Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 24
24 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR V ið erum á Gló rest- aurant. Hera er að æfa í einhverju sem heitir Gló-motion. Sindri vill meina að það sé „hratt jóga“. Hera: „Ég var í þessu einu sinni, en svo datt þetta út af stunda- skránni. Þá tók ég alltaf stóran sveig hérna fram hjá. Nú er ég komin á fullt aftur og finnst þetta æðislegt. Mæti daglega.“ Það er alltaf rosa pressa á þeim sem fara í Eurovision. Þú ert bara eins og landsliðið. Hera: „Já, þú ert kominn með markmið og þarft að stjórna tíma sínum og stilla fókusinn svo þú missir þig ekki út í eitt- hvað rugl.“ Þú ert alveg með fókusinn á 25. maí? Hera: „Já, en aðallega á úrslitin 29. maí. Það er hallærislegt að ætla bara upp í miðjar hlíðar. Ég stefni á toppinn. Ætla að sóla mig þar í smá stund og taka alla þjóð- ina með mér.“ Markimiðið er svo skýrt hjá Heru, en hvert er þitt markmið, Sindri? Sindri: „Það eru bara alls konar markmið. Fyrst var það bara að gefa út plötu, svo að koma sér upp stúdíói, fara til útlanda og spila. Ég er enn þá með einhver mark- mið, langar að vinna með fullt af fólki og taka upp plötur og eitt- hvað svona dót. En ég er ekki í neinni keppni.“ Hera er í keppni og þar að auki með alla þjóðina á bakinu. Hera: „Algjörlega. Og ég er til- búin í þetta. Ég hefði ekki verið tilbúin þegar ég var 28 ára. Mér finnst þetta skemmtilegt og ætla að nýta mér þetta út í ystu æsar, bæði fyrir land og þjóð og líka bara fyrir mig sem tónlistarkonu, af því að Eurovision er ekkert annað en eitt stórt áheyrnarpróf fyrir framan alla Evrópu.“ Caterpillar D7 með ribber Það er vor í lofti en Sindri og Hera segjast hvorugt hafa fund- ið fyrir skammdegiseinkennum í vetur. Hera: „Ég er kertakona og gleðst þegar sólin sest því þá get ég kveikt á kertum. Þetta Euro- vision-brölt tekur líka svo mikinn tíma og mikla orku að ég hef ekki haft tíma til að pæla í skamm deg- inu.“ Þungbúin umræðan í þjóðfélag- inu hefur þá ekkert snert ykkur? Sindri: „Ég er bara hættur að fylgjast með. Nei, nei, maður horfir á fréttirnar og Kastljós og brjálast inni í sér. Fer að hugsa: Hvenær brjálast einhver í alvörunni og fer út á götu með byssu? Æ, ég veit það ekki. Ég átti ekkert fyrir hrun og á ekkert eftir hrun svo þetta hefur engin áhrif á mig. En það er leiðinlegt að sjá fólk í kringum sig atvinnu- laust og í vandræðum.“ Hera: „Ég er enginn fréttafík- ill og þarf að beita mig hörðu til að horfa á fréttir og lesa blöð. Ég treysti bara þessu fólki sem er að reyna að klóra okkur út úr þessu. Mér finnst reyndar miklu skemmtilegra á Íslandi núna en áður. Ég bjó úti í Danmörku í fimm ár og kom heim síðasta sumar og ég sé stórkostlegan mun á þjóðfélaginu. Umferðin er rólegri. Það er miklu afslappaðra að fara út í búð. Maður sér bara karla að dúlla sér með innkaupa- vagna. Það er ekki þetta „kreisín- ess“ sem lá hérna yfir og maður fann þegar maður kom. Ég gír- aðist öll upp og langaði allt í einu í jeppa og Caterpillar D7 með ribber. Maður var með fárán- legar væntingar en núna langar mann bara í Lödu sport. Ég held að þetta hrun hafi bara verið hið besta mál. Það rís eitthvað upp úr öskustónni, sterkari æska.“ Sindri: „Það hefur allavega dreg- ið úr því að ungt fólk fari í við- skiptafræði.“ Sköpunargredda Hera bjó í fimm ár í Danmörku að læra „complete vocal tecnique“. Hera: „Ég skildi fyrir fjórum árum. Börnin tvö voru búin að vera hér með annan fótinn og ég alltaf skokkandi á milli svo ég ákvað bara að koma heim þeirra vegna. Svo ég kom bara heim og náði mér í karl og svona. Fór bara á Einkamál.is og lagði fram mjög skýrar óskir og málið var dautt. Ég nennti ekki þessu pöbbarölti. Þar báðu drafandi karlar mig oft um að syngja fyrir sig. Manni er ekki söngur efst í huga þegar maður er í veiðihug á pöbbunum.