Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 22
22 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Einar Steinn Valgarðs- son skrifar um geð- heilbrigðismál Á vormánuðum stend-ur til að loka deild 14 á Kleppi, þar sem ég hef starfað sem stuðnings- fulltrúi frá 2007. Öllu starfsfólki á deildinni, 27 manns, hefur verið sagt upp frá og með 1. maí. Ástæð- an fyrir þessu er sögð sparnað- ur og endurskipulagning á heil- brigðisþjónustu geðsjúkra. Fólki sem hefur jafnvel unnið við geð- svið árum saman við góðan orðstír býðst nú að vera inni í 5% starfs- mannaveltu og eiga forgang með sumarafleysingar. Hin og þessi störf eru nefnd sem fræðilegur möguleiki en það er ekkert tryggt. Eins og ástandið er, er ekki auð- velt að ætla sér að vera vandlátur og sjálfsvirðing og stolt eru samn- ingsatriði. Voru það þó smámunir miðað við það að fæstir skjólstæðinga okkar hafa fengið neina staðfestingu á hvaða úrræði bjóðast þeim. Orðrómur um fyrirhugaða lokun deildarinnar hófst snemma, og virtust flestir aðrir vita af henni en við. Þegar okkur var loks tilkynnt formlega um lokun var okkur sagt að hún yrði snemma árið 2010 og vorum við beðin um að segja sjúk- lingum ekki frá að svo stöddu. Þeir fréttu þetta síðar sama dag, þegar fréttin lak í fjölmiðla. Staðan virðist sem sagt sú að fyrst hafi verið ákveðið að loka deildinni, svo var starfsfólki sagt upp og loks „unnið í málefnum skjólstæðinga“. Hefði ekki verið eðlilegra að tryggja þeim úrræði áður en ákvörðun var tekin? Það er markmið með starfsemi Klepps- spítala að finna búsetu- úrræði fyrir sjúklinga, en deild 14 er langlegu-, hjúkrunar- og endurhæf- ingardeild fyrir sjúklinga sem geta ekki verið í eigin búsetu. Flestir þurfa þeir pláss á hjúkrunarheimil- um eða sambýlum. Marg- ir þeirra hafa þurft að bíða árum saman. Það yrði óneitanlega kald- hæðni örlaganna ef það væri fyrst núna, við lokun deildarinnar, að þeim byðust ein- hver úrræði. Það hefur lengi verið skorið niður í heilbrigðiskerfinu, ekki síst geðsviði, jafnvel í sjálfu góð- ærinu. Góðærið var nefnilega ekki fyrir alla. Nauðsynleg tæki hefur vantað á deildir, nauðsynleg þjón- usta er skert, starfsfólki er fækk- að samhliða ráðningarbanni, aukið álag, lokanir og lengri vegalengd- ir fyrir fólk að bregðast við. Allt skapar þetta aukna hættu. Maður hlýtur að undrast for- gangsröðun hjá ríkinu þar sem það virðist kappsmál að skera niður í heilbrigðis- og menntakerfi, sem maður hefði ætlað að hvert manns- barn sæi að væru grunnstoðir sér- hvers samfélags, áður en fólk snýr sér að öðru sem mætti fremur missa sín. Ég tel að heilbrigði þjóð- arinnar hljóti að vera mikilvæg- ara en ríkisstyrkur við trúfélag, ný samgöngumiðstöð í Vatnsmýr- inni, listastyrkur eða endurreisn bankakerfisins. Sjúklingum, starfsfólki og aðstandendum fer eins og fólk- inu í hinni mögnuðu kreppusögu Steinbecks, Þrúgum reiðinnar, þegar það hafði verið rekið út á guð og gaddinn af landi sínu í kjöl- far þurrks. Þá var erfitt að benda á sökudólg, einn benti á annan. Það voru landeigendurnir. Það voru bankarnir. Það var ríkisstjórnin. Það var kreppan. Það var þurrk- urinn. Við erum í raun öll að upplifa þetta. Einn bendir á annan. „Við skulum ekki persónugera vand- ann.“ Þá er betra að demba þessu bara beint á þá sem síður geta borið hönd fyrir höfuð sér, eins og skjólstæðinga okkar, sem sumir eiga varla aðra aðstandendur en okkur starfsfólkið til að tala máli þeirra, og geta vegna ástands síns ekki allir tjáð sig. Fólki hættir til að gleyma að líta sér nær og fordómarnir og fáfræð- in eru víða. Sér í lagi þegar kemur að umræðu um geðsjúkdóma og geðsvið, þetta er enn hálfgert tabú. Þeir sem eru heilir á geði mega sannarlega teljast lánsamir. En í flestum ættum má finna ein- hverja sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða og flestir þekkja ein- hverja sem eru í þessum sporum. Að sama skapi ætti enginn að taka geðheilsu sem gefnum hlut. Í einni