börnum séu vakandi, hlusti á börn- in og bregðist við frásögn þeirra. Sakfelling Héraðsdóms Norður- lands eystra er skref í rétta átt. Dómurinn fælir kynferðisafbrota- menn frá því að ráða sig til starfa á slíkum stofnunum þar sem lík- legt er að brotið komist upp. Mik- ilvægast er þó að hann sýnir að kerfið tekur alvarlega frásagnir þeirra barna sem hafa hugrekki til að segja frá ofbeldinu enda eiga þær stúlkur, sem þorðu að stíga fram, hrós skilið. Þær eiga stærstan þátt í þeim áfangasigri sem dómurinn þó er. Höfundur er lögfræðingur Barnaverndarstofu. Sleggjudómar UMRÆÐAN Kristinn H. Gunnars- son skrifar um Icesa- ve Sigurður Líndal skrif-ar í Fréttablaðið og fer fram á að ég rök- styðji fullyrðingu mína í Morgunblaðinu að íslensk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lág- markstryggingu innstæðnanna á Icesave-reikningunum. Það er mér ljúft að gera. Fyrst er að nefna samkomulag milli hollenskra og íslenskra stjórnvalda frá 13. okt- óber 2008. Það kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueig- anda innstæður að hámarki 20.887 evrur, segir í fréttatilkynningu. Næst er samkomulag við Evrópu- sambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta 16. nóvember 2008. Það felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Fram kemur í fréttatilkynningu sama dag um málið að kostnaður, umfram það sem eignir bankanna hrökkvi til, muni falla á ríkissjóð. Í báðum til- vikum eru um formlegar og bind- andi yfirlýsingar að ræða fyrir framkvæmdavaldið. Þar með tel ég mig hafa fært rök fyrir fullyrðingu minni. En Sigurður fer fram á að ég tilgreini yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda sem skuldbinda íslenska ríkið fyrir Icesave-innstæðunum. Það fullyrti ég ekki, heldur að stjórn- völd hefðu fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni. Það er annað mál hvort þær viður- kenningar skuldbinda ríkið. Eins og Sigurður nefnir getur þurft að koma til samþykkis Alþingis til þess að gjörðir ráðherra öðlist gildi og bindi ríkið. En það er þó ekki einhlítt. Fjármálaráðherra und- irritar kjarasamninga og við það öðlast þeir gildi. Ef Alþingi veit- ir ekki nægu fé til þess að standa við samningana halda þeir engu síður gildi sínu. Launþegarnir geta væntanlega leitað til dómstóla og fengið dæmd vangreidd laun með þeim rökum að undirritun ráð- herra skuldbindur ríkið. Áratugalangur samning- ur milli ríkis og Reykja- víkurborgar um tug- milljarða króna útgjöld úr ríkissjóði til þess að reisa og reka tónlistar- hús var aðeins undirrit- aður af tveimur ráðherr- um fyrir hönd ríkisins en kom ekki fyrir Alþingi. En rétt er samt að svara Sigurði og benda á það sem skuldbind- ur ríkið í þessu máli. Samþykkt Alþingis frá 5. desember 2008 felur ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn á grundvelli fyrir- liggjandi viljayfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar. Þar með stað- festir Alþingi áðurnefndar yfir- lýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesave-innstæðunum og gerir þær að sínum. Þar með tel ég að ábyrgð ríkisins sé orðin óvéfengjanleg, hafi hún ekki legið fyrir áður. Icesave-innstæðueig- andi sem ekki fengi lágmarks- tryggingu greidda gæti höfðað mál fyrir íslenskum dómstól og fengið sér hana dæmda. Það er hins vegar skoðun mín að íslensk lög séu alveg skýr í þessum efnum. Innstæðueigendur eiga að fá lágmarkstrygginguna greidda hvað sem á dynur. Í 10. grein laga um innstæðutryggingar eru for- takslaus fyrirmæli til sjóðsins að bæta lágmarkið að fullu. Lögin veita enga undanþágu frá þess- ari tryggingu, hvorki á grundvelli fjárskorts né almennra erfiðleika fjármálafyrirtækja. Eigi Trygg- ingarsjóðurinn ekki fyrir kröfunni þá er honum heimilt að taka lán og dugi það ekki til þá verður sá sem gaf lagatrygginguna, það er ríkið sjálft, að hlaupa undir bagga. Það hefur ábyrgð í för með sér að setja lög. Lög skuldbinda ríkisvaldið. Yfirlýsingar um réttindi til handa einstaklingum gilda meðan lögin eru í gildi. Það er dapurlegur mál- flutningur að halda því fram að þegar á reyni þá eigi lagaákvæð- in ekki við og þetta og hitt eigi að valda því að ekkert er að marka gildandi lög, nema fyrir suma, sums staðar. Það er efni í aðra grein að rekja nánar hvers vegna það er mín niðurstaða að lög standi til þess að Icesave-innstæðueig- endur eigi rétt á lágmarkstrygg- ingu. En að lokum vil ég benda á að ríkisvaldið getur innheimt þann kostnað sem á það fellur vegna Icesave. Áfram verður innheimt gjald í Tryggingarsjóðinn og ef menn læra af reynslunni má von- ast til þess að næstu áratugi verði ekki áföll í fjármálakerfinu sem lendi á Tryggingarsjóðnum. Eðli- legt er að hækka gjald fjármála- fyrirtækjanna og á löngum tíma er hægt að innheimta útlagðan kostn- að ríkissjóðs. Það mun væntanlega hafa í för með sér eitthvað minni ávinning sparifjáreigenda en hóf- leg innheimta á ekki að leiða til vandræða, sérstaklega ef sparifé er að minnsta kosti jafnöruggt hér á landi og erlendis. Ef það verður ofan á að neita ábyrgð á innstæð- um verða áhrifin miklu alvarlegri en ætla má í fljótu bragði. Íslensk- ir sparifjáreigendur mun þá leita til útlanda í öryggið. Það verður dýrt fyrir landsmenn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viðurkenning stjórnvalda á Icesave HEIÐA BJÖRG PÁLMADÓTTIR KRISTINN H. GUNNARSSON Nánari uppl. www.easv.dk Mikilvægt skref í átt að þínum frama BUSINESS ACADEMY SOUTHWEST meet us! Norræna Húsið: 20/2 11:00-16:00 Hótel Hilton Nordica: 23/2 18:00-20:00 Welcome to a world of challenge & innovation BACHELOR Degrees: International Sales & Marketing Software Development Web Development Technical Manager Offshore ESBJERG SØNDERBORG AP Degrees: Marketing Management Computer Science Multimedia Design & Communication Fashion Design S T U D Y I N D E N M A R K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.