“ En þú Sindri, ert þú alltaf á Einkamál? Sindri: „Nei, nei, ég er búinn að vera með sömu konunni í fimm ár og við eigum eins árs stelpu saman.“ Hera: „Þú ert þá góður í bili.“ Hefur þú búið í útlöndum eins og Hera? Sindri: „Já, ég bjó í Svíþjóð í sjö ár þegar ég var lítill. Svo eitt ár í Englandi þar sem ég var í lista- skóla.“ Ef ekki væri fyrir fjölskyldu og vini hvar væri þá varið í að búa á Íslandi? Sindri: „Það er allt svo einfalt hérna. Öll svona pappírsvinna og dót. Og líka auðveldara að koma sér á framfæri og í fjölmiðla.“ Hera: „Ég finn líka alltaf fyrir ein- hverri „sköpunargreddu“ þegar ég kem hingað. Við stöndum á orku- stöð.“ Þetta er væntanlega spurning sem lögð er fyrir þig í viðtölum í útlöndum: Af hverju eru svona mörg góð bönd á Íslandi? Sindri: „Já, í hverju einasta við- tali. Ég er með staðalsvar.“ Hvað er það? Sindri: „Ég veit það ekki.“ Hera: „Ha, ha, ha.“ Sindri: „Og ég segi líka: Ég held að fólk veiti hvort öðru innblástur og það er rosa mikil „do it yourself“- menning hérna. Fólk bíður ekki eftir því að einhver komi og segi því hvað það á að gera heldur gerir það bara hlutina sjálft.“ Hera: „Við erum alin þannig upp að við trúum því að við getum allt. Það er ekki þetta „janteloven“ í gangi hér eins og hinum Norður- landaþjóðunum.“ Rútulíf Öll þjóðin veit hvað Hera er að fara að gera næstu mánuðina, en næstu mánuðirnir hjá Sindra eru spennandi líka. Sindri: „Seabear, hljómsveitin sem ég er í, er að fara að gefa út nýja plötu (We built a fire). Við erum sjö sem gerðum plötuna en ein af þeim er kærastan mín sem er hætt að spila með á tónleikum. Það er ekkert vit í því að ferðast með eins árs gamalt barn.“ Þannig að hún missir af öllu stuðinu? Sindri: „Nei, nei, mér finnst miklu meira stuð að taka upp plötur.“ Eru þessir túrar þá bara eitt- hvað bögg? Sindri: „Já. Engir peningar í þessu og eintómt vesen. Smá plús kannski að maður sér heiminn. Við erum að fara á spila nokkr- um bransahátíðum í ár. Þang- að kemur fólk frá stórum tón- listarhátíðum og velur bönd til að spila á hátíðunum. Þetta er eiginlega mitt Eurovision. Við förum svo í næstu viku í tíu daga túr um Þýskaland og Austur- ríki sem er útgáfutúr fyrir plöt- una því útgáfufyrirtækið (Morr Records) er staðsett í Berlín. Svo förum við til Bandaríkjanna. Spil- um á bransahátíðinni SXSW og svo aftur út í mánuð til Evrópu og svo eru einhver festivöl bókuð í sumar.“ Við stöndum á orkustöð HERA BJÖRK ÞÓRHALLSDÓTTIR OG SINDRI MÁR SIGFÚSSON Þeim líður bara vel í rútum, segja kreppuna ágæta og Ísland fínt, af því það er svo mikil „sköpunargredda“ hérna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það eru uppgangstímar hjá tónlistarfólkinu Heru Björk Þórhallsdóttur og Sindra Má Sigfússyni. Hera er á leiðinni til Óslóar til að freista þess að ná viðunandi árangri í Eurovision og Seabear, hljómsveitin hans Sindra, er að gefa út plötu númer tvö með tilheyrandi spiliríi úti um allan heim. Þau settust niður með Dr. Gunna. Hera: Ég nennti ekki þessu pöbba- rölti. Þar báðu drafandi karlar mig oft um að syngja fyrir sig. Manni er ekki söngur efst í huga þegar maður er í veiðihug á pöbbunum. Sindri: Maður horfir á fréttirnar og Kastljós og brjálast inni í sér. Fer að hugsa: Hvenær brjálast einhver í alvörunni og fer út á götu með byssu? Æ, ég veit það ekki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.