skáldsögu sinni lætur rússneska stórskáldið Fjodor Dos- tojevskí sögupersónu sína mæla þessi orð: „Það má ráða menn- ingarstig samfélaga af aðbúnaði fangelsanna“. Ég efa ekki að Dos- tojevskí hefði samsinnt mér í því að menningarstig samfélaga megi einnig ráða af aðbúnaði geðdeild- anna. Höfundur er stuðningsfulltrúi á deild 14, hjúkrunar- og endurhæf- ingardeild, á Kleppsspítala. Mælikvarði menningar UMRÆÐAN Birgir Hermannsson skrifar um umræðuna um Icesave Icesave hefur allt í gott pólitískt drama: mikl- ir hagsmunir, sært þjóð- arstolt, heitar tilfinning- ar, orðspor einstaklinga og valdatafl stjórn- málaflokka. Við þess- ar aðstæður má búast við því að umræðan verði á köflum hávær og vanstillt, þó síst sé það til eft- irbreytni. Í Icesave málinu liggur til grundvallar ólíkt hagsmuna- mat í afar erfiðri stöðu, enda deilt við erlend ríki um skuldauppgjör og aðstoð við uppbyggingu lands- ins. Frá upphafi hafa gengið á milli manna brigsl um svik við hags- muni þjóðarinnar, undirlægjuhátt við erlent vald og ásakanir um að andstæðingarnir séu talsmenn útlendinga fremur en Íslendinga. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Fram- sóknarflokksins bætt um betur og krefst hreinsana í nafni þjóð- arsamstöðu og þjóðarhagsmuna. Formanni Framsóknarflokksins líkar ekki skrif breska hagfræð- ingsins Önnu Siberts og þvi beri forsætisráðherra að reka hana úr peningastefnunefnd Seðlabankans. Hvað næst? Sérstök rannsóknar- nefnd Alþingis um and-íslenskar skoðanir? Upphlaup Sigmundar Davíðs kemur í kjölfarið á varasamri þróun Icesave umræðunnar síð- ustu vikurnar. Hér á ég ekki við tilraun til samstöðu stjórnmála- flokka um nýja Icesave samninga, heldur tilraun Sigmundar Dav- íðs og ýmissa annarra til að nota slíka samstöðu til að þagga niður önnur sjónarmið og sverta aðra þátttakendur í umræð- um sem svikara við mál- stað þjóðarinnar. Þannig þótti Sigmundi hið besta mál að samninganefnd Svavars Gestssonar væri gagnrýnd með harkaleg- um hætti, en þegar nefnd- armenn svöruðu fyrir sig var það fordæmt sem svik. Þórólfur Matthías- son prófessor hefur einn- ig verið fordæmdur fyrir svik, þegar málefnalegt svar væri nær lagi. Nú orðið má enginn tjá sig um Icesave nema vera sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Kannski ber okkur að leiða upp- hlaup Sigmundar Davíðs hjá okkur, taka það sem útrás fyrir óstöðugt tilfinningalíf hans fremur en mál- efnalega umræðu. Það er einhver Bjarnfreðarson í formanni Fram- sóknarflokksins þegar Icesave er annars vegar, einhver innibyrgð reiði sem þarf að brjótast fram. Þessu má sýna samúð. Hjá hverj- um kallar Icesave beinlínis fram jákvæðar tilfinningar? Aðför for- manns Framsóknarflokksins að opnu og frjálslyndu samfélagi er þó alvarlegra en svo að undir því verði setið. Málið snýst um meira en Icesave, sjálft tjáningarfrelsið. Formaður Framsóknarflokksins verður að útskýra mál sitt betur. Pólitískar hreinsanir geta vart verið í samræmi við stefnuskrá Framsóknarflokksins. Eða hvað? Höfundur er stjórnmálafræðingur. Sigmundur Davíð Potta- og pönnubúðin þín Rúmlega 100 tegundir í boði! Allar með afslætti! Komdu á potta- og pönnudaga og sparaðu þúsundir! Stórir pottar • litlir pottar • skaftpottar • þrýstipottar fonduepottar • gufusuðupottar • djúpar pönnur grunnar pönnur •pottapönnur • grillpönnur •wok-pönnur pönnukökupönnur • ál • stál • pottjárn • keramik • teflon • títan Pottar Pönnur! Sparaðu þúsundir, yfir 100 tegundir í boði en aðeins í nokkra daga. 20-50% afsláttur af ÖLLUM pottum & pönnum Nýtt kortatímabil BIRGIR HERMANNSSON EINAR STEINN VALGARÐSSON Ég tel að heilbrigði þjóðarinn- ar hljóti að vera mikilvægara en ríkisstyrkur við trúfélag, ný samgöngumiðstöð í Vatnsmýr- inni, listastyrkur eða endur- reisn bankakerfisins. Nú orðið má enginn tjá sig um Icesave nema vera sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugs- syni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.