Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 36
ÞAÐ HEITASTA Í ...
HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR
Þ essari hugmynd var skot-ið á loft þegar ég var að vinna á Sirkus í Reykja-vík fyrir nokkrum
árum,“ segir Sunneva H. Eystur-
stein en hún opnaði barinn Sirkus
í desember í Þórshöfn ásamt Jóel
Briem og Sigríði Guðlaugsdóttur.
„Á þeim tíma var þó hugmyndin
aldrei neitt nema brjáluð fluga í
höfðinu á okkur og okkur datt ekki
í hug að þetta yrði að veruleika,“
segir hún og hlær. Sigríður móðir
Jóels, oftast þekkt sem Sigga Bos-
ton, rak Sirkus til margra ára á
Klapparstígnum en staðurinn lok-
aði árið 2008 sem varð mörgum
hryggðarefni. „Þegar staðurinn
lokaði þá kom hugmyndin aftur
upp á borðið,“ útskýrir Jóel sem
rekur nú staðinn ásamt Sunnevu.
Jóel eyðir tíma sínum jafnt í Þórs-
höfn og Reykjavík en hann rekur
nokkra veitingastaði þar.
„Það var kominn tími fyrir mig
til að flytja aftur í heimahagana,“
segir hin færeyska Sunneva.
„Mér fannst virkilega vanta ein-
hvern stað eins og Sirkus. Staðirn-
ir í Þórshöfn voru alls ekki minn
tebolli og það var enginn bar fyrir
skapandi fólk að hittast og hanga
á eins og Sirkus var á Íslandi. Við
ákváðum því að slá til og láta þessa
hugmynd verða að veruleika,“
segir Sunneva.
Íslendingar fengu tár í augun
Innan skamms fundu þau hús-
næði á besta stað í bænum á tveim-
ur hæðum og hófust handa við að
endurskapa það útlit og andrúms-
loft sem einkenndi Sirkus. Innan-
dyra er umhorfs næstum því alveg
eins og á Sirkusi sáluga og mætti
halda að staðurinn hefði hrein-
lega bara fokið af Klapparstígn-
um alla leið til Færeyja. Barinn er
skreyttur ljósaseríum og skemmti-
lega skrýtnum hlutum, veggirnir
málaðir með hinum einkennandi
og glaðlega túrkisbláa lit og meira
að segja klósettin eru næstum því
nákvæmlega eins. Utandyra er
bakgarður sem þau ætla að vera
búin að gera fallegan í sumar og
hinar frægu biðraðir sem tíðkuð-
ust fyrir utan Sirkus í Reykjavík
SIRKUS NÚNA Í FÆREYJUM!Barinn goðsagnakenndi,
Sirkus, hefur eignast
útibú í Þórshöfn og hin
skrautlega stemning sem
fylgdi staðnum er föng-
uð á hinum nýja stað.
Anna Margrét Björnsson
skellti sér í helgarferð til
Færeyja og spjallaði við
þau Jóel Briem, Sunnevu
Eysturstein og Ómar
Pálsson.
Norðurljósadans á fjórhjólum
Fjórhjólaferðir upp á Úlfarsfell að kvöldlagi eru skemmtileg leið til að upplifa norðurljósin SÍÐA 10
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
FEBRÚAR 2010
FRAMHALD Á SÍÐU 6
Öðruvísi frí á
vegum SEEDS
Vinnubúðir á
fjarlægum slóðum
SÍÐA 4
ferðalög kemur út mánaðarlega
með helgarblaði Fréttablaðsins.
Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is
Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir
Forsíðumynd Þórður Grímsson
Pennar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
Ljósmyndir Fréttablaðið, Þórður Grímsson
Auglýsingar Bendikt Freyr Jónsson bjf@frettabladid.is
Ekkert barn ætti að sækja Stokkhólm heim án þess
að koma við á Junibacken á eyjunni Djurgården í
hjarta borgarinnar. Þessi vina legi skemmtigarð-
ur, nefndur eftir heimili Maddittar og Betu, sem
reyndar heitir Sólbakki á íslensku, er að mestu
leyti innandyra og því hægt að kíkja í heimsókn
á hvaða árstíma sem er. Þar er að finna allskyns
skemmti legheit eins og lestarferð í gegnum öll
helstu ævintýri Astrid Lindgren þar sem hægt er
að sjá allar helstu hetjur bókanna: Ronju ræningja-
dóttur, Emil í Kattholti, Kalla á þakinu, Bræðurna
Ljónshjarta og marga fleiri. Svo geta kátir krakkar
leikið sér í húsinu hennar Línu á meðan foreldrar
slaka á og fá sér heimabakaðar eplakökur og kaffi-
bolla. www.junibacken.se
Hverjum þykir ekki vænt um hina skrítnu, krútt-
legu og súrrealísku múmínálfa sem voru skapaðir
af hinni finnsku Tove Jansson en hægt er að heim-
sækja þá í Múmínheim eða muumimaailma eins
og hann heitir á finnsku. Múmínálfarnir búa á eyj-
unni Naantali sem er um 16 kílómetra frá Turku
og 180 kílómetra frá Helsinki. Þar er nóg um að
vera og meðal annars hægt að
heimsækja hús múmínsnáða,
fara í sund í fallegu stöðu-
vatni, heimsækja
tjaldið hans Snúðs,
skreppa í leikhús
eða gæða sér á
gómsætu veiting-
unum henn-
ar múmin-
mömmu.
www.
muumimaa-
ilma.fi.
UPPÁHALDSÆVIN-
TÝRI ALLRA
Heimur Astrid Lindgren og dalur Múmínálfanna
fyrir unga sem aldna.
2 FERÐALÖG
Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 19. – 25. apríl.
Hátíðin fjallar um menningu barna, menningu með börnum og
menningu fyrir börn.
Tekið er á móti hugmyndum og umsóknum um atriði á Barna-
menningarhátíð til 8. mars næstkomandi. Umsóknir berist til
gudridur.inga.ingolfsdottir@reykjavik.is eða skuli.gautason@reykjavik.is
Barnamenningarhátíð í Reykjavík?
reykjavik.is/barnamenningarhatid
Vilt þú taka þátt í
F
æreyjar eru án efa
einn mest spennandi
áfangastaður næsta
sumars en eyjarnar
hafa alltaf átt sérstakan sess
í hjörtum Íslendinga. Eins og
margir Íslendingar vita, sem
hafa sótt þær heim eru Fær-
eyjar dálítið eins og Ísland,
nema betri! Í höfuðborginni
Þórshöfn er líf og fjör en þar
opnuðu til dæmis Sirkus För-
oyar í desember og nýr og
flottur sushi-staður. Þórs-
höfn er einstaklega fallegur
bær þar sem hefur tekist að
halda í menningararfinn og
gamla byggingarstílinn sem
er svo sjarmerandi. Þórshöfn
er á Straumey en til Færeyja
teljast líka sautján aðrar
smaragðsgrænar eyjar sem
hægt er að heimsækja á bíl,
með báti eða jafnvel á hest-
baki. Hvort sem þú kýst að
leigja þér hús og njóta frið-
sældarinnar í afskekktum
firði, fara í gönguferðir og
skoða fugl, skreppa á tón-
leikahátíð og sjá vinsælustu
norrænu hljómsveitirnar eða
bara djamma með hressum
heimamönnum er af nógu að
taka. Atlantic Airways flýg-
ur tvisvar í viku til Færeyja
nú í vetur en í sumar verða
farnar þrjár ferðir í viku og
í Kringlunni verður hægt að
skoða hina ýmsu gistingar-
og afþreyingarmöguleika.
Kynningin á sér stað frá kl
13- 17. - amb
FRÆNDUR VORIR
Nú um helgina á sér stað mikil kynning á Færeyjum í Kringlunni þar sem Íslendingar geta
kynnt sér allt það sem þessar átján yndislegu eyjar hafa upp á að bjóða.
Þórshöfn Höfuðborgin á Straumey en hér eru byggingar langflestar í gamla færeyska stílnum.
G-festival Pétur Ben er einn hinna fjölmörgu sem hafa spilað á þessari hátíð.